Útvarpstíðindi - 16.02.1948, Side 20

Útvarpstíðindi - 16.02.1948, Side 20
68 ÍJTVAHPSTlÐINDI Snilldarverkiö um hrakhðladrenginn hollenzka, 2. bindi, er komiö út. Uppeldisár Franz - Rottu eftir Piet Bafcker í þýðingu Vilhj. S. Vilhjálmssonar er komið í allar bókaverzlanir. Engin skáldsaga, sem komið hefur út í Evrópu á síðari árum hefur vakið eins mikið umtal og aðdáun og þetta stórvirki. Allir, sem hafa lesið fyrsta bindi þessarar sögu um umkomu- lausa mannsbarnið í hörðum heimi, en það kom út í haust hafa beðið með mikilli eftirvæntingu eftir framhaldinu. — Og nú er það komið. Fáar sögur eru eins spennandi og þessi skáldsaga, og engin, sem hér hefur komið út upp á síðkastið, á eins mikið erindi til almennings, Margir kunnir menn hafa ritað um fyrsta bindið, þar á meðal Jón Sigurðsson skólastjóri og Sigurður Magnússon lcennari og lögreglufulltrúi. — Báðir tel.ia þessa bók mikið og dásamlegt lista- verk. Mikla mannssögu og stórfenglega lýsingu á umkomuleysi og baráttu eins lítils mannsbarns við hörð örlög. Uppeldisárin er lýsing á viðhorfi drengsins gagnvart iðrun og hegningu. Þar sigrar hið góða og göfuga, sem býr í hverri manns- sál, en er átundum innibyrgt og fær ekki að þroskast upp til ljóss- ins vegna erfiðra ástæðna. Sagan um Franz litla, sem umhverfið gaf viðurnafnið „Rottan,“ hefur farið sigurför um allan heim. Og nú eyða Hollendingar stórfé til að kvikmynda hana. Munu kvikmyndahúsin hér nú þegar hafa gert tilraunir til að afla sér þessarar kvikmyndar. Kaupið og lesið söguna um baráttu mannsbarnsins umkomulausa við heiminn. Ykkur mun aldrei líða hún úr minni upp frá því. Helgafellsbók Garðastræti 17 . Aðalstræti 18 . Laugavegi 38 . Laugavegi 100 N.jálsgötu 6U . Baldursgötu 11 . Bækur og ritföng, Austurstræti 1

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.