Musica - 01.03.1949, Blaðsíða 25

Musica - 01.03.1949, Blaðsíða 25
johan Cristian. themans er ólíkt athyglisverðari enn themað sjálft sem er lítilfjörlegt í meira lagi. ÆjiloI{ og síöustu ver\. Er Bach dó, var aðeins lítill hluti verka hans kom- inn út, tvö eða þrjú lítil hefti enn engin af fiðlusónöt- um hans, toccötum, fantasíum, kóraLforleikjum, kons- ertum eða variationum voru enn komin út, það beið seinni tíma. Hin smásálarlega gagnrýni og og illgirni er Bach átti að mæta, gerðu að verkum, að hann dró sig meira og meira tilbaka, enn heimilishamingja hans gerði honum mögulegt að standast alla þá illgirni er varð á vegi hans. Með fyrri konu sinni Maríu Barböru átti hann barnaflok auk þeirra barna er hann eignaðist með seinni konu sinni Onnu Magdalenu, og öll voru þessi börn tónelsk, honum til mikils unaðar. Það er sjald- gæft að miklir Snil'lingar eignrst gáfuð börn, en meðal 'barna Bach skara þrír sona hans framúr, þótt þeir verði ávalt í skugga föður sins, voru þeir miklir tónlistarmenn. Þessir þrír synir hétu Wilhelm Friedman og Philip Emanuel úr fyrra hjónabandi og Jóhan Christian úr því síðara. Wilhelm Friedman Bach var mestur þeirra bræðra og eftirlæti föður síns. Arið 1749 fékk Bach slag og tapaði þá sjóninni. enn enskur augnlæknir er var á ferðinni skar hann Philify Emanuel. upp svo hann fékk sjónina aftur, nægilega snemma til að sjá þá er hann elskaði, áður enn hann legði í ferð þá hina löngu er allir eiga eftir að fara, enn Bach hræddist ekki dauðann hann hafði lofsungið dauðann, samið um hann ódauðleg tónverk og með bros á brá lokaði hinn mikli meistari hinum þreyttu augum, eftir gott dagsverk, eftir að hafa gefið mann- kyninu fjársjóði sem eru ómetanlegir, fjársjóðir sem hvorki möl né ryð fá grandað. Sunnukórinn á ísafirði Sunnukórinn á Isafirði er 15 ára. Kórinn hefir hald- ið uppi fjölbreyttustu starfsemi alt frá stofnun sinni, m. a. gengist fyrir uppfærslu tveggja óperettna á ísafirði. Hann hefur einnig farið söngför hingað til Reykja- víkur og getið sér gott orð. Á Isafirði hefir hann haldið fjölda opinberra hljómleika og sungið við mörg tækifæri. Jónas Tómasson tónskáld hefir frá upphafi verið söngstjóri kórsins. Kórinn ráðgerir í sumar söngför til Norðurlands, Akureyrar o. fl. staða. Að henni lokinni hefir Jónas Tómasson í hyggju að láta af söngstjórn 'hans og mun Ragnar H. Ragnar, sem ný- lega hefir verið ráðinn kennari, Tónlistarskólans á Isafirði, þá taka við henni. Ohætt er að fullvrða að Sunnukórinn sé meðal fremstu blandaðra kóra hér á landi. MUSICA 25

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.