Musica - 01.03.1949, Side 12

Musica - 01.03.1949, Side 12
væri orðinn vondur og ég held píanóleikarinn líka. A seinni hljómleiknum voru háðir eins og nýir menn Lansky-Otto öruggur og Stravinsky eins og bruni, stundum eins og lítið ljós og stundum eins og bál fullt af kyngi. Arthur Honegger var næstur með sónatínu fyrir klarinett og píanó. Var hún vel flutt og skilmerkilega af Agli Jónssyni og Róbert Abraham. Var eftirtektar- vert hve Róbert Abraham sýndi mikla alúð, og loka- kaflinn, Vif et rythmique, átti líf sitt í höndum hans. Þessi kafli var að sögn þularins, Bjarna Guðmunds- sonar skopstæling af jaz/.i, sem hann kallaði mjúsik- leysu nútímans. Kaflinn orkaði líka sem grín. En hver gerði grín að hverjum? Honegger að jazzinum? Jazzinn að Bjarna Guðmundssyni? Ha? Annars má búast við að jazzvinir haldi því fram að sú músik, sem þarna var skopstæld eigi ekkert skylt við jazz. Enda mun það mál sannast að fáir vita hvað jazz er og er sú ályktun dregin af þeim fjölda skýringa, sem gefinn er á þessu fyrirbrygði. Verkið í heild, sem á sínum tíma kallaðist ,atonalt“ verk, vakti a. m. k. einn mann til umhugsunar um það hvort reglur í músik eigi við nema skapa eigi tilsvarandi tegund eða stíl. Þá var Paul Hindemith með 3 enzk sönglög flutt af Svanhvít Egilsdóttir og Róbert Abraham. Birtist tónskáldið þarna í skæru ljósi ljóðrænnar túlkunar á viðhorfi hins listræna anda til tilverunnar. Laglínan fjölbreytt og sérkennileg, en undirleikurinn logandi heitur. Nokkuð virtist söngurinn söngkonunni erfiður, en þá fór allt vel, og undirleikur Róberts Abrahams var örugglega hnitmiðaður. Síðastur á efnisskránni var svo Jón Nordal, enda yngstur og innlendur. Naut hann sín furðulega í fylgd þessara stórmenna. Við megum sannarlega vænta mikils af þessum unga manni haldi hann áfram veginn og þroskist er aldur færist yfir. Tríó hans, sem þeir fluttu Andrés Kolbeinsson, (flautu) Egill Jóns son klarinett) og Wilhelm Lansky-Otto (horn), mjög ánægjulega,, er að verða nokkuð þekkt hér i bæ, þar sem það hefur verið flutt nokkrum sinnum og a. m. k. tvisvar í útvarpinu. Enda vex það við kynningu. Hljómleika þessa er vert að þakka. Þeir voru Kamm- ermúsikklúbbnum til sóma. Aðsókn að fyrri hljóm- leiknum var mjög slæm, enn á þeim seinni var fullt hús, og er það leitt dæmi um hvernig við Reykvikingar sækjum ekki hljómleika fyrr en búið er að segja okkur að það sé fínt, að fara. Nafnið á „klúbbnum" er mjög leiðinlegt og værf málhreinsun að, ef því væri breytt til bóta. Karl Sigurðsson. 4. tónleikar Tónlistarfélagsins I:iðlutónleí\ar Björns Olafssonar í desemher 1948 með aðstoð Arna Kristjánssonar. Efnisskrá: Francesco Geminiani: Siciliana. Vivaldi-Busch: Svíta í A-Dúr. Preludio-Cappricco-Resitativo-Allegro. F. M. Veracini: Largo. Warlock-Szigeti: Pavan. J. S. Bach: Sónata í C-Dúr fyrir einleiksfirðlu. Adagio-Fuga-Largo-Allegro assai. W. A. Mozart: Fiðlukonsert í A-Dúr. Allegro aperto-Adagio-Tempo di Menuetto. Eins og má af efniskránni valdi Björn að þessu sinni eitt af alerfiðustu viðfangsefnum sem samin hafa verið fyrir fiðluna enn það var einleikssónata Bachs í C-Dúr. Fátt sýnir betur enn þessi sónata hve Bach hefir þrautþekkt fiðluna og má segja að hann láti ekki neina af möguleikum hennar ónotaða. Ekkert tónverk synir betur hve mikið hljóðfæri fiðlan er enn sónata Bac'hs. Meðferð Björs á són- ötuni var með afbrigðum. Yfirleit voru hljómleikarnir sem heild einhverjir þeir beztu fiðluhljómleikar sem heyrst hafa hérlendis og er ánægjulegt að vita, að við íslendingar höfum völ á öðrum eins fiðluleikara og Björn er. Þó er altaf eins og eithvað vanti á slíkum einleikshljómleikum þar sem aðeins er píanó til aðstoðar, og óneitanlega er tilhlökkunarefni að fá tækifæri til að heyra Björn leika einleik með sinfóníuhljómsveitinni. Arni Kristjánsson aðstoðaði Björn með sóma, enn var þó stundum um of hlédrægur. J. K. 12 MUSICA

x

Musica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Musica
https://timarit.is/publication/725

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.