Morgunblaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 24
Eftir Einar Má Guðmundsson
Við brugðumst vel við og sýndum
heimili okkar.
Gesturinn hugsaði: Þið búið vel.
Fátækrahverfin eru innra með yður.
Þannig yrkir sænska skáldið Tóm-
as Tranströmer (þýð. Njörður P.
Njarðvík) og má segja að þarna birt-
ist sannleikur ljóðsins, sá lífskjarni
þess sem engin svið önnur ná yfir.
Enginn veit hvað gerir ljóðið að
handhafa þess sannleika sem ekki er
hægt að orða með öðrum aðferðum.
Ekki heimspekin, ekki guðfræðin,
ekki rökvísin, því síður stjórnmálin
geta sagt þann
sannleika sem
ljóðið virðist
taka á hælinn.
Þar koma til
töfrar, töfrar
tungumálsins.
Töfrar þess
byggjast á
hugsuninni en
ljóð verður til
þegar hugsun
og tilfinningar
renna saman.
„Það er fátt
fréttnæmt í
ljóðum. Engu
að síður deyja margir á ömurlegan
hátt vegna skorts á því sem þar er að
finna,“ orti annað skáld, William
Carlos Williams, sem líka var læknir
og vissi nákvæmlega um hvað hann
var að tala. Það segir því meira um
nútímann en ljóðið hve fáir leita það
uppi. Það nýtur ekki mikils fylgis í
skoðanakönnunum og það hefur
lengi gengið atvinnulaust í þjóðfélagi
yfirborðsmennskunnar. En það segir
ekki alla söguna, því ljóðið vaknar við
furðulegustu aðstæður og nær máli.
Ekkert ósvipað og mótmæli fólksins.
Ljóðið er barátta gegn tómleikanum
og leit að innihaldi í lífinu. Hið ný-
liðna góðæri, tímabil frjálshyggj-
unnar, var líf án ljóðlistar, innihalds-
laus eltingarleikur við tómleikann.
Þannig hljómar grafskrift þess.
Svona gæti ég haldið áfram að
prjóna, en hvað með fátækrahverfin?
Búa þau innra með okkur? Hvernig
mælum við slíkan viðskiptajöfnuð?
Er mikil verðbólga í sársaukanum?
Hver er kauphallarvísítala gleðinn-
ar? Eða eigum við frekar að spyrja:
Hvað varð um umhyggjuna í ríki-
dæminu? Leiddi hagkerfi frjáls-
hyggjunnar, sem nú er að líða undir
lok, okkur burt frá samúð og sam-
stöðu? Hvernig fór stóra kakan, sem
æðsti postuli frjálshyggjunnar,
Hannes Hólmsteinn Gissurarson,
talaði svo mikið um, í maga og hverj-
um er ætlað að þrífa upp eftir þær
meltingartruflanir sem hún hefur
valdið? Annað fólk, af öðru þjóðerni,
kom inn og vann störfin. Hvernig lit-
um við á þetta fólk? Hvernig tókum
við því? Sagði einhver: Þetta eru
bara útlendingar. Við losum okkur
við þá þegar vinnan er búin? Heyrð-
um við aldrei þetta viðhorf? Hvernig
hefur hælisleitendum verið tekið,
okkar minnstu bræðrum? Hefur séra
Pálma Matthíasson sagt lögreglu- og
dómsyfirvöldum að vera góð við þá?
Hvernig væri að biskupinn segði Út-
lendingastofnun að fara út á Reykja-
nes og faðma að sér nokkra flótta-
menn? Ætlar forsetinn að bjóða
þeim í mat á Bessastöðum einsog
Mörthu Stewart og fjármálafurs-
tunum? ...
Í Heimsljósi eftir Halldór Laxness
segir: „Vinur, sagði Annar Heldri-
maður og faðmaði skáldið. Það er bú-
ið að loka Bánkanum. Einglendíngar
hafa lokað Bánkanum. Það var og,
sagði skáldið. Og hvernig stendur á
því að einglendíngar hafa lokað
Bánkanum, sagði Annar Heldrimað-
ur. Það er af því að það eru aungvir
peníngar leingur í Bánkanum. Júel
er búinn að tæma Bánkann. Júel er
búinn að sólunda öllu því fé sem eing-
lendingar lánuðu þessari ógæfusömu
þjóð af hjartagæsku. Júel hefur sökt
öllu fé einglendinga útí hafsauga.
Þessvegna er búið að loka bank-
anum.“
Ef umhyggjan var lítil í ríkidæm-
inu, hvernig verður hún þá í fátækt-
inni sem við okkur blasir? Nú þegar
Júel er búinn að tæma bankana. Góð-
ærið var ekkert hjá öllum. Við sáum
ellilífeyrisþega hírast í kompum, úti-
gangsfólk sem átti hvergi höfði að
halla, heimilislaust fólk. Lág laun
voru út í hött og meðallaun rétt
dugðu til að borga skuldir og fram-
fleyta fjölskyldum. Jafnvel þótt
flatskjáir væru í lágmarki og engin
hjólhýsi eða laxveiði. Það er alveg á
hreinu að fólkið á lægstu launun var
ekki eyða peningunum sem
streymdu hingað af ICESAVEreikn-
ingunum. Ég ætla ekki að lýsa yfir
sakleysi mínu en ég hafði aldrei
heyrt minnst á þessa ICESAVE
reikninga fyrr en sett voru á mig
hryðjuverkalög. En talandi um sam-
stöðu: Til var fólk sem sagði að Bón-
us væri besta kjarabótin og leit á Jó-
hannes í Bónus sem Hróa Hött
alþýðunnar. Einhverjir hvísluðu um
vafasama viðskiptahætti en aðrir
sögðu að það mætti bara leggja niður
verkalýðsfélögin því Bónus sæi um
þetta; og virðist sumum að sú hafi
orðið raunin. Alla vega sitjum við
uppi með máttlitla verkalýðshreyf-
ingu, sem í stað verkalýðsbaráttu
hefur litið á viðskiptalífið sem sinn
vettvang og spilað með lífeyri fólks-
ins, oft af fullkomnu ábyrgðarleysi.
En ekki bara það: Við sitjum líka
uppi með Bónus auðkýfingana og
alla hina Júelana sem búnir eru að
setja landið á hausinn en bíða eftir að
hremma það á ný. Hvað ef einhver
birti heilsíðuauglýsingu þar sem
skorað er á fólk að versla ekki í Bón-
us, bara með svipuðum hætti og eig-
andi Bónus blandaði sér í síðustu
kosningabaráttu?
...
Viðskiptalífið virðist ætla að fara
sínu fram og fólk spyr hvað tök hefur
þetta lið á stjórnmálaflokkunum?
Auðjöfrunum er alveg sama þó nær-
veru þeirra sé ekki óskað. Þeir troða
sér inn um dyrnar og láta greipar
sópa. Síðan er skuldum þeirra velt
yfir á okkur, börn okkar og barna-
börn. Talað er um þúsund milljarða
frá Baugsveldinu og síðan eru það
ICESAVEreikningar Landsbank-
ans. Þeir tala um eignir á móti.
Hverjar eru þessar eignir?
Aftur kemur Halldór Laxness til
skjalanna en nú er það þessi lýsing
úr Vefaranum mikla frá Kasmír: „Í
lok illæranna má altaf gánga að því
vísu að ísmeygilegur longintes með
gull í munni læðist innum bakdyrnar
í baunkunum. Það er Örnólfur El-
liðason. Hann fer utanað því með
ákaflega hæverskum orðum hvort
ekki muni vera hyggilegra að bánk-
arnir tæmi fjárhirslur sínar handa
fyrirtækjum hans en ríkið verði
gjaldþrota. Hann stíngur uppá því
með djúpri virðíngu fyrir almenníngi
hvort ekki geti komið til mála að sér
mætti leyfast að fara oní vasa hvers
mannsbarns á landinu og hnupla
þriðjúngnum af gildi hverrar krónu,
svo Ylfíngur geti haldið áfram að
braska.“
Eigum við að líkja ICESAVE-
reikningunum við ritstuld? Segjum
ef íslenskur rithöfundur hnuplaði
verki ensks rithöfundar eða hol-
lensks. Bókin væri það vinsæl að ís-
lenska rithöfundinum græddist
stórfé, að vísu ekki á mælikvarða ís-
lenska þotuliðsins, en bara svona
venjulegan mælikvarða. Þegar upp
kæmist hæfust málaferli og þá yrði
höfundurinn að sæta ábyrgð ekki
þjóð hans. Þetta á að gilda um ICE-
SAVEreikningana. Ábyrgðin á að
vera hjá Landsbankanum og þeim
Kapítalismi undir
Einar Már
Guðmundsson
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2008
Fjölskylduhjálp Íslands
Jólasöfnun
Fjölskylduhjálpar Íslands er hafin
Þúsundir fjölskyldna eiga um sárt að
binda fyrir jólin. Þeir sem eru
aflögufærir fyrir þessi jól geta lagt inn
á reikning Fjölskylduhjálpar Íslands
101-26-66090
kt. 660903-2590
Tökum á móti matvælum og fatnaði
alla miðvikudaga að
Eskihlíð 2-4 frá kl. 12.00 til 18.00.
Símar 551 3360 og 892 9603
LAURA ASHLEY
Faxafeni 14 108 Reykjavík sími 5516646
Opið virka daga frá 10-18 og laugardaga frá 11-18
40% afsláttur af Jólavöru