Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Blaðsíða 71
69
Örvar og Þorstein Loftsson. Skuldbundu báðir aðilar
sig til þess að hlíta úrskurði gerðardómsins.
Eftir að gerðardómsnefndin fjekk málið til með-
ferðar, tók hún skýrslu af báðum aðilum og safnaði
ýmsum gögnum er málið snertu.
Aðalatriðin í ikæru hr. Guðm. Guðlaugssonar á
hendur hr. Gísla Jónssyni eru þessi:
1. atr. Guðm. Guðlaugsson heldur því fram, að
Gísli Jónsson (þá form. V. S. F. í.) hafi vefengt
gildi skírteinis síns í viðtali við framkvæmdarstjóra
e.s. „Otur“, sem G. G. átti að lögskrást á sem 1. vjel-
stjóri, og hafi með því rýrt álit sitt (G. G.), enda
þótt lögskráningin færi fram.
2. atr. G. G. heldur því fram, að G. J. hafi óverð-
skuldað gefið sjer að sök, að ljósvjelin á e. s. „Otur“
bilaði. (G. J. var þá umsjónarmaður skipsins)
3. atr. G. G. ákærir G. J. fyrir það, að hann hafi
óverðskuldað gefið sjer að sök, að forketillinn í e. s.
„Otur“ bilaði þrisvar sinnum hvað eftir annað.
(Gjöreyðilagðist í síðasta skiftið). Segir jafnframt
að sjer hafi verið ókunnugt um ástæðuna til þess.
4. atr. G. G. ákærir G. J. ennfremur fyrir það, að
hann hafi, þegar hann (G. G.) seinna yar orðinn vjel-
stjóri á e. s. „Víðir“, gert ráðstafanir til þess að
svifta sig starfinu, með því að bjóða það öðrum
manni, hr. F. Eyfeld.
Helstu atriðin í skýrslu hr. Gísla Jónssonar eru
þessi:
Auk þess að færa fram vörn móti ofanrituðum á-
sökunum hr. G. G. tilfærir hann eftirfarandi atriði