Kristilegt stúdentablað - 01.12.1967, Blaðsíða 16

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1967, Blaðsíða 16
gegn vilja og ákvörðun Skaparans. Eðli Guðs er að vera öðrum allt. Og sjálf náttúran ber því vitni. Ekkert tré ber ávöxt sjálfs sín vegna. Sólin skín ekki fyrir sjálfa sig, regnið fellur ekki til eigin þarfa. Það er maðurinn einn, að frátöldum djöflinum, sem í öllu leitar síns eig- in. Og þetta mótar líka trú mannsins og sið- ferði, líka siðfi’æði kirkjunnar. Það var sú sann- færing, sem lá til grundvallar fyrir baráttu Lúthers gegn siðfræði páfakirkjunnar. Trúar- lífið, guðræknin, breytnin — þetta var, að skoðun hans, ekkert annað en dulbúin sjálfs- elska og eigingirni. Af hverju leita menn Guðs? Af hverju vilja menn hlýða honum, þjóna hon- um? Er það hans vegna? Nei, því miður, menn gera það sjálfs sín vegna. Menn gera ekki hið góða vegna þess, að það er gott, ekki vegna lotningar eða ástar á hinu góða sem slíku, held- ur af því, að það hefur gott í för með sér. Lúther studdist ekki í þessum úrskurði við alþýðlegar skoðanir, hann hafði dæmin fyrir sér hjá mikils háttar trúfræðingum og siðfræðingum. Hann þekkti siðfræði Aristóteless og áhrif hans á mið- aldakirkjuna. Og hann hefði ekki þurft að end- urskoða þennan úrskurð, þótt hann hefði þekkt sögu siðfræðinnar síðar, ekki heldur, þótt hann hefði þekkt Immanuel Kant, sem komizt hefur þó næst því allra heimspekinga að líta á hið góða, hina góðu breytni, dyggðina, sem takmark í sjálfu sér, án tillits til góðra afleiðinga. Það var þessi aumi blettur hinnar náttúrlegu trúar- og siðgæðisafstöðu, sem Lúther þrýsti á, studd- ur af innsýn sinni inn í kjarnaboðskap Nýja testamentisins. Maðurinn lítur hvorki á Guð né dyggðina sem takmark í sjálfu sér, takmark- ið er sælan, sem á eftir fer, jarðnesk sæld, að því er Aristóteles kenndi, himnesk sæla að kenningu hins mikla guðfræðings, Thomasar frá Aquinum. M. ö. o.: Hin góða breytni, sem kirkjan brýndi fyrir mönnum, hafði þann til- gang að ávinna himneskar hagsbætur. Um þetta segir Lúther: „Jafnvel í himninum leita þeir síns eigin og eigin ávinnings." Hvers eðl- is eru þau verk, sem af slíkum huga eru sprott- in? Þau eru ekkert annað en sýningar, eigin- gjarn útreikningur. Slík verk eru dauð, einskis verð í siðrænu tilliti, verzlunarvara, sem ekki gildir á markaði Guðs. Trúin, sú trú, sem frelsar, er ný afstaða til Guðs og þar með til alls annars. Rétt grund- vallarafstaða. Augun opnast. Lífið, tilfinning og vilji, fær sitt rétta mið, Guð, hann yfir- skyggir eiginhyggjuna, hugurinn hættir hinu sjúka hringsóli um þennan dauða punkt, sem heitir ég og mitt. Þá fyrst, þegar slíkt hefur skeð, hattar fyrir innri skilyrðum þeirrar breytni, sem geti talizt góð í raun og veru. Þeir, sem lifa að lögum þeirra skilyrða, „þjóna Guði“, segir Lúther, „hans vegna aðeins og ekki vegna himinsins eða neinna stundlegra gæða. Enda þótt þeir vissu, að enginn himinn væri til og ekkert helvíti og engin umbun, þá myndu þeir samt þjóna Guði vegna þess, að þeir elska hann.“ III. Siðfræði kirkjunnar mótaðist af sjálfhverfu streði við að bjarga sér inn í himininn. Fram- ar varð ekki farið í guðleysi, taldi Lúther, þeg- ar jafnvel Guð sjálfur og vilji hans varð verk- færi til ávinnings. Ludvig Feuerbach, hinn skarpi niðurrifsmaður trúarbragðanna á síð- ustu öld, taldi, að trúin væri óskadraumur mannsins, hamingjudraumur sjálfselskunnar á villigötum — og bæri þess vegna dauðann í sér. Lúther beitti hina röngu trúar- og siðgæðisaf- stöðu svipaðri ganrýni langt á undan Feuer- bach, raunar á miklu róttækari og markvísari hátt. Hver, sem vill bjarga lífi sínu, mun týna því, sagði höfundur kristindómsins forðum. Fæstir skildu betur, hve mikið felst í þessum orðum, en Lúther. Meðan þú snýst um sjálfan þig, ferðu í hring, það gildir einu, hve hátt þú horfir, hve háleitt takmark þú setur síngirn- inni á yfirborðinu. Þeir sáu lengra en nef náði, bæði Lúther og Páll postuli, þegar þeir héldu því fram, að lögmál og lögmálsverk geti engan mann frelsað. Hvað er lögmál? Boð og bönn. Það hótar með refsingu, það heitir umbun. Hvort tveggja skírskotar til sjálfselskunnar. Lögmálsbundin trúrækni verður óhjákvæmi- lega sjálfhverf (egocentrísk). Vilji, sem er vak- inn og hvattur af ótta við hegningu, er þræls- lundaður, kúgaður, sá, sem lokkast af von um laun, er keyptur. Verk, sem sprottin eru af slíkum hvötum, eru ekki góð í þeim skilningi, að þau séu hjálpsamleg fyrir sál þess manns, sem vinnur þau, þótt þau hafi sína miklu þýð- 16 KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.