Morgunblaðið - 14.12.2008, Síða 19

Morgunblaðið - 14.12.2008, Síða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2008 Gunnar „Fyrir það fyrsta er mamma kletturinn í mínu lífi. Hún er sú sem ég tek mér mest til fyrirmyndar í lífinu. Við erum gríðarlega náin og eigum gott trúnaðarsamband. Hún er sú manneskja sem bezt er að leita til, ef hjálpar er þörf, það má segja að hún hafi lagt það fyrir sig ekki bara fyrir okkur bræðurna, heldur er hún með eindæmum hjálpsöm manneskja hver sem í hlut á. Hún kenndi mér smíði og teikningu í Æfinga- skólanum, sem nú er Háteigsskóli. Ég var voða stoltur af því að mamma mín skyldi vera kenn- ari, sem krakkarnir voru ánægðir með. Hún fór einhvern fínan meðalveg til þess að vera bæði ströng og sú sem öllum þótti vænt um. Hún hélt uppi þannig aga að allir undirgengust hann með ánægju. Æfingaskólinn var út úr hverfi fyrir okkur, en þegar hún hætti hélt ég áfram, fór bara allra minna ferða með strætó og þótti sjálf- sagt. Mamma var handlagin með afbrigðum. Hún smíðaði rúm fyrir okkur bræðurna, ótrúlega sniðugt, þetta voru ekki svona venjulegar kojur heldur var öðru rúminu rennt undir hitt. Hún smíðaði líka hillur og alls kyns skrautmuni á heimilið og handa fjölskyldunni, þetta vann hún allt í tré og trölladeig og þetta voru rosalega flottir hlutir. Stundum keyrði þó föndrið í henni fyrir jólin um þverbak. Ein jólin var allt skraut hvítt, við bræðurnir vorum ekki par hrifnir af þessu og hún hefur áttað sig, því þetta var aldr- ei aftur með þessum hætti.“ Óhrædd við að kúvenda „Mamma lærði seint að synda. Það var eitt- hvað sem fór skakkt ofan í hana þegar hún átti að læra það í æsku og hún var vatnshrædd. Þegar ég var orðinn flugsyndur og við vorum að leika okkur í Sundhöllinni alla daga birtist mamma einn daginn í sundkennslu með kork og allt saman. Það var skrýtin tilfinning að sjá mömmu sína svona ósjálfbjarga, en um leið fylltist ég stolti og væntumþykju yfir því að hún skyldi drífa sig í það að læra að synda. Eftir það synti hún mikið. Ég dáist að því hvað hún er óhrædd við að kú- venda í lífinu. Hún lærði til kennara og var mjög fínn kennari og gerðist síðan áfengisráðgjafi og þegar hún var 45 ára kúventi hún aftur og fór í Háskólann í guðfræði. Hún var ekki með stúd- entspróf svo hún varð að sýna fram á að hún ætti erindi í guðfræðina. Það tókst henni einsog alltaf þegar hún setur sér einhver markmið. Mér þykir mjög vænt um það þegar fólk sem ég þekki ekki neitt segir mér frá hjálpsemi hennar. Hún nýtur ótrúlegs velvilja útum allt fyrir hjálpsemi sína og ég hef víða fundið þann hlýhug sem fólk ber til hennar.“ Strunsandi eftir Austurstræti „Mamma hefur alltaf verið hlý manneskja og ég held ég hafi haft það frá henni að vera mjög kelinn sem barn. Við höfum knúsast mikið og ég átta mig á því þegar ég er sjálfur orðinn for- eldri, hvað knúsið gerir öllum gott. Hún kallaði mig alltaf Ástrík og það má auðveldlega spegla það til baka á hana. Ég man ekki að mamma skipti oft skapi. En einu sinni man ég hana reiða. Eldri bróðir minn, Árni Páll, var orðinn unglingur og átti að líta til með mér en ég var barn ennþá. Hann tók mig þá stundum með sér til vina sinna og einu sinni fórum við niður á Hallærisplan eftir miðnætti. Þarna var fyllirí og mér fannst þetta allt voða- lega spennandi. En allt í einu sé ég mömmu koma strunsandi eftir Austurstræti og svip- urinn í samræmi við tilefnið. Hún tók orðalaust í handlegginn á mér, gaf Árna Páli bendingu um að koma og svo beint heim; ég var sendur upp í herbergi og hann var tekinn á teppið. Það ríkti enginn heragi á okkar heimili, en ég var með mjög skýrar línur um hvað mátti og hvað ekki og ég var ekkert að láta reyna um of á þær síðarnefndu. Hún gaf okkur slakan taum þegar hún fann að við vorum í góðum hlutum einsog þegar við fluttum að heita má út á golf- völl þegar ég var 9 ára.“ Rekin úr bíó fyrir hlátur „Mér finnst alltaf svolítið sérstakt að sjá hana að prestsstörfum. Hún hefur gift ótrúlega marga vini mína og skírt heilan helling af krökkunum þeirra. Það fylgja góðar og fallegar tilfinningar þessu öllu. Mér finnst hún vinna alltof mikið og ef ég á að gagnrýna hana eitthvað, þá finnst mér hún eiga að taka meiri tíma fyrir sjálfa sig. Mamma er mikill húmoristi og hefur gaman af að hlæja. Einu sinni voru hún og vinkona hana reknar út úr bíó af því þær hlógu svo mikið og hátt og alltaf á vitlausum mómentum í kvik- myndinni. Afi Páll var annálaður húmoristi og eftirherma. Hún hefur alltaf haft fullt af húmor í kringum sig. Við bræðurnir höfum kannski svartari húmor en hún. Okkar húmor er blanda frá henni og pabba. Hún hlær oftast að okkur en svo kemur svona svipur og: þetta er svoldið svona gróft! Annars kann hún svo sem ekki illa við sig á mörkunum heldur. Hún og vinkonur hennar hafa mjög gaman af tvíræðum bröndurum og hún kunni marga slíka í guðfræðinni. Þá sner- ust hlutverkin við og við bræður sögðum: Er þetta nú ekki oft gróft fyrir guðfræðing? En hún sagði það af og frá og hló bara!“ Hennar hlýja snerting „Á óvart? Þegar hún fór í guðfræðina fór ég að velta því fyrir mér. Ég vissi alltaf að hún væri trúuð en trú var ekkert sérstaklega áber- andi á okkar heimili. En þegar ég ræddi þetta við hana kom í ljós að segja má að þetta hafi verið rökrétt framhald; hún ólst meira og minna upp í kirkju hjá pabba sínum. Hún kenndi mér allar bænir, þegar ég var barn, og bað með okk- ur á kvöldin og ég hef reynt að gera það sama með börnunum mínum. Og áhugi hennar og reynsla af sáluhjálp hafa reynzt henni vel í prestsstarfinu. Hún er mjög fær í því að hlusta á fólk og hjálpa því. Svo finnst mér flott að kynna mig sem prestsson! Við fluttum til London þegar ég var tveggja ára og þá vorum við mamma mikið saman; Árni Páll var á leikskóla og pabbi að læra. Einu sinni læstist mamma inni á klósetti og ég var fyrir ut- an rosalega hræddur. En ég gat troðið putt- anum undir hurðina og þannig náð snertingu við mömmu og svona sátum við þangað til mál- inu var reddað. Það er þessi hlýja snerting hennar sem hefur fylgt mér alla tíð.“ Kletturinn í lífi mínu Hann er fæddur 26. maí 1971 í Reykja- vík; faðir hans er Hans Kristján Árna- son. Leikskólinn var Laufásborg. Nám: Æfinga- og tilraunaskóli Kennarahá- skóla Íslands frá 5-15 ára, Verzlunarskólinn frá 1987-1992, Skiptinemi í New Mexico 1988-89, Leiklistarskóli Íslands 1993-’97. Starf- aði við Þjóðleikhúsið og með ýmsum leikhópum ’97-’00 og við Borgarleikhúsið ’00-’08. Hann hefur leikið í ýmsum bíómyndum og sjónvarpsþáttum; helzt kvikmynd- unum Dís og Foreldrum og sjónvarps- þáttunum Sigtið sem Frímann Gunn- arsson. Byrjaði í vespu-innflutningi haustið ’07. Hann á tvö börn af fyrra hjónabandi; Snæfríði Sól (fædd ’93) og Kormák Jarl (fæddur ’95). Er kvæntur Unni Elísabetu Gunn- arsdóttur, dansara og danskennara. Þau eiga eina dóttur; Emilíu Álfsól, 4½ mánaðar. GUNNAR HANSSON Nýsköpuníbyggingariðnaði Morgunverðar fundur 17 . desember k l . 9 :00 – 11 :00 í Orkuvei tu Reyk jav íkur Ný aðferðafræði er að ryðja sér til rúms á sviði mann- virkjagerðar, en það er notkun upplýsingalíkana við undirbúning, hönnun, byggingu og rekstur mannvirkja. Markmiðið er að auka framleiðni, bæta gæði í bygging- ariðnaði og ná fram sparnaði í rekstri mannvirkja. Að- ferðafræðin hefur á ensku fengið heitið Building Infor- mation Modeling, BIM. Íbúðalánasjóður hefur veitt Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Framkvæmdasýslu ríkisins styrki til að vinna að inn- leiðingu aðferðafræðinnar á Íslandi og myndast hefur kjarni bakhjarla sem styðja verkefnið. Þessir aðilar boða nú til almenns kynningarfundar um BIM. M o r g u n v e r ð a r f u n d u r i n n v e r ð u r h a l d i n n í O r k u v e i t u R e y k j a v í k u r, B æ j a r h á l s i 1 m i ð v i k u d a g i n n 1 7 . d e s . k l . 0 9 : 0 0 t i l 1 1 : 0 0 o g e r a ð g a n g u r ó k e y p i s . V e i t i n g a r í b o ð i O r k u v e i t u R e y k j a v í k u r

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.