Musica - 01.03.1949, Blaðsíða 30
MOLÁR
Síðan Musica kom síðast út, hefir jazzinn mist tvo
af sínum beztu mönnum, Stan Hasselgard er fórst í
bílslysi í desember og Dave Though er dó eftir fárra
daga veikindi í janúar.
Hasselgard, átti að vera með hinni nýstofnuðu
hljómsveit Benny Goodman, og hafði B. G. tekið
miklu ástfóstri við þennan unga svía, auk þess sem
hann var kosinn þriðji bezti klarinettieikarinn í Down
Beat og Metronom kosningunum.
Var frægðarbraut Hasselgard óvenjuleg og er
mikill missir af honum.
Dave Though var 44 ára að aldri þegar hann dó,
og var álitinn einn af þrem beztu trommuleikurum
Bandaríkjanna, enda hafði hann leikið með flestum
af frægustu jazzhljómsveitunum þar.
Dave hafði verið heilsulítill, svo að dauði hans
kom ekki svo mjög á óvart.
Trommur:
1. Shelly Manne.
2. Sonny Greer.
3. Don Lamond.
Bassi:
1. Eddie Safranski.
2. Ghubby Jackson.
3. Oscar Pettiford.
Gítar:
1. Oscar Moore.
2. Ifilly Bauer.
3. Johnny West.
Utsetjarar:
1. Billy Strayhorn.
2. Pete Rugolo.
3. Sy Oliver.
Söngvari- með hljómsveit:
1. A1 Hibbler.
2. Buddy Stewart.
3. Jack Hunter.
Söngkona með hljómsveit:
1. June Christy.
2. Rosalind Patton.
3. Kay Davies.
Stan Kenton ætlar að lcera lœ\nisfrœði.
Stan Kenton hefir ákveðið að hætta hljómsveitar-
stjórn og hefja læknisfræðinám.
Kenton er eins og kunnugt er afar dutlungafullur,
og er þetta ekki í fyrsta sinn, er hann ákveður að.
hætta við hljómsveit sína, enn vinir hans segja að
honum sé alvara í þetta sinn.
Talið er að hljómsveitin muni halda áfram, undir
stjórn Pete Rugolo útsetjara Kentons eða einhvers
annars í hljómsveitinni.
Plötuverkfallinu hefur nú verið aflétt í Bandaríkjun-
um og er hljómsveitirnar nú önnum kafnar við að æfa
undir plötuupptökur.
Benny Goodman hefir nú stofnað nýja hljómsveit
og er hún þannig skipuð:.
Saxar: Mitchell Goldberg, Angelo Ciealesa, alto,
Wardell Gray, Eddie Wasserman, tenor, Larry
Moinelli, baritone.
Trumpetar: Nick Travis, Doug Mettorme, Howard
Reich, Al. Stewart.
Trombone: Milt Bernhart, Eddie Bert, George
Monte.
Buddy Greco píano, Frank ifeecher gítar, Clyde
Lombardi bassi og Sonny Igoe trommur.
Söngvarar: Terry Swope, Greco og Goodman
quintettinn.
Útsetjarar: Jerry Valentine og Chico O. Farrell.
Benny Goodman clarinett og stjórnandi.
Amerísku blöðin segja að það borgi sig að fara
150 mílur til að hlusta á hljómsveitina.
Við vonum að minnsta kosti að hún sé betri enn
sú fyrri.
Hinn frægi Bongo trommuleikari með Gillespie
Chany Pozo var drepinn á bar einum í Harlem af
náunga einum sem skaut að honum 7 skotum.
Kathleen Windsor skáldkonan fræga er nú gengin
í fylkingu fyrverandi eiginkvenna Artie Shaw, enn
hún fékk fyrir skömmu skiinað eftir fjóra og háifrar-
mínútu réttarhald, enn konur Artie Shaw hingað til
hafa verið þessar:
Lana Turner, Ava Gardner, Betty Kern, Jane Carns,
Margaret Allen og nú að síðustu Kathleen Windsor,
nú bíða blöðin í Bandaríkjúnum með óþreyju eftir
hver verði no. sjö.
30 MUSICA