Musica - 01.10.1948, Blaðsíða 21

Musica - 01.10.1948, Blaðsíða 21
VAGN KAPPEL Saga tónlistarinnar 3. grein. „BarokJ'stíllin n. Hinar kaiþólsku messur miðaldanna náðu hámarki sínu með hinum stórkostlegu messum Palestrina og má segja, að hann hafi verið síðasti meistari thinnar ka- þólsku kirkjutónlistar. I Þýzkalandi kom fram ungur guðfræðingur Mar- teinn Lúther og prédikaði gegn kúgun hinnar kaþólsku kirkju og rödd hans varð til að vekja allt menningar- líf álfunnar og skapaði ólgu á öllum sviðum þess. Lúther breytti einnig messugjörðunum, og lét söfn- uðinn taka þátt í messusöngnum. „Barok"-tímabilið hafði tvo mikla meistara, menn sem enn ihafa ekki fundið jafningja sína í listinni að skapa holla og umfram allt — hreina tónlist. Það sem einna bezt sýnir mikilmennsku þessara tveggja meistara, er að nútímamaðurinn kann enn betur að meta verk þeirra en jafnvel þeirra eigin sam- tíð. Það er bezt hægt að lýsa þessu tímabili með því að lýsa að nokkru æfiferli þessara tveggja manna nokkuð, þar endurspeglast tíðarandinn og viðhorf aldarinnar í baróttu þessara tveggja jöfra fyrir tilveru listar sinn- ar. Jó/iann Sebastian Bach. (1685—1750) Jóhann Sebastian Bach fæddist árið 1685 í Eisenach í Turingen í Þýzkalandi. Faðir hans, Johann Ambrosius Bach, var eftirlætis- tónlistarmaður hertogans í Eisenaöh, og forfeður hans höfðu allir verið þjónar frú Musicu. Það má segja, að sjaldan hafi ein fjölskylda skapað sér slíkan sess í sögu tónlistarinnar sem Bach fjöl- skyldan og má fyrst og fremst þakka Johann Sebastian Bach og sonum hans fyrir það. Fyrstu æskuár Badhs yngra voru afar hamingju- söm og á heimilinu ríkti tónlistin, menning og gleði. En skugga bar brátt á hið hamingjusama fjölskyldu- líf, því að foreldrar Baöhs dóu bæði með stuttu milli- bili. Einn af eldri bræðrum Baöhs tók drengina að sér og sá eftir það um tónlistaruppeldi hans. En Bach litli var svo bráðþroska að þau verkefni er bróðirinn Johann Seb. Bach gaf honum nægði honum hvergi, en gæfan brosti við honum, er hann náði í bók, þar sem bróðir hans hafði afritað orgeltónlist, þar á meðal kóralforleiki eftir Pachebel merkasta fyrirrennara Bachs á þessu sviði. En bróðir Bachs fannst hann ekki vera nógu þrosk- aður fyrir svo þunga tónlist og tók bókina af honum. En þrá Bachs öftir tónlistinni þurfti að fá næringu, og hann fékk engan frið fyrr en hann hafði afskrifað bók bróður síns, og það verk vann hann, er aðrir sváfu og tunglið var eina ljósið, sem hann hafði. En svo óheppilega vildi til, að bróðir hans komst að þessu og — auðvitað í bezta tilgangi, eftir siðfræði miðaldanna — tók hann allan árangur næturvinnu Bachs af honum. Eftir fermingu fór Baoh til Luneborgar með skóla- kór Michaelisskólans. Notaði hann tækifæri og kynnti sér „partitura" í bókasafni skólans og tók miklum framförum í orgel og píanóleik, auk þess sem hann fór langar gönguferðir m. a. til Hamborgar og fór í MUSICA 21

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.