Morgunblaðið - 14.12.2008, Síða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2008
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt-
ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is
Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16
Patti húsgögn
landsins mesta úrval af sófasettum
Smíðum eftir þínum þörfum
Íslensk framleiðsla
Svefnsófar/ Stakir sófar
Hornsófar/Tungusófar
kr.149.900,-
verð frá
Bonn Aspen Verð Kr. 313.900,-
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@mbl.is
EVRÓPUNEFND ríkisstjórnarinnar hyggst nú útvíkka
starf sitt og kalla eftir hagsmunamati almennings og fé-
lagasamtaka í ljósi hugsanlegrar aðildar að Evrópusam-
bandinu, ESB. Fyrri störf nefndarinnar lutu einkum að
aukinni þátttöku stjórnmálamanna og embættismanna í
hagsmunagæslu tengdri Evrópustarfi.
„Þetta eru tímamót að mati okkar nefndarmanna. Það
voru allir sammála um þetta, “ segir Ágúst Ólafur
Ágústsson alþingismaður, annar formaður nefndarinnar.
Ágúst segir frumkvæðið að útvíkkun starfs nefndar-
innar hafa komið frá nefndarmönnum sjálfum og hafi for-
menn nefndarinnar rætt við forystumenn ríkisstjórnar-
inar um að fara þessa leið.
„Við ætlum ekki síst að kalla eftir mati þeirra samtaka
sem ekki hafa verið í umræðunni hingað til, eins og til
dæmis samtaka á vettvangi umhverfismála, jafnréttis-
mála og lýðræðismála. Umræðan hefur verið svolítið ein-
skorðuð við landbúnað, sjávarútveg og fjármálalífið. Við
ætlum að ná til fleiri aðila,“ segir Ágúst.
Hann tekur fram að þetta sé undanfari þess að skil-
greina samningsmarkmið. „Umboð okkar nær hins vegar
ekki til þess að samningsmarkmið séu skilgreind. Sú
ákvörðun hefur ekki verið tekin. Þetta er hins vegar
nauðsynleg vinna áður en kemur að slíkri skilgreiningu.“
Ágúst kveðst eiga von á að niðurstöður fáist snemma á
næsta ári.
„Síðan verður unnið úr þeim á vettvangi nefndarinnar.
Ef við sækjum um aðild liggur að minnsta kosti þessi
vinna fyrir. Hún gæti auðvitað flýtt fyrir ferlinu.“
Umboðið er útvíkkað
Evrópunefnd ríkisstjórnarinnar útvíkkar starf sitt í ljósi hugsanlegrar aðildar
að ESB Kallað eftir áliti almennings og félagasamtaka Tímamót í starfinu
Í HNOTSKURN
»Í nefndinni um þróun Evr-ópumála, sem skipuð var
1. febrúar síðastliðinn, eru
fulltrúar stjórnmálaflokka
sem sæti eiga á Alþingi, einn
frá hverjum flokki.
»Að auki býðst Alþýðu-sambandi Íslands, Sam-
tökum opinberra starfsmanna,
Samtökum atvinnulífsins og
Viðskiptaráði Íslands að til-
nefna hvert einn fulltrúa í
nefndina.
»Nefndin á að skila rík-isstjórninni skýrslu árlega.
Hún starfar á vegum forsæt-
isráðuneytisins en utanrík-
isráðuneytið og sendiráð veita
nauðsynlega aðstoð.
Reuters
ESB-leiðtogar Vinna Evrópunefndar ríkisstjórnar
Íslands gæti flýtt fyrir hugsanlegu umsóknarferli.
HEFÐ hefur skapast fyrir því hjá Skógrækt-
arfélagi Reykjavíkur að borgarstjórinn opni
jólaskóginn í Heiðmörk. Svo var einnig í gær er
Hanna Birna Kristjánsdóttir mætti á svæðið en á
undan henni voru m.a. komin þau Ingvar, Ingi-
björg, Arnór Breki og Sólveig sem náðu sér í eitt
gott jólatré. Helgarnar til jóla geta borgarbúar
mætt í Hjalladal milli kl. 11 og 16 og fengið sér í
leiðinni heitt kakó og kökur.
Jólaskógurinn opnaður í Heiðmörk
Morgunblaðið/Kristinn
ÞEGAR bankarnir fóru í þrot í haust ákváðu eigendur
Bruggsmiðjunnar á Árskógssandi að brugga ekki jafn-
mikið af Jóla Kalda og þeir höfðu ráðgert. Jólabjórinn
seldist hins vegar upp á þremur vikum hjá framleið-
andanum þannig að hægt hefði verið að brugga meira,
að sögn Agnesar Sigurðardóttur, eins eigendanna.
„Við ætluðum upphaflega að brugga 26 þúsund lítra en
út af ástandinu í þjóðfélaginu brugguðum við um 16
þúsund lítra eða 50 þúsund flöskur. Við reiknuðum alls
ekki með svona viðtökum,“ segir Agnes sem bendir á
að enn sé þó hægt að fá Jóla Kalda í sumum vínbúðum.
Bruggsmiðjan á Árskógssandi hefur verið starfrækt
í tvö ár og þeim tíma hafa verið seldar rúmlega 1,5
milljónir flaskna af ljósum og dökkum Kalda.
Nú er verið að undirbúa útflutning á bjórnum til
Færeyja og Noregs, að því er Agnes greinir frá. „Við
flytjum bjórinn til Færeyja í jan-
úar og hann á að vera kominn í
vínbúðir þar 1. febrúar. Vonandi
verður hann kominn í vínbúðir í
Noregi 1. mars. Ef salan gengur
vel í þessum löndum verður stefn-
an mögulega sett á fleiri mark-
aði.“
Keyptir hafa verið nýir tankar í
bruggsmiðjuna sem verið er að
tengja. Þar með verður hægt að
auka ársframleiðsuna úr 300 þús-
und lítrum í 500 þúsund.
Að sögn Agnesar eru Íslendingar almennt hrifnari af
ljósum Kalda en dökkum en Jóla Kaldi er dökkur bjór
og bragðmikill. ingibjorg@mbl.is
Teyga Jóla Kalda í kreppunni
Kaldi Jólabjórinn
er að seljast upp.
VILHJÁLMUR
Egilsson, fram-
kvæmdastjóri
Samtaka at-
vinnulífsins, SA,
segir úrvinnslu
könnunar meðal
félagsmanna á
áhuga á aðild að
Evrópusamband-
inu í eðlilegum
farvegi. Hann vill ekki staðfesta
það sem Björn Bjarnason dóms-
málaráðherra skrifar á vef sínum
að 43% félagsmanna hafi verið
hlynnt aðild að Evrópusambandinu,
40% andvíg og 17% óviss. Dóms-
málaráðherra spyr á vef sínum
hvers vegna niðurstaðan hafi ekki
verið birt.
„Mér finnst eðlilegt að tjá mig um
það fyrst í framkvæmdastjórn og
stjórn SA þannig að við fáum svig-
rúm til þess að ráða ráðum okkar
því að þessi mál hafa verið mjög
viðkvæm innan samtakanna. Við
erum að reyna að finna farsælan
farveg fyrir þessi mál.
ingibjorg@mbl.is
Í eðlilegum
farvegi
Vilhjálmur
Egilsson
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir,
formaður Samfylkingarinnar, sagði
í þættinum Vikulokin á Rás 1 í gær-
morgun að hún og Geir H. Haarde
hefðu rætt um breytingar sín á milli
á ríkisstjórninni en vildi ekkert
segja nánar um það. Sagði hún
stjórnvöld verða að svara kalli um
breytingar og vísaði þar til FME,
Seðlabankans og ríkisstjórn-
arinnar. „Við verðum að sýna vilja
til að taka á þessum málum,“ sagði
Ingibjörg Sólrún.
Jafnframt sagði hún líklegt að
boðað yrði til þingkosninga áður en
kjörtímabilinu lyki ef niðurstaða
Sjálfstæðisflokksins á landsfundi í
janúar yrði sú að efna ekki til við-
ræðna við ESB.
Svara verði kalli
um breytingar
ROBERT Dar-
iusz Sobiecki,
sem Hæstiréttur
dæmdi nýverið í
þriggja ára fang-
elsi fyrir að
nauðga stúlku á
Hótel Sögu í
fyrra, er enn
ófundinn og eft-
irlýstur af lög-
reglunni á höf-
uðborgarsvæðinu. Að sögn Páls
Winkel fangelsismálastjóra var So-
biecki í farbanni þar til hæstarétt-
ardómur féll en hann gaf sig ekki
fram er hefja átti afplánun. Lög-
reglan tekur við upplýsingum um
ferðir hans í síma 444-1100.
Nauðgari ennþá
eftirlýstur
Robert Dariusz
Sobiecki