Musica - 01.03.1949, Blaðsíða 14

Musica - 01.03.1949, Blaðsíða 14
Yfirleitt voru þessir hljómleikar söngstjóra, kór og hljómsveit til mikils sóma, enn söngstjórinn hefði að skaðlausu mátt æfa hljómsveitina betur fyrir hljóm- leikinn. T. A. Beethovenhljómleikar Arna Kristjánssonar í Austurbœjarbíó í febrúar Viðfattgsejni: Sonata í f-moll op. 3. Allegro. Adagio. Menuetto. Pristissimo. Sónata í c-moll op. 3. Maestoso. Allegro con brio ed appassionata. Arietta. Adagio molto semplice e cantabile. Sonata í f-moll op. 57. Allegro assai. Andante con moto. Allegro ma non troppo. Það eru til tvennskonar listamenn, þeir sem nota tækni sína sér til frægðar, og þeir sem nota tæknina sem hjálparmeðal til að ná því bezta úr viðfangs- efnum sínum. Arni Kristjánsson er einn af þeim síðarnefndu, hann reynir aldrei að „brilliera“ á tækni sinni, heldur reynir hann umfram allt að ná innri kjarna verksins fram. 'Eg held að túlkun Arna á hinum þrem sónötum Beethoven hafi orðið öllum áheyrendum ógleymanleg, því að hún var laus við ytra prjál, enn djúp og sterk. Arni er stórbrotinn og alvarlegur listamaður, tækni hans er mikil og ásláttur hans afar fallegur. Þessir hljómleikar voru ógleymanlegir þeim er á hlyddu, og vonandi sér Arni sér fært, að halda fleirri sónötukvöld á næstunni. T. A. Engel (Gagga) Lund — Þjóðlagakvöld Með aðstoð dr. Páls Isólfssonar. Lög frá 10 löndum. 3. hljómleikar tónlistarfélagsins á starfsárinu 1948 voru flestum til mikillar ánægju. Gagga Lund býr yfir miklum persónuleika, og þeim sjaldgæfa hæfileika að gera hljómleika sína svo hlý- lega og nærri því heimilislega að á hljómleikunum geta taugarnar hvílst og maður getur „slappað af“ frá önnum dagsins. Fyrst þegar að Gagga Lund kom hingað barst ríkis- útvarpinu beiðni um að söngur Göggu Lund væri tekinn upp á hljómplötur og var það gert og urðu margir fyrir vonbrigðum sem höfðu 'heyrt mestar frægðarsögurnar af söngkonunni, og þarna liggur einmitt leyndardómur hennar, það er ekki röddin sem gerir meðferð söngkonunnar á lögunum ógleym- anlega, og ekki túlkunin þó að hvortveggja sé gott heldur persónuleikur söngkonunnar hlýja hennar og innileiki. Páll Isólfsson aðstoðaði söngkonuna dyggilega. Orgeltónleikar dr. Páls Ísólfssonar í Dómkirkjunni Viðfangsefni: Föstudaginn 22. okt. G. F. Hiindel: Prelúdía og fúga, f-moll. D. Buxtehude: Sálmaforleikur: Upp, skepna hver og göfga glöð. Max Reger: Benedictus (hinn blessaði). Joh. Seb. Bach: Prelúdía og fúga, c-moll. Sálmatilbrigði: Hver, sem ljúfan guð lætur ráða. Max Reger: Toccata (d-moll) og fúga, D-dúr. Föstudaginn 5. nóv. Joh. Seb. Bach: Prelúdía og fúga, Es-dúr. Sálmaforleikur: Jesú Kristi, þig kalla’ ég á. Fantasia og fúga, g-moll. Sálmaforleikur: Vakna, Síons verðir kalla. Toccata og fúga, d-moll. Föstudaginn 26. nóv. César Franck: Choral pour grand Orgue nr. 3, a-moll. Enrico Bossi: Invocazione, g-moll. J. Bonnet: Variations de Concert. Jón Nordal: Sálmaforleikur: Kær Jesú Kristi. Páll ísólfsson: Passacaglia, f-moll. Föstudaginn 17. des. Joh. Seb. Bach: Prelúdía og fúga, C-dúr. Prelúdía og fúga, B-dúr. Sámaforleikur: Ofan af himnum hér kom ég. Fantasia, G-dúr. Pastorale, F-dúr. Prelúdía og fúga, G-dúr. Það er oft talað um, að orgelið hafi glatað vinsæld- um sínum, og nöldrunarsjúkir svartsynismenn hafa kveðið upp þann dóm, að unga fólkið sé spilt af skemmtanafýkn og jazzi, og vilji ekki sjá klassiska tónlist, a. m. k. ekk orgeltónlist, enn á orgeltónleikum dr. Páls Isólfssonar brá svo einkennilega við, að 14 MUSICA

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.