Kristilegt stúdentablað - 01.12.1967, Blaðsíða 27

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1967, Blaðsíða 27
kirkjuna. En andstæðingar hans gátu ekki þag- að, heldur héldu áfram að skrifa gegn honum. Þá stóðst Lúther auðvitað ekki mátið, og deil- urnar hófust á nýjan leik. Efnt var til rökræðna í borginni Leipzig ár- ið 1519 milli Lúthers og Dr. Eck. Þar veitti Lúther betur, en andstæðingum hans tókst það, sem þeir stefndu að, að fá hann til að tala af sér. 1 rökræðum um kenningaratriði vitnuðu þeir til ummæla páfa og samþykkta kirkju- þinga máli sínu til stuðnings. Þá neitaði Lúther að taka tillit til nokkurs annars en orða Biblí- unnar. Hún ein hefði úrskurðarvald um kenn- ingaratriði. Þar með komst Lúther í algera and- stöðu við kirkjuna, því að hér hróflaði hann við grundvallaratriðum í stjórn hennar. Varð nú ekki aftur snúið. Má með miklum rétti segja, að með málfundinum í Leipzig hafi siðbótin að fullu hafizt. Þaðan af varð ekki aftur snúið. Ég veit ekki, hvort mér hefur tekizt að draga fram helztu einkenni þessarar sögu. Hún sýn- ist vera svo full af „tilviljunum“, að furðu vek- ur. Hinir ytri atburðir og aðstæður eru slíkar, að hvað leiðir af öðru. En við þurfum ekki að undrast. Hér sjáum við aðeins örugga sönnun þess, að Guð var með í verki. Hann leysti hnút- ana. Hann undirbjó allt, svo að málefni hans fengi sigur. 1 sögu guðsríkis hér á jörð er ekk- ert tilviljunum háð. Allt á sinn tilgang. 1 fyll- ing tímans greip Guð inn í sögu okkar. Það er leyndardómurinn við alla siðbótarsöguna. Ef við viljum skilja hana til fulls, megum við hvorki lesa hana, sem almenna sögu eða póh- tíska sögu aðeins. Hún er hluti hjálpræðissög- unnar og sýnir, hvernig Guð er enn að tryggja framgang og sigur málefnis síns í mannheimi. Enn mætti halda áfram að rekja hið sama um siðbótina. Siðbótai'menn voru svo óendan- lega miklu fámennari og valdaminni en kirkjan og keisarinn. Hvers vegna voru þeir þá ekki ofurliði bornir? Oft virðist tilviljunin ein hafa bjargað. Þrátt fyrir allt vantreystu páfi og keisari hvor öðr- um. Þeir öfunduðu hvor annan. Hvorugur vildi að hinn yrði of voldugur. Þess vegna mistók- ust tilraunir þeirra til að brjóta hreyfingu Lúthers á bak aftur. Aðrar siðbótarhreyfingar á þeim sama tíma mistókust. Þær voru um of blandaðar pólitík og valdabaráttu einstakra þjóðhöfðingja og ríkja. Hreyfing Lúthers var hrein trúarhreyfing. Hann stóð fast gegn öll- um tilraunum til að draga hreyfingu sína inn í hin pólitísku átök. Þess vegna neitaði hann að semja við Zwingli. Hefðu þeir samningar tekizt, er hætt við, að sagan hefði farið á ann- an og verri veg. Samtök siðbótarmanna hefðu þá orðið það sterk, að keisari hefði strax beitt sér af alefli gegn þeim. Og hann var þá miklu voldugri. Hins vegar virtust samtök siðbótar- manna á Þýzkalandi aldrei vera svo sterk, að mikil hætta gæti stafað af þeim. Og loks þeg- ar átti að láta sverfa til stáls og útrýma sið- bótinni með vopnavaldi hafði hún náð að fest- ast svo í mannshjörtunum, að úr því var von- laust að uppræta hana með ofbeldi. Sigur henn- ar og framgangur var tryggður. Verk Guðs. Eg veit ekki, hvort mér hefur tekizt að sýna fram á með sjálfri siðbótarsögunni, hvernig allt bendir til Guðs. Sigurmöguleikarnir virt- ust engir, mannlega talað. Aftur og aftur virt- ist svo komið, að rómverska kirkjan ætti ekk- ert eftir nema það eitt að ganga af siðbótinni dauðri. En það tókst aldrei. Alltaf kom einhver „til- viljun“ til, sem breytti gangi atburðanna og sneri öllu henni í vil. Það var Guð, sem greip inn í. Lúther var hið útvalda verkfæri hans til KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ 27

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.