Kristilegt stúdentablað - 01.12.1967, Blaðsíða 8

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1967, Blaðsíða 8
GÍSLI H. FRIÐGEIRSSON, eðlisfræðinemi: „HVAÐ ER ÞESSI HVITI MAÐU AÐ GERA HÉR?" Höfundur þcssarar greinar, Gísli H. Friðgeirsson, starfaði síðastliðið ár sem sjálfboðaliði á norskri kristniboðsstöð í Yavello í Suður-Eþíópíu. Yavello er aðeins um 100 km suðaustan við íslenzku kristniboðsstöðina í Konsó, er er þó í landi gerólíks þjóðflokks. Konsómenn eru akuryrkju- menn, en uinhverfis Yavello búa Bóranar, hjarðmenn, sem ekki sitja lengur en um það bil hálft ár um kyrrt á sama stað. Kristniboðsstarf meðal slíkra förumanna er ýmsum vandkvæðum bundið. Hér gefst íslenzkum les- endum kostur á að fylgjast með Gísla einn dag í starfi hans meðal hjarðmannanna. Næturvörðurinn liggur eins og lítið dökkt hrúgald uppi við lagerhúsvegginn. „Ég vil fá lán- að vasaljósið." Það kumrar í honum, og þegar hann kemur til sjálfs sín, lítur hann á mig undrunaraugum. „Hvað er kennarinn að gera á fætur fyr- ir sólarupprás?“ Það er ekki nema 15 mín. gangur út í Betsjú Seffer, en stígurinn er krókóttur og vasa- ljósið kemur sér vel. Hann er reyndar ágætis náungi nætur- vörðurinn okkar þrátt fyrir allt. Það má orða það þannig, að hann sofi eins og saklaust barn allar nætur. Enginn leikur er það að kom- ast inn um hliðin hér, og eng- inn skyldi voga sér að hundsa gerðið sjálft nema því aðeins, að hann væri fakír, sem hefði lítið annað gert en að sofa á nöglum. 1 hliðinu liggur stór þyrnigrein, og stofninn snýr inn. Enda þótt ná mætti taki einhvers staðar án þess að stinga sig mikið og toga í grein- ina, þá mundi hún gliðna út og spyrna eins og margar hendur í umverfið. Það kemur sér því vel að hafa langan staf í hendi og stjaka greininni inn á við. Ég fullvissa mig um, að ég sé á rétt- um stað. Hér er þreskivöllurinn, þar sem uxarnir ganga hring eftir hring allan daginn og mylja kornið úr axinu. Og hér er húsið. Eg ber varlega á gluggann. Tolossa er að einu leyti furðu- fugl. Hann hefur liðað hár en ekki hrokkið og líkist því Evr- ópumanni. Er hann grunaður um að gera þetta sjálfur með lagningu. Hvað sem því líður, þá breytir það ekki því, að Tol- ossa er prýðispiltur. Hann sér um heimili móður sinnar af um- hyggju, hann er þýður í sam- starfi við kennsluna, og svo kom hann að máli við mig um dag- inn og bauðst til að fara með mér, þegar ég vildi í prédikun- arferð. Héraðslæknirinn er norskur. Hann gisti hjá okkur í nótt, og nú heldur hann áfram ferð sinni nákvæmlega kl. 6. Hann ætlar að huga að sjúkraskýli, sem er u. þ. b. 100 km í vestri. Við sit- um í bílnum fyrstu 15 km. Veg- urinn er grýttur og Landrover- inn sniglast áfram. Oft hef ég heyrt eþíópsku fé- lagana minnast á Areri. Þeir tala um það sem undursamleg- an, já, nærri því helgan stað. Þar sprettur upp úr stórri sprungu silfurtært vatn. Vatn — hvílíkt töfraorð nú í versta 8 KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.