Musica - 01.03.1949, Page 26

Musica - 01.03.1949, Page 26
Hvernig verða tónverkin til? Eftir austurríska gagnrýnandann Max Graf. „Hvernig verða tónverkin til?“, spyrja raargir þeirra er hugsa alvarlega um sköpun tónverkanna, hvernig „kemur andinn yfir“ tónskáldin, þarf sérstakt „and- rúmsloft" að vera í kringum þaur Max Graf sýnir í þessari grein, með nokkrum ljósum dæmum, á hvern hátt „Andinn hefir komið yfir nokkur þekkt tón- skáld“ á skemmtilegan og fróðlegan hátt. Þjáningar, gleði, hamingja eða óhamingja er orsök margra þeirra tónverka sem samin hafa verið. Tónarnlr myndast, enn falla svo í gleymsku aftur, enn undirvitundin heldur áfram starfi sínu ótrufluð, þar til kraftur tónanna og fullkomnun er orðin svo mikið, að tónaflóðið brýst fram á hinum svo kallaða „skapandi augnabliki". Þetta á þó aðeins við hin stærri verk, minni verk og lög, geta orðið fullsköpuð á augnabliki. Goethe samdi t. d. oft kvæði í draumum sínum, og er hann vaknaði var kvæðið fullbúið, þá þaut hann að skrifborði sínu og skrifaði kvæðið niður með feiknahraða. Mozart var einnig afar fljótur að semja, og gat oft samið lög á augabragði. Einusinni hafði Mozart lofað konu Bernhard von Keess vinar síns, að semja fyrir hana lag, sem hún ætlaði svo að syngja á einkahljómleikum er hún ætlaði að halda heima hjá ‘sér. Mozart gleymd loforðinu, og þetta ákveðna kvöld sat hann á ölstofu í hópi kunn- ingja, er þjónn kom til hans, með skilaboð um að koma strax, þar sem hljómleikarnir væru byrjaðir. Mozart náði strax í nótnapappír og skrifaði niður lag, og frúin söng það æfingalaust með undirleik Mozarts. Þegar Mozart var í Prag 1787 hafði hann lofað að semja nokkra dansa fyrir Pachta greifa, enn gleymdi loforði sínu, enn er hann kom til greifans um kvöldið, fékk hann lánaðan penna og blek, og samdi hljóm- sveitarraddirnar fyrir níu dansa. Schubert átti líka til að koma með lögin fullbúin t. d. samdi hann „Morgunsönginn“ á veitingahúsi, eins var „Erlkoenig" til á einu kvöldi, eftir að Schubert hafði lesið kvæðið. Beethoven lét aftur á móti undirvitundina vinna fyrir sig, og oft má sjá í uppkastabók hans thema og löngu síðar viðbæti og enn eftir langan tíma fór hann loks að vinna úr þessum efnivið. Tónskáldin geta verið að vinna, lesa, eða skemmta sér, enn undirvit- undin vinnur ávalt, og fyrr eða síðar kemur árangur- inn i ljós. Ridhard Strauss segir t. d. „Þegar ég hefi samið eithvað thema, læt ég það oft eiga sig í lengri tíma, enn þegar ég tek til að vinna við það aftur, finn ég að eithvað í mér, hefir unnið að því“. Mozart gekk sérstaklega vel að semja, er hann var úti í nátturinni, og hann samdi Don Giovanni, uppi í sveit í Tékkóslóvakíu, og Töfra'flautan er samin undir birkitrjám og blómaskrúði Kahlenberg. Richard Strauss og Igor Stravinsky geta aðeins samið á vorin og sumrin, á vcturna liggur gáfa þeirra í dvala, þrátt fyrir að undirvitundin vinnur áfram af fullum krafti. Það er mikill munur á verkum þeirra manna er vinna á daginn og þeirra er vinna um nætur, og ef vel er athugað kemur í ljós að hinir rómátízku lista- menn unnu allir um nætur, t. d. Strauss, Balzac, Debussy, enn aftur á móti unnu Beethoven, Haydn, Mozart og Wagner að degi til. Það er þrennt er hefir áhrif á tónmyndunina, litirnir (Stravinsky skrifaði ávalt, er hann var ungur, nóturnar í mismunandi litum, þannig að rissbók hans leit, ávalt út eins og Byzanskur dúkur) vorið, sólin, hin grænkandi jörð og hin milda kyrrð næturinnar. Þetta eru aðstæðurnar sem þarf til þess að fá tónmyndunina fram, enn undirvitundin hefir áður unnið sitt starf, undirvitundin sem hefir gert mögu- lega myndun frægustu tónsmíðanna, undirvitundin sem vinnur, meðan meistararnir sofa. 26 MUSICA

x

Musica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Musica
https://timarit.is/publication/725

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.