Musica - 01.03.1949, Síða 7

Musica - 01.03.1949, Síða 7
Musset rithöfundinn fræga, enn með honum átti Sand nokkur börn. Chopin og Sand væntu sér niikils af samlífi sínu, •enn vonirnar brugðust, og má e. t. v. kenna um sjúk- leika Chopins, enn 'berklarnir voru byrjaðir að gera vart við sig, og naut hann sín því ekki sem skyldi í samltfi þeirra, auk þess sem hann varð uppstökkur og þunglyndur. George Sand og Chopin kynntust árið 1837, og fór hann oft frá henni, enn snéri ávalt aftur, og þótt Sand þætti sér misboðið með „flótta“ hans, tók hún þó ávalt við honum aftur. Eftir 10 ára sambúð, árið 1847 slitu þau sambúðinni loks til fulls, enn Chopin gat lítið notað frelsisins, því að sjúkdómurinn •dró ur honum allan þrótt. Það hafa margir dæmt Sand hart fyrir hve harð- brjósta hún var við Chopin og hve drotnunargirni hennar var mikil, enn það verður að afhuga að Chopin var afar hrifnæmur og hefir eflaust oft valdið Sand kvölum afbryðiseminnar, auk þess sem ’hann var dutl- ungafullur, mislyndur, bráðlyndur, enn á sumum sviðum afar barnslegur. Og er Chopin og Sand skildu, var hún orðin þreytt af samlífi þeirra, enn henni þótti ávalt vænt um Chopin alla æfi. Gagnvart næstu ásökum samtíðarmannanna um •að Chopin væri skemmtanasjúkt yfirstéttartónskáld, verðum við að skilja þann aldaranda er þá gékk yfir heiminn. Þá skiftist hver þjóð venjulegast í tvær fylkingar, nnnarsvegar hinn menntaði aðall og hinsvegar hin ómentaða og ósiðaða alþýða. Undantekningar frá (nianb (Ctnimí •f vom r.t i •■'■• .i V-— % ....................................-........ Mr. II.S *>UoS' VW.SI.L tt «... i' a* v ts'ii ííííi:wn. $ 1 ‘ 1 1 i i • Fyrsti hljómlákttr Chopins í París. þessari reglu voru afar fáar, sérstaklega í hinum stærri l.öndum. Það er því engin undrunarefni þótt að Chopin lifði og hrærðist meðal menntamannanna og þeirra er höfðu vit á, og gátu greitt fyrir leik hans. Ghopin elskaði að vera inan um margmenni, án þess þó að vera skemmtanasjúkur í hinni eiginlegu merk- ingu þess orðs, enn bæði Chopin og Liszt umgeng- ust aðallega menntamennina og aðallinn, því að um aðra var eiginlega ekki að ræða. Þriðja ásökunnin um að Chopin væri kjánalegur ofsa-föðurlandsvinur, var aftur á móti hárrétt. Föður- landsást Chopins gekk eins og rauður þráður gegn um líf hans, og siifurbikar sá með mold er landar hans gáfu honum, er hann fór frá Póllandi, fylgdi honum alla æfi og moldinni var dreyft yfir gröf hans. Þá þótti útséð um, að Pólland yrði nokkru sinni sjálfstætt aftur, og þá er dreymdi um sjálfstæði landsins, voru álitnir kjánar. Enn Chopin dreymdi, og draumur hans kom fram, enn þó fyrst eftir dauða hans, og þá stóð draumurinn aðeins yfir í nokkur ár, þá komu hörmungarnar aftur yfir Pólland, og enn er Pólland þrætuepli stórveldanna, flakandi í sárum og hefir séð á bak miljóna af beztu sonum sínum og dætrum. Chopin verður ekki aðeins eftirminnilega persóna, vegna ástarmála sinna, föðurlandsástar, og spjátrungs- skapar, heldur vegna þess, að raunverulega voru þessir þrír þættir aðeins „umbúðir" því að Copin var alger- lega á .valdi tónlistarinnar, allar hans kvalir, allt hans stolt, og allt blíðlyndi hans og sálufegurð kom fram í tónlistinni. Chopin lagði alla sína krafta og alla sína ást á altari altaritónlistagyðjunnar, og fyrir hana fórnaði hann öllu. Polonaisurnær, etúdurnar, valsarnir nocturnurnar og konsertarnir, eru gjafir pólska útlagans til mannkyns- ins, þessa örlynda manns, sem þrátt fyrir margmenni, glaum og gleði, var einmana og lífsleiður. Aðalfundur M. H. R. Aðalfundur M. H. R. var haldinn í Breiðfirðinga- búð sunnudaginn 16. janúar. Fór fram stjórnarkjör og skipa stjórnina nú eftirtaldir rnenn: Jón K. Jóns- son form., og meðstjórnendur Nói Bergmann og Karl Sigurðsson. Urðu fjörugar umræður á fundin- um, enn svo mikið lá fyrir honum, að samþykkt var að fresta honum um óákveðinn tíma. MUSICA 7

x

Musica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Musica
https://timarit.is/publication/725

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.