Morgunblaðið - 14.12.2008, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 14.12.2008, Qupperneq 4
4 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2008 Verða að gæta réttar síns Þrátt fyrir lagaheimildir hafa smærri hluthafar verið feimnir við að sækja rétt sinn gagn- vart stærri hluthöfum og hafa í staðinn treyst á opinberar eftirlitsstofnanir og lífeyrissjóði Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is B irtingarmyndir viðskipta tengdra aðila geta verið með margvíslegum hætti, eins og reynt hef- ur verið að benda á í greinum undanfarinna daga. Stund- um eru tengslin augljós, t.d. þegar sami einstaklingur situr beggja vegna borðs við kaup og sölu á eign- um. Í öðrum tilvikum eru tengslin óljósari, en þegar viðskiptahags- munir einstaklinga og fyrirtækja eru nægilega samtvinnaðir er ekki hægt að tala um annað en tengda aðila. Mikilvægt er að almenningur og smærri hluthafar séu meðvitaðir um það hvernig ráðandi hluthafar í al- menningshlutafélögum geta, í krafti eignarhluta síns, skarað eld að eigin köku á kostnað félags og annarra hluthafa. Menningarvandi Hluthafar eru ekki varnarlausir, því í hlutafélagalögum er að finna ýmsar heimildir hluthafa til málsókn- ar. Í 96. grein segir t.d. að hluthafi geti höfðað mál vegna ákvörðunar hluthafafundar sem brýtur í bága við hlutafélagalög eða samþykktir fé- lagsins. Hins vegar er sjaldgæft að slík mál séu höfðuð. Ása Ólafsdóttir, lektor við laga- deild Háskóla Íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið á fimmtudag að vandi smærri hluthafa væri ekki endilega sá að lagaumhverfið væri ekki nægilega traust, heldur að þau úrræði, sem lögin byðu upp á, væru ekki nýtt. „Hugsanlega er þekking- arleysi um að kenna, eða að hluthafar telja málshöfðanir of dýrar eða tíma- frekar.“ Þá hefur því verið haldið fram að vandinn sé menningarlegs eðlis. Að smærri íslenskir hluthafar séu ein- faldlega ekki vanir því að gæta hags- muna sinna. Hafi þeir treyst því að opinberar eftirlitsstofnanir eða líf- eyrissjóðir standi vörð um hagsmuni þeirra. Því miður hefur sagan hins vegar sýnt að smærri hluthafar í al- menningshlutafélögum geta ekki treyst fyllilega á þessa aðila. Hvorki Fjármálaeftirlit né Kauphöll gerðu athugasemdir við þau viðskipti, sem rakin hafa verið undanfarna daga. Halda má því fram að lífeyrissjóð- irnir hafi sofið á verðinum, en þeir skoða nú hvað betur hefði mátt fara. Almennir hluthafar verða því sjálf- ir að standa vörð um hagsmuni sína. Þrátt fyrir að ýmsar heimildir sé að finna í hlutafélagalögum til handa einstökum hluthöfum er vel þess virði að athuga hvort ekki sé nauð- synlegt að festa í lög heimildir um hópmálsóknir. Myndi það auðvelda smærri hluthöfum að standa vörð um hagsmuni sína og auka aðhald gagn- vart stjórnendum og stærri hlut- höfum. Tengdir Þeir Hannes Smárason, Björgólfur Thor Björgólfsson, Pálmi Haraldsson og Jón Ásgeir Jóhannesson hafa allir stundað við- skipti, sem falla undir viðskipti tengdra aðila. Samson Global Holding, eign-arhaldsfélag í eigu Björgólfs- feðga, hagnaðist um 800 milljónir króna við samruna Burðaráss og Kaldbaks árið 2004. Hafði Samson keypt 27,1% hlut í Kaldbaki á 3,4 milljarða tveimur dögum áður en ákveðið var að sameina félagið Burðarási. Fékk Samson hlutabréf í Burðar- ási að verðmæti 4,3 milljarðar króna fyrir bréfin og hagnaðist því um 600 milljónir á viðskiptunum. Bréfin í Burðarási fékk Samson svo á lægra verði en markaðsvirði þeirra var á þeim tíma. Hefði félagið þurft að greiða 200 milljónum meira fyrir hlutinn en gert var með samrun- anum. Morgunblaðið/Kristján Milljónahagnaður Jón Ásgeir Jóhannesson keyptiVöruveltuna, móðurfélag 10-11- verslananna á 1,15 milljarða í októ- ber 1998. Nokkur viðskipti urðu með hlutafé Vöruveltunnar á næstu mán- uðum, en Jón Ásgeir réð sjálfur yfir 70% hlutafjárins. Í maí 1999 kaupir Baugur hf. Vöruveltuna á 1,48 millj- arða, en Jón Ásgeir var þá forstjóri Baugs. Greiddi Baugur því 325 millj- ónum króna meira fyrir 10-11- verslanirnar en Jón Ásgeir gerði nokkrum mánuðum fyrr. Baugur fékk hins vegar ekki allar eignir Vöruveltunnar í kaupunum. Fasteignir félagsins höfðu verið seldar Litla fasteignafélaginu á 217 milljónir króna. Síðar seldi LF fast- eignirnar til Stoða, dótturfélags Baugs, á 357 milljónir og rann svo saman við Gaum, félag í eigu Jóns Ásgeirs og fjölskyldu hans. Seldi Baugi Vöruveltuna Danska flugfélagið Sterling, semvarð gjaldþrota í október á þessu ári, gekk kaupum og sölum milli sömu manna á árunum 2005- 2008. Hækkaði verðið á félaginu við hver viðskipti þrátt fyrir að Sterling hefði aldrei skilað hagnaði í eigu ís- lenskra fjárfesta. Fons, félag í eigu Pálma Haralds- sonar, keypti Sterling í mars 2005 á fjóra milljarða króna. Sterling sam- einaðist svo Maersk Air, en kaup- verð var ekki gefið upp. Í október keypti FL Group Sterling á 15 millj- arða króna af Fons og greiddi fyrir í reiðufé og með hlutabréfum í FL Group. Taprekstur Sterling hélt áfram ár- ið 2006, en í desember það ár keypti nýstofnað félag, Northern Travel Holding, félagið af FL Group. Meðal eigenda NTH voru Fons, með 45% hlut, og FL Group með 35% hlut. Voru kaupin m.a. fjármögnuð með 14 milljarða króna „seljendaláni“ frá FL Group. Sterling keypt, selt og keypt Eins og fram hefur komið í greina- flokknum um viðskipti tengdra að- ila eru ýmis lagaleg úrræði fyrir hluthafa, sem telja að stjórn hluta- félags hafi hyglað einum hluthafa á kostnað annarra. Hins vegar eru hagsmunir einstakra smærri hlut- hafa oft svo litlir að ekki borgar sig fyrir þá að fara í mál við félag eða stjórnendur þess. Í mörgum löndum geta hluthafar bundist samtökum og höfðað svo- kallaða hópmálsókn. Er kostnaði þar með dreift á fleiri aðila og auð- veldar þetta smærri hluthöfum að leita réttar síns. „Heimild til hópmálsóknar vantar sárlega í íslensk hlutafélagalög,“ seg- ir Vilhjálmur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Samtaka fjárfesta. „Hygli almenningsfélag stórum hlut- hafa á kostnað þeirra smærri er tap einstakra hluthafa oft það lítið að kostnaður við málsókn, bæði í tíma og peningum, er of mikill til að það borgi sig fyrir smærri hluthafana að sækja rétt sinn. Heimild til hópmálsóknar myndi auðvelda þeim réttargæslu til mikilla muna og auka aðhald gagnvart stjórn og stærri hluthöfum fyr- irtækja,“ segir Vilhjálmur. „Smærri hluthafar hafa und- anfarin ár reitt sig á að lífeyrissjóð- irnir gættu hagsmuna hluthafa gagnvart stjórnendum almennings- hlutafélaga, en reynslan hefur sýnt að þeir sváfu á verðinum.“ Í nágrannalöndunum hafa á síð- ustu árum verið sett ákvæði um hóp- málsókn og hafa tvær leiðir verið farnar í þeim efnum. Annars vegar að fólk sé ekki aðilar að slíkri málsókn nema að þeir samþykki það (sam- þykkisleið). Hins vegar að allir hugs- anlegir aðilar teljist með í hópmáls- ókninni, nema þeir tilkynni að þeir vilji ekki vera aðilar (afþökk- unarleið). Fram hefur komið í Morg- unblaðinu að vænt sé úttektar á lögum um meðferð einkamála á Al- þingi og í dómsmálaráðuneyti. Muni réttarfarsnefnd þingsins vænt- anlega skoða sérstaklega mögu- leika til upptöku heimildar til hóp- málsóknar þegar sú úttekt fari fram. Setning lagaheimildar um hóp- málsókn er hins vegar ekki einfalt mál og er margt sem huga þarf að við slíka lagabreytingu. Burtséð frá því myndi staða smærri hluthafa batna til muna væri slík heimild fyr- ir hendi. Engin heimild til hópmálsóknar hér á landi Stærstu lífeyr- issjóðir lands- ins skoða nú starfs- og fjár- festingarferla sína und- anfarin ár til að reyna að komast að því hvort sjóðirnir hafi haft nægi- legt eftirlit með stjórn- endum félaga, sem sjóðirnir fjárfestu í. Lífeyr- issjóðirnir áttu stóra hluti í helstu almenningshlutafélögum hér á landi. Segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, að ekki sé hægt að fullyrða að sjóðirnir hafi sofið á verðinum varðandi við- skipti tengdra aðila í almennings- hlutafélögum. „Tilgangur þessarar vinnu er að komast að því hvort eitthvað hefði mátt betur fara og hvort viðbrögð lífeyrissjóðanna hefðu átt að vera önnur en þau voru.“ Haukur segir vinnuna ekki þess eðlis að verið sé að velta fyrir sér hugsanlegum málaferlum. „Eins og staðan er núna einbeitum við okkur að því að fara yfir verkferla sjóðanna og fjárfestingarstefnu, en í framhaldi útilokum við ekki að farið verði yfir einstök mál.“ Lífeyrissjóðir í naflaskoðun Haukur Hafsteinsson  72. gr. Stjórnarmaður eða framkvæmdastjóri mega ekki taka þátt í meðferð máls um samningsgerð milli félagsins og þeirra […] um samn- ingsgerð milli félagsins og þriðja manns […] ef þeir hafa þar verulegra hagsmuna að gæta sem kunna að fara í bága við hagsmuni félagsins.  76. gr. Félagsstjórn, framkvæmdastjóri og aðrir þeir er hafa heimild til að koma fram fyrir hönd félagsins mega ekki gera neinar þær ráðstafanir sem bersýnilega eru fallnar til þess að afla ákveðnum hluthöfum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa eða félags- ins.  134. gr. Stofnendur, stjórnarmenn, framkvæmdastjórar og endurskoð- endur og skoðunarmenn hlutafélags, svo og matsmenn og rannsókn- armenn, eru skyldir að bæta hlutafélagi það tjón, er þeir hafa valdið fé- laginu í störfum sínum, hvort sem er af ásetningi eða gáleysi. Sama gildir þegar hluthafi eða aðrir verða fyrir tjóni vegna brota á ákvæðum laga þessara eða samþykktum félags. Valin lagaákvæði úr hlutafélagalögum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.