Kristilegt stúdentablað - 01.12.1967, Blaðsíða 20

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1967, Blaðsíða 20
BJARNI E. GUÐLEIFSSON, cand. agron.: Á KRISTILEGU STÚDENTAHEIMILI í NOREGI Osló í febrúarmánuði 1967. Allþykkt snjólag þekur götur þessarar 400 þús. manna borg- ar, og er á fjölförnustu stræt- unum orðið að hálfgerðu leið- indaslapi. Á húsþökunum liggur snjórinn hins vegar óhrærður sem bómullarbreiða og gefur þunglamalegum húsunum virðu- legan blæ. Það er orðið áliðið dags, birtu tekið að bregða, er ég stíg af strætisvagninum á leið heim úr háskólanum. Iklæddur gæru- úlpu frá vinnufatagerðinni, með skólatöskuna undir annarri hendinni og innkaupapoka í hinni tek ég stefnu á allháa byggða hæð. Eftir 5 mínútna gang upp brattann er ég kom- inn upp á hæðina, og við mér blasir hverfi með gömlum og nýlegum húsum. „Fjellhaug skuler og studentheim" stendur á bláu skilti framundan. Fjellhaug hefur nú um hálfr- ar aldar skeið verið miðstöð á- hrifamikils, kristilegs skóla- starfs, sem Norska lútherska kristniboðssambandið rekur. Þar hefur Sambandið undirbú- ið kristniboðana fyrir vanda- samt ævistarf, þegar þeir fara út til heiðingjanna. Enn í dag er kristniboðsskólinn þunga- miðja starfsins á Fjellhaug. Annar skóli, sem einnig hef- ur verið þarna í nær 50 ár, er Biblíuskólinn. Þangað kemur fólk hvaðanæfa að úr landinu, já jafnvel frá fjarlægum eyj- um Atlantshafsins, og dvelst yf- ir veturinn niðursokkið í að rannsaka Ritninguna í góðu samfélagi undir handleiðslu dugandi manna. Margur ungl- ingurinn hefur að fenginni reynslu í biblíuskóla snúið al't- ur til heimahaga og orðið nýtur hermaður í ríki Guðs. Einn þáttur enn mótar sam- félagið á Fjellhaug, en það eru kristniboðar, sem dveljast um stundarsakir heima í Noregi í hvíldarleyfi. Nýbyggð, stór tveggjaálmu steinbygging dregur strax að sér athygli manns, þegar komið er upp á Fjellhaug. I annarri álmunni eru kennslustofur kristniboðs- og Biblíuskólans, svo og stór leikfimis- og sam- komusalur. Hin álman er sjálft stúdentaheimilið, rúmlega 200 herbergi ætluð námsmönnum. Það eru ekki margir á stjái útivið er ég kem heim þetta kvöld, sennilega flestir inni að borða. Einn kennarinn er að skipta um dekk á „Fólksvagn- inum“ sínum með aðstoð ungs sonar. Inni í anddyri stúdenta- heimilisins er nokkur hópur stúdenta að ræða urn allt og ekkert. Þeir hafa sennilega brugðið sér niður, er þeir voru orðnir þreyttir á lestrinum, eða tekið sér lestrarhvíld eftir mat- inn. Eg hef verið í skólanum frá því snemma í morgun, og það fyrsta, sem maður gerir, er heim kemur, er alltaf að líta í póstkassann. — Ekkert bréf. Dálítil vonbrigði, en ég reyni þó að láta ekki á því bera. Ein- kennilegt er það, að maður von- 20 KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.