Musica - 01.10.1948, Blaðsíða 6

Musica - 01.10.1948, Blaðsíða 6
Mig langar í þessu sambandi að segja frá dálitlu atviki, er kom fyrir mig eitt sinn á ferðalagi. Ég hafði við heimkomu mína saknað regnkápu sem í voru nótnáblöð. Það má nærri geta að ég taldi hana týnda og tröllum gefna, því hún var ómerkt. En hvort það var vegna nótnanna eða þýzka vörumerkisins, þá lá kápan einn góðan veðurdag fyrir utan íbúð mína. En finnandinn hafði ekki gefið sig fram. Saga þessi vakti mikla undrun og hrifningu á ferð minni um Austurríki í sumar, enda gæti hún hvergi hafa gerzt nema á íslandi. — Já, vel á minnzt. Þér eruð nýkominn heim úr ferðalagi erlendis. Ef til vill vilduð 'þér segja okkur eitthvað frá því, sem þér sáuð þar og heyrðuð? — Þetta er fyrsta utanför mín, síðan ég kom hing- að. Fyrst fór ég til Danmerkur. Þar stjórnaði ég Tón- listarfélagskórnum, sem tók eins og kunnugt er þátt í norrænu tónlistarhátíðinni, sem haldih var í Höfn. Söng kórinn þar landi sínu og þjóð til sóma, og var það mér mikið gleðiefni, hversu vel tókst til. — Þaðan fór ég til Austurríkis og fékk tækifæri til að hlusta á tónlistarlbátiðir í Vín, Graz og Salzburg. Þar kynnt- ist ég mörgum ágætum listamönnum og ýmsum nýj- um verkum, sem ég hef löngun til að kynna íslend- ingum smátt og smátt. Á þessu ferðalagi notaði ég tækifærið til að kynna íslenzka tónlist og flutti m. a. 5 fyrirlestra um það efni í útvarpi í Vín, Graz og Salzburg. Einnig lék ég Iþar píanólög eftir dr. Pál Isólfsson og flutti tónlist af hljómplötum eftir þá Jón Leifs, Jón Nordal og Karl O. Runólfsson. — Hvernig er lífsviðhorf þeirra Austurríkismanna eftir allar þær hörmungar, sem yfir þá hafa duniö r — Menn fullyrða að lífsskilyrði hafi batnað þar í landi síðustu m'ánuðina. Þó eru ennþá tilfinnanleg- ar hömlur á öllu af völdum hernámsins. En hvað sem því líður er listalíf þar lí fullum blóma, þótt und- arlegt sé eftir öll þessi 'hörmungaár. Óperusýningar og hljómsveitir glæsilegar, eins og bezt kom fram við tónlistarhátíðina í Salzburg, en hana sóttu menn víðs- vegar að úr heiminum. — Það hlýtur að vera freistandi, að setjast að þar sem tónlistin er höfð í slíkum hávegum. — Vissulega, segir doktorinn og brosir. — En ég hef ná staðizt slíkar freistingar . . . Island er minn starfsvettvangur . . . Hér hef ég kynnzt ágætum mönnum, fundið trygga vini og vil ég nota þetta tækifæri til að þakka samstarfsmönnum mínum við Tónlistarskólann og meðlimum hljómsveitarinnar og Tónlistarfélagskórsins, sem ég hef haft mikla ánægju af að starfa með. Þá vil ég ennþá aftur þakka íslenzku þjóðinni í heild. Ég er innilega hrærður a£ þeim hlý- hug, sem ég mæti hvarvetna, jafnvel hjá þf""1- cp«n fást alls ekki við tónlist. Einmitt þetta veldur því að að mér finnst ég eiga hér heima og vona að ég fái starfað hér áfram í þágu Islands og íslenzku þjóðar- innar. Hér verður örlítið hlé á samtalinu, þar til frétta- maður spyr: — En hvað álítið þér um utanfarir lista- manna? Finnst yður ekki fullmiklar hömlur á því sviði ? — Jú, að vísu. Það væri æskilegt að hægt væri að fá hingað erlenda listamenn, og alveg eins og ekki síður er nauðsynlegt fyrir íslenzka list og þróun henn- ar, að þjónar hennar geti sem oftast ferðazt erlendis. Slíkt hleypir nýju lífi í æðar þeirra og 'þá um leið fjöri í menningu þjóðarinnar. — Og svo að lokum, hver er heitasta ósk yðar á þessum tímamótum? — Eina ósk á ég um þessar mundir, sem ég hef raunar átt lengi. Hún er sú, að fá viðunandi húsnæði handa sjálfum mér og fjölskyldu minni. Við höfum undanfarin ár orðið 'fyrir óþægindum vegna húsnæðis þess, sem við nú búum í. Vonandi er að það lagist fljót- lega. Friður og öryggi er fyrsta skilyrði til þess að listamaðurinn geti unnið að þeim verkefnum, sem fyrir liggja. Svo er það ekki aðeins ósk mín, heldur og allra þeirra, er við tónlist fást, að hér verði komiS á fót fastlaunaSri sinfóníuhljómsveit. ÁstandiS, sem nú ríkir, er algerlega óviðunandi. Undanfarið hefur orð- ið að kalla saman fólk, er vinnur hina ólíkustu vinnu á öllum tímum sólarhringsins, og má nærri geta að slíkt er miklum erfiðleikum bundið. Þessvegna er full- komin atvinnuhljómsveit fyrsta og stærsta krafan. Þá vantar og hentugt húsnæði fyrir Tónlistarskólann og stærri sal til flutnings á kórverkum meS hljómsveit. Þessu öllu verður að ráða bót á. Tónlistin verður hér eins og annarsstaðar að eiga örugg vígi. — Og hvað um starfið á vetri komanda? — Þíátt fyrir undraverð afköst sín á síSastliSnum vetri, hefur hin nýstofnaSa sinfóníuhljómsveit ekki hlotiS neinskonar styrk, svo óráðið er enn með hvaða hætti hún starfar í vetur. Hitt er ákveðið, að Tónlistar- félagið flytji aftur eitt stórverk fyrir kór og hljóm- sveit eins og öll undanfarin ár frá því að það var stofnaS. Enn er Iþó ekki ákveðið, hvaða verk verður fyrir valinu í þetta skipti. Það er orðið framorSiS, þegar ég yfirgef húsið við Hveffisgötuna. Um leið og ég kveð frú Urbantscíhitsch biður hún mig fyrir kveðjur sínar og barna þeirra hjónanna, sem öll ha'fa tekið ástfóstri við land og þjóð. 6 MUSICA

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.