Morgunblaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 14
14 Viðtal MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2008 eða gerðu hermönnunum annan miska. „Pabbi verður ábyggilega hissa að lesa þetta, ég hef aldrei sagt honum frá þessu,“ segir hún skyndi- lega. En heldur samt áfram, ein- staka atburðir rifjast upp fyrir henni, raunar alltof margir til að rúmast hér. Átti oft fótum sínum fjör að launa „Frændur mínir og vinir hafa set- ið í fangelsi, sumir sitja þar enn. Stundum var eins og fólk bara hyrfi um leið og hermenn tóku það í sína vörslu eftir andspyrnu,“ segir María og tekur dæmi af nágranna sínum, svakalega sætum strák, sem hún sá aldrei aftur eftir að hafa horft á hann af svölunum heima hjá sér henda steinum í herbíl og vera í kjöl- farið eltur uppi af hermönnum. „Ég heyrði bara barsmíðarnar og öskrin og frétti síðar að mamma hans hafði engar spurnir af honum.“ Sögusagnir um sýrugáma þar sem hermennirnir eyddu líkum dugðu ekki til að María hefði hægt um sig. Hún vildi ekki trúa að slíkt gæti gerst, þótt hún vissi að það var dag- satt að tólf ára strákur í næsta hverfi, sem var með leikfangabyssu, hefði verið skotinn til bana og vinir hennar; litlu skæruliðarnir, voru barðir til óbóta ef í þá náðist. Sjálf segist hún hafa skákað svolítið í skjóli þess að hún leit ekki út eins og dæmigerður palestínuarabi. „Þegar ég mætti hermönnum sýndi ég fyrirlitningu mína með því að hrækja og hnussa. Ég þóttist vita að þeir væru smeykir við illt umtal og þyrðu þar af leiðandi ekki að abb- ast upp á útlendinga.“ Hernaðarbragð krakkanna var að tvístra sér. María segir að oft hafi hún átt fótum sínum fjör að launa á flótta undan vopnuðum hermönnum. „Ég fékk alvöru tilfinningu fyrir kúgun og því hvað heimurinn getur verið vondur, en kynntist líka ein- enn, að því er ég best veit, með margvíslegum hætti, bæði í stóru og smáu. Til dæmis loga rauð götuljós miklu lengur þar sem hverfi araba liggja að borgarkjörnum en við gyð- ingahverfin.“ María bæði sá og skynjaði vaxandi ólgu, en vissi á þessum tíma lítið um þær hremmingar sem fólkið hennar hafði gengið í gegnum allt frá sex daga stríðinu þegar upp úr sauð, eða jafnvel löngu áður. „Pabbi, sem var bara krakki þegar þetta var, hefur sagt mér að það hafi verið blóð út um allt. Hann missti fimm úr sinni nán- ustu fjölskyldu í stríðinu og það hafði líka djúpstæð áhrif á hann þeg- ar hann horfði upp á nágranna sinn skotinn í höfuðið og síðan jarðaðan í næsta garði. Eftir að ég varð full- orðin sagði hann mér hvernig hann og leikfélagar hans gerðu í því að stríða gyðingunum og fundu upp á ýmsu í því skyni,“ segir María. „Hins vegar lagði hann alltaf ríka áherslu á að ég tæki ekki þátt í slíku. Og þurfti svosem ekki að hafa áhyggjur af því þegar við systurnar dvöldum með honum í góðu yfirlæti hjá ættingjunum þarna um sumarið 1986.“ Litli skæruliðinn Fljótlega eftir heimkomuna til Ís- lands breyttust enn fjölskylduhagir Maríu. Hún fluttist aftur til móður sinnar og systur. Faðir hennar hafði kvænst konu, sem átti dóttur af fyrra hjónabandi, og saman höfðu þau eignast son; hálfbróður Maríu. Enn á ný fóru systurnar til Palestínu í ársbyrjun 1990 með föður sínum auk hinnar nýju fölskyldu hans og var meiningin að dvelja í eitt ár í Ra- mallah, þar sem faðir hennar hafði fengið vinnu. „Ég hafði komið áður til Ramallah og minntist hennar sem fallegrar, friðsællar og blómlegrar borgar, þar sem hermenn voru fáséðir. Land- nemabyggðir liggja að borginni og gegnum hana var nú orðið stöðugt gegnumstreymi herbíla. Við bjugg- um í ágætis hverfi, en allt var samt gerbreytt, niðurnítt og mengað af stríði. Þegar krakkahópar grýttu herbíla, eins og þeir gerðu oft, settu hermennirnir upp gaddavírs- vegatálma og útgöngubann og reyndu að góma grjótkastarana. Mér er minnisstætt þegar þeir náðu einum, líklega höfuðpaurnum, sem var svona 17-18 ára, bundu hann á fótum og svo við herbíl, óku um borgina og hrópuðu í gjallarhorn: „Látið ykkur þetta að kenningu verða.““ Myndir af herskáum og æstum palestínskum ungmennum sjást stundum í blöðum og sjónvarpi. María hefur ekkert sérstaklega hampað því að þetta ár var hún ein þeirra, fyrst í Ramallah, síðan í Jerúsalem. Aðeins sextán ára. Og hún sér ekki eftir neinu. Smám saman varð hún vitni að mörgum atvikum þar sem hermenn fóru illa með og sættu lagi að nið- urlægja arabana. Réttlætiskennd hennar var misboðið, hatrið náði tökum á henni og fyrir það fékk hún útrás í hópi þessara palestínsku ung- linga, sem vöfðu slæður um höfuð sitt og andlit áður en þeir fóru út með mótmælaspjöld, krotuðu slag- orð á húsveggi, kveiktu í ruslatunn- um og grýttu herbíla úr launsátri stöku fólki, sumu mjög fátæku en ótrúlega gestrisnu,“ segir María. Ástandið í landinu var óvenjulega eldfimt um þessar mundir, enda svo- kallað Intifada (arabískt orð yfir að hrista eitthvað af sér) í algleymingi, en 1987 gerðu Palestínuarabar upp- reisn gegn Ísraelum, sem stóð til 1993. „Sem þýddi,“ segir María, „að á þessum tíma var engin alþjóðleg löggæsla, fáir eða engir útlendingar í hjálparstarfi og mannréttindi fót- um troðin.“ En þótt óeirðirnar og mótmælin séu henni minnisstæðust segir hún að því hafi farið fjarri að þannig hafi það verið alla daga. „Við systurnar, stjúpsystir okkar og vinkonur áttum oft rólegar og góðar stundir saman, þar sem við vorum bara einhvers staðar að kjafta saman,“ segir hún. Í borginni helgu Tíð útgöngubönn í Ramallah, sem gátu staðið í marga daga, með til- heyrandi vegatálmum og frels- isskerðingu, urðu til þess að fjöl- skyldan tók sig upp og fluttist til Jerúsalem. Þar bjó hún nálægt ætt- ingjum, þær systur fengu einka- kennara heim og tóku þátt í hefð- bundnu arabísku fjölskyldulífi, þar sem fasta, eða Ramadan, varð hluti af tilverunni. „Mig minnir að ég hafi svindlað svolítið og fengið mér að drekka, þótt það mætti ekki frá sól- arupprás til sólarlags. Fyrir mér var þetta eins og að snúa sólarhringnum við, mikil stemning skapaðist þegar fólk sat kannski að snæðingi klukk- an fimm eða sex á morgnana,“ rifjar María upp. Hún kveðst ekki vera ísl- amstrúar, þótt hún hafi upplifað trúna mjög sterkt einu sinni þegar hún fór í mosku í borginni helgu. Hátíðleikinn spilaði þar inn í, segir hún, „ég reyni að tileinka mér það besta úr öllum trúarbrögðum og finnst mikilvægt að fólk beri virð- ingu fyrir því, sem því er gefið“, bætir hún við. Þótt ekki væri allt með kyrrum kjörum í Jerúsalem var þar ívið ró- legra en í Ramallah. María eignaðist marga vini á sínu reki og – eins og í Ramallah – voru þeir ekki sáttir við hlutskipti þjóðar sinnar og sýndu andúð sína með svipuðum hætti. María var með í því. Og sá margt ljótt. „Einu sinni þegar við krakk- arnir efndum til mótmæla með spjöld og þvíumlíkt var skotið á okk- ur táragasi út um herbíl og einn tólf ára skotinn með gúmmíkúlu í fótinn, slíkar kúlur eru yfirleitt ekki ban- vænar, en geta valdið gríðarlegum skemmdum á vöðvum,“ segir María sem eitt dæmi af mörgum. Og aftur heim til Íslands Eins og lög gera ráð fyrir settist María á skólabekk þegar hún kom til Íslands frá Palestínu árið 1991. Takturinn var ekki alveg sá sami í Réttarholtsskólanum þannig að henni fannst hún svolítið utangátta og litla samleið eiga með skóla- félögum sínum, utan einnar mjög góðrar vinkonu. Eftir Réttó fór hún á tungumálabraut í FB því hana langaði að vinna í ferðabransanum, síðan skipti hún yfir á sálfræðibraut, en lenti að eigin sögn á réttri hillu þegar hún ákvað að læra nudd, förð- un og snyrtingu. Ljósið kom inn í líf hennar 1994 í líki Halls Ingólfssonar tónlistar- manns. Þau hófu búskap í kjall- aranum heima hjá foreldrum hans, giftust nokkrum árum síðar og flutt- ust í eigið húsnæði – eins og gengur. „Og ég var alltaf ólétt,“ segir María, sem var búin að eignast börnin sín þrjú þegar hún útskrifaðist sem snyrtifræðingur 2002. Á litla, friðsæla Íslandi var með ólíkindum að María skyldi kynnast meira ofbeldi en hún hafði upplifað í öllum sínum ferðum til Palestínu. Ofbeldi, sem henni og þjóðinni allri var með öllu óskiljanlegt. Árið 1999 var móðuramma hennar, hátt á átt- ræðisaldri, myrt á hrottafenginn hátt í sinni eigin íbúð um hábjartan virkan dag þegar hún átti sér einskis ills von. Morðinginn var henni með öllu ókunnugur. „Við amma vorum mjög nánar og hún var mér afar kær. Á þessum tíma bjuggum við í nágrenni við hana, ég hringdi annað slagið í hana og bað hana að sækja elstu dóttur okkar í leikskólann og leyfa henni að vera hjá sér þangað til ég eða pabbi hennar kæmum að sækja hana. Þennan dag var ég byrjuð að hringja þegar ég mundi allt í einu eftir að hún horfði alltaf á ákveðinn sjón- varpsþátt á þessum tíma og skellti á því ég vildi ekki trufla hana. Hún reyndist ekki hafa verið að horfa klukkan hálffimm 3. desember 1999,“ segir María. Henni líða örlög ömmu sinnar aldrei úr minni og sömuleiðis verður henni oft hugsað til vina og vanda- manna í Palestínu, þar sem hver dagur getur verið barátta fyrir eigin tilveru. Þegar ég kveð Maríu á Amiru, snyrtistofunni hennar, velti ég fyrir mér hvað skyldi stundum vera að brjótast um í kollinum á henni þegar hún lagar neglur, andlitsbaðar og þvíumlíkt. Kannski fortíðin? Von- andi þó framtíðin. Jerúsalem Ísraelski herinn var nýbúinn að skjóta úr táragasbyssu eftir róstur á svæðinu. Föðurfólkið á sjötta áratugnum Amma Maríu með pabba hennar í fanginu. Fyrir framan þau eru eldri systkinin, drengur og þrjár systur í hvítum kjólum. Ein systranna var ekki fædd þegar myndin var tekin. María ber ekki kennsl á aðra á myndinni. Ráðabrugg „Skæruliðar“ leggja á ráðin um mót- mæli upp á einum blokkarsvölunum í Ramallah. ‘‘FORRÉTTINDI GYÐING-ANNA BIRTUST MEÐMARGVÍSLEGUM HÆTTI,BÆÐI Í STÓRU OG SMÁU. Hlutverk Félags löggiltra endurskoðenda er að stuðla að faglegri framþróun í endurskoðun og skyldum greinum. Félagið vinnur m.a. að því að viðhalda og auka faglega þekkingu, samræmingu á vinnubrögðum og kynningu á starfssviði félagsmanna. Félag löggiltra endurskoðenda auglýsir stöðu framkvæmdastjóra í fullt starf. Hlutverk framkvæmdastjóra er að stýra félaginu í umboði stjórnar, annast faglegt starf þess, stýra samvinnu við erlend systurfélög, alþjóðasamtök endurskoðenda og íslensk stjórnvöld ásamt því að hafa umsjón með endurmenntunarstarfi félagsins. Umsækjandi þarf að hafa hlotið löggildingu sem endurskoðandi. Skriflegar umsóknir ásamt ferilskrá þurfa að berast til Félags löggiltra endurskoðenda, Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík, fyrir 23. desember. Fyllsta trúnaðar verður gætt varðandi allar umsóknir, fyrirspurnir og persónulegar upplýsingar. Nánari upplýsingar veitir formaður félagsins, Margret G. Flóvenz (fle@fle.is). FRAMKVÆMDASTJÓRI F É L A G S L Ö G G I L T R A E N D U R S K O Ð E N D A Félag löggiltra endurskoðenda | Suðurlandsbraut 6 | 108 Reykjavík | 568 8118 | fle@fle.is | www.fle.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.