Kristilegt stúdentablað - 01.12.1967, Blaðsíða 24

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1967, Blaðsíða 24
ÁRÁS BLÓÐSUGANNA SAGA FRÁ INDLANDI Það var ekki nýtízku steinsteypt hraðbraut, sem langferðabíllinn geystist um, heldur gam- aldags rykbundinn malarvegur. Hinum almennu þorpsbúum varð starsýnt á bá sýn, sem blasti við þeim, þriflegur langferðabíll fullur af galsafengnum ungmennum, sem drattaðist á- fram með um 60 km hraða á klukkustund. Ef litið var í uppljómuð andlit þessara ungmenna, duldist ekki, að þeir tilheyrðu forréttindastétt í þjóðfélaginu — bræðralagi stúdenta. Þetta voi’u verkfræðinemar, en þeir voru ekki á leið í opinbera heimsókn til vatnsaflsstöðvanna við ána Sinuvani, þótt bíllinn virtist stefna í þá áttina. Þetta var skemmtiferð upp á tinda Sinuvani-fjallanna í Vestur-Ghats undirbúin af einum þeirra, þessum þarna með ljósa tref- ilinn og tindrandi augun. Hann gekk undir nafninu Muthw, og var virtur fyrir djarfmann- lega, en fágaða framkomu og mikla áræðni. Hann virtist njóta tilverunnar, og hvers vegna skyldi hann ekki gera það, þar sem hann vissi, að hann átti ljós lífsins hið innra með sér. Bíllinn stanzaði við rætur fjallanna. Og brátt voru piltarnir teknir að klifa fyrstu brekk- una kátari en nokkru sinni fyrr. Sólin var kom- in hátt á loft í allri sinni dýrð og jós af óþrjót- andi gnægtum orku sinnar jafnt yfir réttláta sem rangláta. Hinn gróskumikli skógargróður, sem þakti fjöllin, tindraði allur í sólarljóman- um. Og skógurinn endurómaði allur af söng; árniðurinn lék undir gáskafullan söng fugl- anna. Hópurinn hélt för sinni áfram eins hratt og þeir gátu, en höfðu þó augun opin fyrir feg- urð náttúrunnar og eyrun sperrt til að heyra hljómlist hennar. Við og við námu þeir staðar og dáðust að víðfemi sléttlendisins fyrir neðan þá. Það eina, sem gat varpað skugga á hrifn- ingu þeirra, var þegar blóðsugur skriðu inn í fótabúnað þeirra. Það var góð hugmynd hjá Muthw að hafa tekið með sér sítrónusafa, sem hann notaði í hvert sinn, sem það uppgötvað- ist, að blóðsuga hefði sogið sig fasta á holdið. Þetta lyf fékk blóðsugurnar til að losa sig og leggja á flótta, og hópurinn gat glaður í bragði haldið áfram upp í hæðirnar unz þeir náðu nýjum áningarstað, sem veitti þeim útsýni yf- ir Manchester Suður-lndlands og útborgir henn- ar. Áfram héldu þeir, hærra og hærra klifu þeir, og loks komu þeir auga á sæluhúsið. Þeir gripu til fótanna til að vita, hver þeirra yrði fyrstur þangað. Eftir að hafa fengið sér örlitla hressingu og þegar þeir voru í þann veginn að leggja af stað fá sæluhúsinu upp að stíflunni, þar sem þeir ætluðu sér að snæða hádegisverð, varð allt í einu uppi fótur og fit í hópnum. Einn félag- anna, sem sífellt hafði verið að hrasa á leið- inni upp, varð allt í einu skelfingu lostinn, þeg- ar hann fann þrjár óskammfeilnar blóðsugur að verki á fótum sér þrátt fyrir allan hans um- fangsmikla fótabúnað. Þær voru allar orðnar útþandar af blóði hans. Pilturinn var óttasleg- inn og enginn nærstaddra þorði að aðhafast neitt, svo ógnþrungið var útlit þessara lif- andi sníkjudýra. Muthw kom nú til skjalanna og var fljótur að átta sig á öllum aðstæðum. Hann dreypti örlitlum sítrónusafa á hverja blóðsugu fyrir sig, og ein eftir aðra losuðu þær sig og duttu til jarðar. Og þar sem enginn í hópnum hafði neinn áhuga á skordýrafræði, gerðu þeir út af við þær allar. Og jafnskjótt voru þær horfnar úr hugum þeirra; þeir lögðu 24 KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.