Morgunblaðið - 14.12.2008, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 14.12.2008, Qupperneq 12
12 Viðtal MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2008 Morgunblaðið/Golli Prinsessa María Björg Tamimi á snyrtistofunni sinni Amiru, sem þýðir prinsessa á arabísku. Eftir Valgerði Þ. Jónsdóttur vjon@mbl.is Arabíska, hebreska, enska, danska, sænska og íslenska stóð á spjaldinu, sem hengt var um hálsinn á Maríu Björgu Tamimi, þegar hún, aðeins níu ára, var send ein síns liðs heim til Íslands frá Jerúsalem, síðla sum- ars 1983. Samferðafólk hennar skemmti sér við að láta þessa kot- rosknu stelpu segja nokkur orð á öllum tungumálunum og hún naut sín ljómandi vel. Henni hafði þó ekk- ert litist á blikuna þegar hún, nokkr- um mánuðum áður, lenti á flugvell- inum í borginni helgu, ásamt föður sínum, Salmann Tamimi. „Vopnaðir hermenn otuðu að hon- um byssustingjum og skipuðu hon- um ruddalega að koma afsíðis. Ég var ekki virt viðlits, heldur mátti dúsa dauðskelkuð frammi þar til pabbi losnaði úr prísundinni,“ segir María, sem síðar átti eftir að reyna áþekka framkomu af hálfu ísr- aelskra hermanna á eigin skinni. „Enda hálfur Palestínuarabi í ríki, sem ráðstafað var til „hinnar guðs útvöldu þjóðar 1948“,“ bætir hún við. Ísland, Svíþjóð, Palestína Núna er María gift og þriggja barna móðir og rekur snyrtistofuna Amiru í Fákafeni. Ég kynntist henni ekki alls fyrir löngu og eins og geng- ur hafði hún sagt mér undan og ofan af sjálfri sér og fjölskyldu sinni. Forvitnin var vakin, ég vildi fá meira að heyra – sem hún sam- þykkti ef ég liti inn á Amiru, á róleg- um degi. Ég kom í þrígang og hlýddi á sögu hennar milli þess sem hún andlitsbaðaði viðskiptavini, lagaði brotnar neglur og þess háttar. Lét þá gott heita, meiningin var að skrifa blaðagrein, ekki bók. Auk þess mátti ekki skrifa allt, allar fjöl- skyldur eiga sér sín leyndarmál, eins og María sagði. En byrjum hér heima. Árið 1973 kynntist Þórstína Þorsteinsdóttir, 17 ára, Salmann Tamimi, 18 ára, frá Palestínu, sem hingað kom til að vinna fyrir háskólanámi sínu. Brauðstritið og fæðing Maríu settu strik í reikninginn, hann frestaði náminu, fjölskyldan hélt til Svíþjóð- ar, þar sem hún bjó í fjögur ánægju- leg en tiltölulega tíðindalítil ár fyrir Maríu utan þess að systir hennar fæddist 1979. „Ég fór fyrst til Jerúsalem þegar ég var tveggja ára, en man ekkert frá þeirri dvöl. Ég var hjá ömmu, afi var dáinn, en hann var mikill upp- reisnarmaður og sat oft í fangelsi, bæði fyrir og eftir sex daga stríðið 1967. Fyrir stríð voru þau vel efnuð og höfðu komið sex börnum sínum til manns og mennta. Mér er sagt að amma hafi verið hreykin af þessu ljóshærða barnabarni sínu, sem hún sagði hafa verið fljótt að læra arab- ísku,“ segir María. Að vísu dregur hún í efa að hafa haft vald á málinu svona ung. Aftur á móti lærði hún nóg til að bjarga sér í síðari heim- sóknum sínum – og líka nokkur orð í hebresku. Hún kveðst þó ekki hafa fengið mörg tækifæri til að viðhalda kunn- áttunni undanfarin ár, auk þess sem hún sé rög að tala arabísku ef svo beri undir. „Orð, ólíkrar merkingar, geta verið svo lík, ég man til dæmis ekki hvort hamman er dúfa og ham- mam klósett eða öfugt,“ útskýrir hún hlæjandi. Og það er oftast stutt í hláturinn hjá Maríu, þótt hún hafi upplifað meiri harmleiki en margur. Ævintýri líkast Dvölin í Jerúsalem þegar hún var níu ára var að hennar sögn ævintýri líkust. Pabbi hennar fór fljótlega heim aftur eins og til stóð og skildi Maríu eftir í umsjón fjögurra systra sinna, sem allar dekruðu við hana. „Besti tími æsku minnar,“ segir María dreymin og rifjar upp: „Syst- urnar voru einstaklega góðar við mig. Þær eru allar miklar kvenfrels- iskonur, vel menntaðar og útivinn- andi. Aðeins ein systranna gekk stundum með slæðu, ekkja með fjóra syni, sem ég var mest hjá. Ein systranna, Amal, fluttist til Íslands mörgum árum seinna. Ég undi mér mikið ein úti í náttúrunni, borðaði plómur og vínber, sem uxu í garð- inum, tíndi maura og froska og lék mér við dýr, sem ég hafði beðið um og fengið umyrðalaust eins og flest annað; kisur, hunda og hænur. Fjölskylduhefðin var mjög sterk, stjórfjölskyldan kom oft saman og krakkar og unglingar tóku þátt í samræðum fullorðna fólksins um pólitík og hvaðeina. Svo fóru allir í leiki, spiluðu, sungu og dönsuðu saman. Allir voru svo glaðir,“ rifjar María upp. Hún hreifst af lífsháttum föð- urfólks síns. Það nánasta hafði það Flestir kannast við að hafa séð myndir af her- skáum palestínskum unglingum kasta grjóti og þvíumlíku að ísraelskum hermönnum. María Björg Tamimi hefur ekki hampað því sérstaklega að 1990, þegar hún var sextán ára, var hún ein þeirra, fyrst í Ramallah, síðan Jerúsalem. Systur María og Nadia Tamimi snemma á ní- unda áratugnum. Morgunblaðið/Ómar Fjölskyldan María og eiginmaður hennar, Hallur Ingólfsson og börn þeirra f.v. Hera, Mikael Dagur og Gabriel Máni. Ferfættu fjöl- skyldumeðlimirnir heita Nína og Berlín. Stríð og friður í lífi Jerúsalem María ásamt einni föðursystur sinni og fjórum sonum hennar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.