Musica - 01.10.1948, Blaðsíða 4

Musica - 01.10.1948, Blaðsíða 4
^^ vw dtyai e2rtt\ /t á/a>/.- ... ísland er minn starfsvettvangur ... segir dr. Victor Urbantschitsch Það er kvöld í september. Ég er staddur í (húsi einu við Hverfisgötu, þar sem mér hafði verið boðið til stofu af góðlegum manni, sem brosti, 'þegar ég kynnti mig. Hann hafði skroppið aðeins frá, og á meðan nota ég tækifærið og litast um í þessari vinalegu stofu. Á gólfi stendur stór flygill, en á veggjum hanga myndir af ýmsum tónsnillingum. Þar ber hæst Beethoven, sem horfir ströngum, bitrum svip yfir þessa stófu og fær huga manns til að staldra við stundar- korn. — Ég er hér staddur á heimili tónlistarmanns, sem um áratug hefur starfað hér á landi í þágu tón- listarinnar og okkar, — sem höfum yndi af fögrum tónum. Þegar ég var eitthvað um fermingu var ég sendi- sveinn í prentsmiðju hér í bænum. Prentsmiðja þessi prentaði aðgöngumiða og efnisskrár fyrir Tónlistar- félagið og ekki man ég betur en verkstjórinn þar væri meðlimur hljómsveitarinnar. Þá var það í fyrsta skipti, að ég heyrði nafnið Victor Urbantschitsch. Ég heyrði mikið talað um manninn, sem bar þetta nafn og nokkrum sinnum sá ég honum bregða fyrir í prent- smiðjunni. En ekki gat ég gert að því, — mér fannst nafnið alltaf dálítið undarlegt. Hann hlaut að vera útlendingur, hugsaði ég, alveg eins og Schubert, Schu- man, Ohopin og allir hinir. En svo var mér sagt, að hann væri ekki útlendingur — hann væri tónlistar- maður og þeir væru 'hvergi útlendingar, vegna þess að þeir ættu allan heiminn að föðurlandi. — Og það fannst mér skrítið þá. Síðan þetta var eru liðin tíu ár og á því tímabili hef ég kynnzt þessum manni betur — þó aðeins sem áhorfandi og þögull hlustandi. Ég hef ávallt fylgzt vel með öllu, sem hann hefur flutt hér af tónlist, og oift undrað mig á krafti þeim og feikna dugnaði, sem einkennt hefur allt hans starf, oftast unnið við hin erfiðustu skilyrði. Starf dr. Urbantschitsch er orðið mikið og vaxta- drjúgt. Hann hefur ef til vill, á þessum stutta tíma, komist í nánari snerting við hjörtu fleiri íslendinga en nokkur annar, og tekizt að seðja fjölda 'þeirra, er unna fagurri tónlist. En getum við gert okkur grein fyrir, hversu mikið það er, sem liggur á bak við þetta geysilega starf. Ætli það séu margir, sem vita að á styrjaldafárunum varð dr. Urbantschitsch að setjast niður við að skrifa upp hljómsveitarraddir eftir hljómplötum, vegna þess að nótur af því tagi voru þá ekki til í landinu. Eða hver er það, sem hefur gert sér 'í hugarlund eða talið öll sporin, sem hann er búinn að stíga um borgina okkar, í sambandi við æfingarnar og annað, áður en hann lyftir tónsprotanum á fyrsta hljómleiknum. Sennilega fer það framhjá okkur flestum. Mig langar að minnast hér alveg sérstaklega á eitt verk dr. Urbantschitsch, sem haldá mun nafni hans á lofti svo lengi sem íslenzk tunga er töluð og enn býr á þessu landi þjóð, sem ann tónlist. Nokkru eftir að séra Hallgrímur Pétursson hafði lokið við sína ódauðlegu Passíusálma, hverja hann orti um píslarsöguna, sat snillingur að nafni Jóhann Sebastian Bach úti á Þýzkalandi og samdi tónverk eitt mikið, er hann nefndi Jóhannesarpassíu. Var verk þetta byggt yfir texta úr Biblíunni, og um sama efni Ungu mennirnir fá ekki að afla sér frekari mennt- unar, tónskáldin okkar fá afgangsbita í úthlutun lista- mannastyrkja (en það na'fn!) og blöðin sýna sigrum íslenzkrar tónlistar fullkomið tómlæti. Hvers á tónlistin að gjalda? Er ekki kominn tími til að lyfta henni úr ösku- buskusæti sínu upp í hásæti það, er hún réttilega á að skipa, og hefur unnið sér. 4 MUSICA

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.