Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Blaðsíða 68
66
styrktar þurfandi sjóðfjelögum eða skylduliði þeirra
samkv. 8. og 9. gr. Auglýsir stjórnin ái'lega með
nægum fyrirvara, hvert og hvenær skuli senda um-
sóknir um styrk, og annast um útbýtingu fjárins.
Finni hún enga ástæðu til styrkveitinga, leggjast
vextirnir við höfuðstólinn.
18. gr.
Þegar sjóðurinn er orðinn það stór, að telja megi
hann nægilegan til að uppfylla skyldu sína sem eft-
irlaunasjóður fyrir viðkomandi sjóðfjelaga, skal
samin ný reglugjörð fyrir hann. Skal hún samþykt
á aðalfundi beggja fjelaganna. Náist eigi samkomu-
lag um einstök atriði, skulu þau lögð undir úrskurð
sjóðstjórnarinnar. Allar aðrar breytingar á reglu-
gjörð þessari, skulu því aðeins gildar, að þær sjeu
samþyktar af báðum fjelögunum.
19. gr.
Verði öðruhvoru fjelaginu slitið, fær hitt fult eign-
ar- og umráðavald yfir sjóðnum. Þó eiga ætíð þeir,
sem þá eru sjóðfjelagar, fulla kröfu á styrk, sam-
kvæmt reglugjörð þessari, á meðan þeir eru á lífi.
20. gr.
Hvort fjelag fyrir sig sendir sjóðstjóminni til-
kynningu um þá menn, er verða sjóðfjelagar á
stofndegi. Skal þar tilgreint nafn, staða og fjöldi
starfsára, svo og annað sem að gagni má verða. Á
sama hátt s'kulu fjelögin senda sjóðstjórninni til-
kynningu um alla þá, sem síðar verða sjóðfjelagar,