Musica - 01.03.1949, Blaðsíða 10

Musica - 01.03.1949, Blaðsíða 10
Fróðlleiksmolar af borði tónlistarinnar Hver fann upp \larinettið? Christof Denner frá Núrnberg fann klarínettið upp árið 1690, og var það byggt á hinu gamla hljóðfæri Chalumeau, er var rörhljóðfæri, með tvöföldu reyr- blaði, eða einföldu reyrblaði, enn það var þó sjaldgæft. Klarinett þýðir eiginlega „lítill trompet" (af Clarino). Um árið 1700 var byrjað að nota það í hljómsveitum, og Mozart og Haydn notuðu það í seinni verkum sínum. I nýrri hljómsveitarverkum er klarinetið orðið ómissandi, og jazzinn hefir tekið það upp á arma sína. Margar gerðir eru til af klarinetum m. a. A., B., C. og Es. Bassklarinettið, altklarinettið og kontrabassa- klarinett. Tónsvið klarinettanna er í dýptinni Es. og bassa- turinettanna jafnvel til ciss enn í hæðinni fara þau til C4. TÓNDÆMI Hvenœr var harmoni\\an fundin upp? Harmonikkan var fundin upp árið 1822 af Busch- mann frá Berlín, og náði brátt miklum vinsældum. Tón „sýstemið" er það sama og 'hjá orgeli (munn- hörpu og harmónium). Harmonikkurnar eru bvggð- ar allt frá einföldustu (einföldum og tvöföldum) gerð- um til margbrottnustu takka og píanó harmonikkna. Skyld hljóðfæri eru m. a. Konsertínan uppfundin af Wheatstone árið 1829, mörg tónskáld hafa samið verk fyrir hana og Bandonion frá Argentínu sem er án bassakkroðna. Harmonikkan er orðin alþýðuhljóðfæri og ér sér- stæklega vinsæl á norðurlöndum. Hér á landi kannast allir við harmonikkunna og á hún mikil ítök meðal fólksins. Opus. Opus (latína; verk, vinna) stytt op. Sé tónverk nefnt t. d. Op. 62, þýðir það, að verkið sé sextugasta — og annað verk tónskáldsins. Oft hafa mörg verk sama tónskálsins, sama Op. no., enn þá er no. bætt fyrir aftan t. d. Op. 62. no. 3. Þessi háttur að nota Op. merkinguna var tekinn upp á 18. öld. 10 MUSICA

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.