Kristilegt stúdentablað - 01.12.1967, Blaðsíða 21

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1967, Blaðsíða 21
ast alltaf eftir að fá 50 sinnum fleiri bréf en maður nennir að skrifa sjálfur. Á veggnum blasa við auglýsingar um málfundi, samkomur og biblíulestra, sem fram eiga að fara á Fjellhaug á næstunni. Alltaf er eitthvað um að vera. Uppi á 3. hæð geng ég inn eftir löngum, gljábónuðum ganginum í átt að herbergi númer 322, herberginu, sem ég bý í ásamt norskum læknastúd- ent. Hann er kominn heim og hefur fengið sér lítinn blund, með útvarpsþulinn kyrjandi fréttir fullum hálsi og gluggann opinn upp á gátt. Stór dagstofa, lestrarsalur og sjónvarpsherbergi verða að telj- ast til mestu þæginda á stúd- entaheimilinu. Annars eru ein- göngu tveggja manna herbergi, og búa piltar á þrem neðri hæð- unum og stúlkur á þeirri efstu. Auk herbergjanna eru svo fjór- ar íbúðir ætlaðar giftum stúd- entum. öll herbergin eru eins. Þar er allt það nauðsynlegasta og engu ofaukið. Plássið er fremur takmarkað, og alltaf fylgir svolítið ófrelsi því að búa í tveggja manna herbergi. Flest- ir, þó ekki allir, hafa komið sér mjög snyrtilega fyrir. Tólf herbergi hafa sameigin- lea stórt eldhús, og er þar t. d. sérstakur kæliskápur fyrir hvert herbergi. Þarna býðst hverjum og einum tækifæri til að standa í sinni eigin matseld sjálfur. 1 eldhúsinu reynir veru- lega á húsmóðurlega eiginleika hvers og eins. Sumir þjást við að þurfa að standa í þessu. Þeir láta sér nægja „corn flakes“ eða blásið hveiti með mjólk og sykri í alla mata alla daga. Hins veg- ar blómstra aðrir í öllu sínu veldi á eldhúsgólfinu. Þeir leika við hvern sinn fingur, baka pönnukökur, steikja fisk og búa til grauta og súpur af frábærri list. Framh. á bls. 23. Fjellhaug. kristilegt STÚDENTABLAÐ 21

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.