Morgunblaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 23
Tækni til útflutnings Hawken vill að Íslendingar hugsi sinn gang. „Landið er í góðri stöðu til að þróa tækni sem hægt er að flytja út og hvet ég Íslendinga til að gera það.“ Hawken er sérfræðingur í sjálf- bærri þróun og því liggur beint við að spyrja hann hvort heimurinn fær- ist nær sjálfbærni eða ekki. „Hvað ef við notum ekki þetta orð og lítum á málið frá öðru sjónarhorni? Eiga auðlindirnar eftir að verða fleiri eða færri í framtíðinni? Svarið er færri. Á eftir að verða fleira fólk í framtíð- inni eða færra? Svarið er fleira. Þess vegna verðum við að nota þessar auðlindir á skynsamlegri hátt en áð- ur. Tækni sem getur minnkað orkuna og efni sem þarf að nota í til- tekið verk er tækni framtíðarinnar. Slík tækni mengar minna og er að öllu leyti samkeppnishæfari en nú- verandi tækni. Við þurfum ekki að nota orðin sjálfbærni eða umhverfið til að skilja að svona framtíð er góður kostur fyrir Ísland, fólkið, fyrirtækin og umhverfið. Málið er ekki að bjarga umhverfinu og setja efnahag- inn í annað sæti, þetta er heldur öf- ugt. Hjarta áhættufjárfestinga er í Silicon Valley í Kaliforníu þar sem næstum því hvert einasta fyrirtæki er búið að fjárfesta í grænni tækni. Eru þau að gera það af því að þau skiptu skyndilega um skoðun og vilja ekki ávaxta peningana sína? Nei, þau hafa ekki breyst neitt. Þarna er klárt fólk og fjárfestarnir eru stórar stofn- anir og fyrirtæki. Þetta fólk veit hvað það er að gera og gerir það vel.“ Hawken ítrekar varnaðarorð sín gegn fjárfestingum í áliðnaði. „Það lítur kannski út fyrir að fjárfesting í áliðnaði sé örugg en ég álít hana hættulega. Umhverfið á eftir að skapa margfalt fleiri störf en öll námufyrirtæki í heiminum á næstu fimm til tíu árum.“ Rithöfundurinn og umhverfisvernd- arsinninn Nýjasta bók Paul Hawken heitir Blessed Unrest og segir hann í inngangi að bókin „óviljandi bjart- sýn, sem er skrítið á þessum myrku tímum. Það var ekki ætlunin; bjart- sýnin bara fann mig.“ 23 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2008 PAUL Hawken er umhverfisverndarsinni, kaupsýslumaður og rithöfundur. Frá 20 ára aldri hefur hann helgað sig sjálfbærni og því að breyta sambandinu á milli viðskipta og um- hverfisins. Hann hefur meðal annars komið á legg og rekið vistfræðileg fyrirtæki, skrifað og kennt um áhrif viðskipta á lífkerfi, veitt ríkisstjórnum og fyrirtækjum ráðgjöf um efnahagsþróun, iðnaðarvistfræði og umhverf- isstefnumál. Hann hefur komið fram í fjölmörgum fjöl- miðlum, þar á meðal Today Show, Larry King, Talk of the Nation, Charlie Rose, og um hann hefur verið fjallað í hundruðum greina. Hann er höfundur sjö bóka, þar á meðal The Next Economy (1983), Growing a Business (1987) og The Ecology of Commerce (1993). Prófessorar í 67 viðskiptaháskólum kusu bók- ina The Ecology of Commerce besta háskóla- textann um viðskipti og umhverfið. Hann er ennfremur höfundur Natural Capitalism: Creating the Next Industrial Revolution (1999) en Bill Clinton, fyrrverandi Banda- ríkjaforseti, kallaði hana eina af fimm mik- ilvægustu bókunum í heiminum. Bækur Haw- ken hafa verið gefnar út á 27 tungumálum og selst í yfir tveimur milljónum eintaka. Nýjasta bók hans heitir Blessed Unrest: How the Largest Movement in the World Came Into Being, and Why No One Saw it Coming, og varð hún metsölubók New York Times árið 2007. Hawken stofnaði Stofnun um nátt- úruauðlindir (Natural Capital Institute), sem eru rannsóknarsamtök í Sausalito í Kali- forníu. Hann hefur setið í nefndum margra um- hverfissamtaka og hlotið viðurkenningar og verðlaun fyrir starf sitt en þess má geta að hann er með fimm heiðursdoktorsgráður. Nánari upplýsingar um líf og störf Hawken er að finna á nattura.info. Hver er Paul Hawken? fyrir Stór og lítil heimilistæki, símtæki og ljós í miklu úrvali. Sjáið jólatilboðin á www.sminor.is Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Blandari MMB 2000 600 W. Hægt að mylja ísmola. Bikar úr gleri. Tekur 1,75 lítra. Jólaverð: 10.900 kr. stgr. Matvinnsluvél MK 55100 800 W. 3,8 lítra skál. Með 1,5 lítra blandara. Jólaverð: 13.900 kr. stgr. Töfrasproti MQ 5B100 280 W. Hljóðlátur og þægilegur í notkun. Jólaverð: 4.600 kr. stgr. Ryksuga VS 01E1800 1800 W. Virkilega þrífandi hrífandi. Jólaverð: 15.900 kr. stgr. iittala pottar og pönnur á 15% afslætti til jóla. Eru úr 18/10 ryðfríu stáli, hafa margfaldan botn og mikla hitaleiðni. Ganga á öll helluborð. 114.900 129.900 Þvottavél WM 12A162DN Tekur 5 kg. 1200 sn./mín. Orkuflokkur A. Jólaverð: kr. stgr. Þurrkari WT 44E102DN Tekur 7 kg. Gufuþétting, enginn barki. Jólaverð: kr. stgr. 86.900 Espressó-kaffivél TK 52002 Alsjálfvirk kaffivél sem malar baunir og býr til ýmsa kaffidrykki. Jólaverð: kr. stgr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.