Kristilegt stúdentablað - 01.12.1967, Blaðsíða 25

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1967, Blaðsíða 25
á brattann upp að stíflunni. Hádegisverður var framreiddur og borðaður af beztu lyst, um leið og þeir sleiktu sólskinið. Þeir fengu sér að drekka úr uppsprettum hinnar frægu Siru- vani-ár. Og eftir að hafa þreytt nokkrar íþrótt- ir á bökkum árinnar, héldu þeir aftur til sælu- hússins, ekki til að hvíla sig heldur til að hlusta á Muthw segja nokkur orð með sinni hljómmiklu rödd. Eftir að hafa þakkað áheyrendum sínum fyr- ir skemmtunina í hinni ströngu göngu þá fyrr um daginn, sneri Muthw máli sínu að þeim at- burðum, sem flestir voru næstum búnir að gleyma, nefnilega árásum blóðsuganna. En ræðumaðurinn hreyfði þessu máli til þess að nota það sem táknmynd á alveg sérstakan hátt. Eins og blóðsugurnar hafa tamið sér þann hvimleiða ávana að laumast innan klæða á fólk og sjúga út lífsvökva þess, þannig, sagði ræðu- maðurinn, að sér virtist syndin læðast inn í sál sérhvers manns og umturna henni, unz hún virðist alveg dauð. Klæðist hverju sem þið vilj- ið, fallegum fötum eða traustum hlífðarbún- ingi, blóðsugurnar finna alltaf einhverja smugu. „Hafið þið ekki fundið syndina naga innifyrir“, sagði Muthw, „þegar þið reynið að dyljast með góðu siðferði á yfirborðinu ?“ Mað- ur verður ekki oft var við syndina inni fyrir, einkum ef maður er búinn gallalausri hegðun: þannig finnur maður með vandaðan fótabún- að heldur ekki, hvað er að gerast þar innundir. En hvort sem við verðum syndarinnar varir eða ekki, er hún samt sem áður að verki við að sjúga lífsandann úr sálinni. Samkvæmt orð- um hinnar fornu miklu bókar hlýtur syndug sál að deyja, það er að segja að vera aðskilin frá Guði um eilífð. Er nokkur leið að komast hjá slíkum hörm- ungum? Vissulega ekki með eigin mætti. Það mundi líkjast því að rífa blóðsugurnar burt með handafli, en þá streymir blóðið út úr sár- inu til tjóns. Manni gat skilizt, að ræðumaður- inn hefði sjálfur reynt áður að bæta siðgæði sitt í eigin mætti, unz hann varð að viðurkenna, að inni fyrir bjó hann ekki yfir neinu því afli, sem gæti yfirbugað syndina. En sú stund hafði runnið upp í lífi hans, að hann hafði lært, að Jesús hefur heitið að leysa þjáða menn úr viðj- um syndarinnar og undan dómi og sekt henn- ar, aðeins ef menn treystu honum. Hann út- hellti blóði sínu á Golgata til syndafyrirgefn- ingar. Þetta er algerlega óskiljanlegt, en þetta er satt, en þannig var einnig um það ráð, sem þeir höfðu notað til að losna við blóðsugurnar. Það mætti segja þetta þannig, að blóðsug- urnar voru ekkert hrifnar af sítrónusafanum eða bragði hans. Eins er það, þegar Kristur fær að ríkja í hjartanu fyrir trú, þá getur syndin ekki þrifizt þar. Eina muninn á þessu tvennu sagði ræðumaðurinn vera, að ef til vill fyndust ýmis önnur ráð til að losna við blóð- sugurnar, en ekki til að losa við syndina, það gerir Kristur einn. Ræðumaðurinn óttaðist, að þeir væru margir í heiminum, sem ekki hefðu skilið Jesúm Krist fyllilega og tilgang hans. Margir álíta hann vera aðeins mikinn siðapost- ula en láist að athuga, að hann er uppspretta alls hins góða. Ef menn vilja kynnast nánar þessum dásamlega Jesú, fengu áheyrendurnir að heyra, skyldu þeir lesa nokkrar af frásög- unum, sem varðveittar væru fyrir okkur í Nýja-testamentinu. Þeir gætu haft samband við skrifstofu Kristilega stúdentafélagsins, ef þeir ættu ekki eintak af þessari dýrðlegu litlu bók. „Lesið hana á sama hátt og venjulegar bækur, og það mun ekki fara fram hjá ykkur, að Jesús var ekki aðeins maður. Ykkur munu ef til vill koma á óvart ýmsar þær kröfur, sem hann gerði, en þið munuð einnig komast að raun um, hvort þær voru á rökum reistar eða ekki.“ Og þegar Muthw hafði borið fram þessa áskor- un hljómmikilli röddu, tók hann Jóhannesar- guðspjall upp úr vasa sínum og las þetta inni- haldsríka vers: „Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki heldur hafi eilíft líf.“ Jesús kom í heiminn til þess að útrýma syndinni úr lífi okkar, hélt hann áfram, og sér- hver sá, sem vill hagnýta sér þetta einstæða hjálparmeðal, getur tekið á móti Kristi í trú og öðlast fullvissu um fyrirgefningu syndanna og sigur í lífi sínu. Þessi ræða tók ekki nema nokkrar mínútur. En hver veit, hvaða eilífðargildi hún hefur haft fyrir þá, sem á hlýddu? Þannig voru hugsanir vina Muthw’s, þegar þeir gengu niður hlíð- arnar í geislaglóð kvöldsólarinnar. KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ 25

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.