Musica - 01.03.1949, Side 18

Musica - 01.03.1949, Side 18
M'ikl'ir tónsnillingar VIII.: Arturo Tosconini Það er æfing hjá sinfóníuhljómsveit New York borgar, tónlistarmennirnir eru að stemma og tala saman og æfingarsalurinn hljómar eins og fuglabjarg, enn allt í einu þagnar allur hávaðinn, það verður grafarkyrrð og inn gengur, sá maður er hljóðfæra- leikararnir óttast mezt af öllum, enn virða þó meir enn nokkurn annan, Arturo Toscanini, mezti hljóm- sveitarstjóri sem uppi hefir verið, maðurinn sem aldrei ér ánægður með leik hljómsveitanna, maðurinn sem stefnir að því ómögulega, og hvers hrós nægir til að skapa listamanni heimsfrægð á svipstundu. Hann slær í púltið sem hann stendur við og „Partítúrinn" liggur óopnaður fyrir framan hann, og er hljómsveitin hefur leik sinn opnar hann ekki „Partitúrinn" hann þarf þess ekki, hinir níu sinfóníur Beethovens og söngleikir Verdis t. d. kann hann utan að til hlítar og . . . nei augnablik nú slær Toscanini af „Herrar mínir“ segir meistarinn „það var áherzla í brötschunum, sem ekki á að vera“. „Enn það stendur í nótunum" segir konsertmeistar- inn. Hægt opnar Toscanini „partitúrinn“ og ber hann upp að nærsynum augunum og segir „Þetta er mis- skilningur hjá yður herrar mínir það er enginn áherzla hér i parítúrnum". Enn daginn eftir kemur Toscanini með eldri „partítúr" af verkinu og segir „Þér höfðuð rétt fyrir yður herrar mínir, áherzlan átti að vera, enn í hinni nýrri útgáfu sem ég hafði með mér í gær, hafði gleymzt að innfæra "hana“. Það er ekki nóg með, að Toscanini þekki hina gömlu meistara til hlítar, heldur hefir hann stjórnað frumuppfærzlum margra verka hinna nýrri tónskálda t. d. 2. og 7. sinfóníu Schostakowitsch, „Rhapsodie in lilue“ eftir Gershwin með Benny Goodman sem einleikara auk verka eftir Stravinsky. Stravinsky segir um Toscanini í endurminningum sínum „Toscan- ini hefir ótrúlegt minni, enginn hlutur fer fram hjá honum, ég 'hefi aldrei hjá neinum hljómsveitar- stjóra fyrirhitt slíka sjálfsafneitun, slíkan listrænan heiðarleik og samviskusemi". Þrátt fyrir að Toscanini stjórni hinum nýrri tón- smíðum með hinni venjulegu snilli sinni, segir hann þó, að hann taki hina gömlu meistara fram yfir hina yngri, „Mér yngri menn eiga að stjórna verkum nýju tónskáldanna" segir meistarinn ávalt. Það er sagt að tónlistarmennirnir séu ofsalega hræddir við Toscanini, enn þeir virða hann meir enn nokkurn annan mann því að Toscanini gagn- rýnir aldrei að óþörfu, og gagnrýni hans er svo vel uppbyggð, að allir verða að beygja sig fyrir henni með aðdáun og undrun. A æfingum hjá Toscanini kemur það iðulega fyrir að hann svívirði hljóðfæraleikaran á grófasta hátt, hann kastar stólum og brýtur fjölda taktstokka, stund- um kastar hann sér á hné fyrir framan hljómsveitina og grátbiður þá „Gefið þér mér nú píanissimo, herrar mínir, í guðs bænum, píanissímo", og þessi bæn endar 1 8 MUSICA

x

Musica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Musica
https://timarit.is/publication/725

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.