Musica - 01.03.1949, Qupperneq 23
ancl um húsaskjól um nóttina, og sýnir honum jafn-
framt nokkrar þeirra gersema sem hann hefir um
borð í skipi sínu, jafnframt spyr hann Daland um
hvort hann eigi dóttur, og er Daland játar því, spyr
Hollendingurinn hvort Daland vilji gifta honum
dóttur sína, og Daland sem hefir ekkert á móti að
eignast svo ríkann tengdason, bindur það þegar fast-
mælum.
Skömmu síðar slotar veðrinu, og Daland og Holl-
endingurinn sigla af stað heim á leið.
2. þáttur.
I stórstofunni í húsi Dalans sitja stúlkurnar og
spinna og syngja fjöruga söngva, aðeins Senta er
fálát, hún horfir án afláts á mynd af Hollendingnum
fljúgandi sem hangir þar á vegg.
Ur 2. þœtti.
Stúlkurnar stríða henni, enn Mary fóstra hennar
álasar henni fyrir að vera of afskiftalaus við hinn
trygga biðil hennar, veiðimanninn Erik.
Enn Seta getur aðeins hugsað um myndina af hin-
um óhamingjusama manni sem hefir haft svo mikil
áhrif á hana, og biður Mary að syngja sönginn um
Hollendinginn fljúgandi, enn er Mary neitar því, gerir
Senta það sjálf:
Dcemi:
Stúlkurnar verða mjög hrærðar við söng Sentu,
enn hún fellur í ljúfa drauma, og finnst að hún eigi
að frelsa hinn óhamingjusama útlaga undan álaga
dómnum.
Þetta heyrir Erik sem í þessu kemur inn, og verður
hræddur og reiður yfir þessum hugaburði Sentu, enn
segir þeim að Daland sé á leiðinni á skipi sínu, og
er stúlkurnar þjóta út, álasar hann Sentu fyrir að
sitja alltaf fyrir framan myndina og hugsa aldrei um
hann, og segir henni, að sig hafi dreymt, að Daland
hafi komið með ókunnugan mann til húss sins, og
hafi sá hinn ókunnugi haft Sentu á brott með sér
á skipi sínu.
Senta tekur þessu sem góðurn fyrirboða og bíður
í eftirvæntingu komu föður síns, enn hinn óhamingju-
sami Erik sem sér alla von hverfa þvtur í burtu.
Þá opnast hurðin og faðir Sentu stendur fyrir utan
ásamt manni sem hún þekkir sem hin sama og á
myndinni.
Daland segir henni nú frá bónorði hins ókunnuga
manns, og lýsir mjög auðæfum þeim er hann á.
Senta hlustar tæplega á hann, hún horfir á hinn
ókunna mann, sem væri hún dáleidd, og þegar enginn
segir neitt, fer Daland úr herberginu og skilur Sentu
og Hollendinginn eftir.
Hollendingurinn og Senta horfast í augu langa hríð,
og svo fallast þau í faðma og skiftast á heitum ástar-
orðum.
Hollendingurinn aðvarar Sentu við örlögum þeim
sem henni séu 'búin, enn Senta sver honum tryggð
til dauðadags, og Hollendingurinn biður til himins
um að Senta sé sú sem eigi að frelsa hann undan
hinum illu álögurn.
Daland kemur inn og sér, sér til mikiilár ánægju, að
samningar hafa tekist með ágætum.
3. þáttur.
Hjá ströndinni liggja skip, Dalands og Hollend-
inigsinis fljúgandi hllið við hlið.
A skipi Dalands er mikið fjör og þegar stúlkurnar
koma með vín, vex kætin.
Skip Hollendingsins liggur aftur á móti sveipað
myrkri, enn er norðmennirnir taka að kalla hæðnislega
til hollendinganna, færist brátt líf í áhöfnina og hún
hefir upp óhugnanlegan söng og vindurinn tekur að
blása í seglin. Norðmennirnir verða ofsahræddir og
flýja undir dekk, enn skipshöfn álagaskipsins rekur
upp hæðnishlátur og hverfur.
Nú kemur Senta út úr húsinu í fylgd Eriks, sem
ásakar hana fyrir að hafa svikið sig, Senta segist aldrei
hafa lofað honum neinu. Þá kemur Hollendingurinn
fram á sjónarsviðið, hann hefur hlustað á það er fór
á milli Sentu og Eriks og hann skipar skipshöfn
sinni að draga segl að hún, því hann heldur að Senta
MUSICA 23