Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Blaðsíða 74
72
Það er því rangt hjá G. J. að 1. vjelstjóri hafi kraf-
ist þess, að skipinu væri siglt í höfn „í besta veðri“
af þessum ástæðum.
Skrúfuöxullinn.
6. atr. Samkvæmt umsögn skipstjóra, er það upp-
lýst, að ákveðið var af útgerðarmönnum skipsins, að
taka það í þurþví í Englandi og eftirlíta skrúfubún-
að þess, þar eð vírstrengur hafði flækst um skrúfu
skipsins í veiðiförinni á undan. Verður þetta að á-
lítast venjuleg öryggisráðstöfun samkv. kröfum
flokkunarfjelagsins, og hefir vjelstjórinn ekki haft
þar ákvörðunarrjett um. Hinsvegar verður að álít-
ast vítavert af 1. vjelstjóra, að hafa ekki haft það
mikla umsjón með viðgerðinni erlfndis, að hann
gæti gefið skýrslu um hana þegar heim var komið,
og er því ásökum G. J. hvað því viðvíkur rjettmæt.
Atvinnuskifting.
7. atr. Af ofanrituðu má álíta, að vantraust hr.
Gísla Jónssonar á hr. Guðm. Guðlaugsson hafi ekki
verið fyllilega að ástæðulausu, og þessvegna nokkur
vorkun þó hann vildi tryggja sjer annan mann á e.s.
„Víðir“, sem hann hefði meira álit á. Hinsvegar
verður það að teljast mjög vítavert, sbr. 1. atr.,
þegar valið fellur á mann sem eigi hefir full rjettindi
og litla reynslu að baki.
Því úrskurðast rjett að vera:
Báðir aðilar máls þessa vítast, Gísli Jónsson fyrir
ásakanir á Guðmund Guðlaugsson, sem ekki má