Morgunblaðið - 14.12.2008, Qupperneq 25
sem honum stýrðu. Það er alveg deg-
inum ljósara að auðkýfingarnir ætla
ekki að sæta neinni ábyrgð, því þeir
telja sig ekki bera neina ábyrgð. Þeir
skilja orðið ábyrgð aðeins lagalegum
skilningi. Þeir segja ekkert nema:
Ég gerði ekkert ólöglegt. Í þeirra
veröld hefur orðið ábyrgð enga fé-
lagslega eða siðferðilega merkingu.
Þannig er veröld peninganna.
Græðgin sem henni fylgir virðist ala
af sér sálsýki, sykkópatíu. Það er
sagt að slíkt fólk trúi eigin lygi. Nú
er ég ekkert að sálgreina auðmenn.
Samt rímar þetta við afsakanir
þeirra á bankahruninu og afneitun
þeirra á allri ábyrgð. Hagfræðingar
hljóta þó að vara við slíkri greiningu,
þeirri að skoða hrunið út frá mann-
legum breyskleika. Efnahags-
lögmálin eru kjarninn en skuggahlið-
ar græðginnar birtingarmyndin.
Kærði þjóðfélag frjálshyggjunnar
sig um einhverjar reglur? Ef við
skoðum þetta í ljósi Hávamála, sem
kalla mætti siðferðisboðskap menn-
ingararfsins, þá hljómar spurningin:
Hefði verið hægt að temja mennina
sem aurarnir gerðu að öpum? Það
var hlutverk stjórnmálamannanna
en svo virðist sem aparnir hafi tamið
þá. Hvernig fóru þeir að því?
Í grein Þorvalds Gylfasonar Ætlar
linkindin aldrei að líða hjá? í síðasta
hefti Skírnis segir: „Margir vöruðu
við hættunni, sem í því fólst að setja
bankana í hendurnar á óreyndum
mönnum, bæði innan bankanna og
utan þeirra, en viðvörunum var ekki
sinnt.“ Já hvaða tök hafa auðmenn-
irnir á stjórnmálaflokkunum? Þor-
valdur Gylfason segir í sömu grein:
„Rás atburðanna hófst fyrir ald-
arfjórðungi með upptöku kvótakerf-
isins, þegar stjórnmálastéttin kom
sér saman um að afhenda útvegs-
mönnum ókeypis aðgang að sameig-
inlegri auðlind þjóðarinnar. Þessi
rangláta ákvörðun, sem allir flokkar
á þingi báru sameiginlega og sinnu-
lausa ábyrgð á, skerti svo siðvitund
stjórnmálastéttarinnar, að þess gat
ekki verið langt að bíða, að aðrar
jafnvel enn afdrifaríkari ákvarðanir
af sama tagi sæju dagsins ljós. Hví
skyldu menn sem víluðu ekki fyrir
sér að búa til nýja stétt auðmanna
með ókeypis afhendingu aflakvóta í
hendur fárra útvalinna, hika við að
hafa svipaðan hátt á einkavæðingu
bankanna og annarra ríkisfyr-
irtækja? Því hlaut að fara sem fór.“
Enn og aftur hljótum við að
spyrja: Getum við treyst þessum
stjórnvöldum og stjórnkerfinu til að
leiða okkur úr þeim vandræðum sem
þau hafa leitt okkur í? Nei, það get-
um við ekki. Nú þegar benda öll við-
brögð stjórnvalda til þess að afhenda
eigi allt þjóðfélagið sínum gömlu
herrum aftur. Hvernig geta stór-
skuldugir menn keypt hvert fyr-
irtækið af öðru? Háttalagi auðmann-
anna mætti líkja við mann sem
skuldar öðrum manni stórfé. Hann
segir við manninn: Ég get ekki borg-
að þér. Veski mitt er tómt. En samt
eru vasarnir fullir af peningum.
Longintesarnir steyma inn í bankana
og það er í raun hlegið að almenn-
ingi. Hér gæti áðurnefnd sjúkdóms-
greining komið til skjalanna. Þetta
fólk lifir einfaldlega í öðru kerfi, á
öðru plani, en annað fólk í þjóðfélag-
inu....
Já, þau eru mörg gullkornin sem
detta út úr hagfræðingunum þessa
dagana. Frjálshyggjan er enn við
lýði. Fyrir stuttu sagði einn hagfræð-
ingur í Speglinum hjá RÚV að hann
sæi vonarglætu í því að brátt muni
hinir fjársterku auðmenn flytja fé
sitt heim og kaupa eigur almennings
fyrir lítinn pening. Þegar fólk er orð-
ið gjaldþrota. Það er þetta sem auð-
mennirnir eru að bíða eftir og þetta á
að framkvæma í skjóli ríkisstjórn-
arinnar. Þetta hefur gerst annars
staðar, í öðrum fjármálakreppum.
Þetta eru skilyrðin sem verið er að
skapa. Þetta er stefna frjálshyggj-
unnar til að styrkja ríkidæmi hinna
ríku. Kreppan er þeirra verk. Þetta
er voðaverkið sem auðmennirnar
ætla að fremja í skjóli ríkisstjórnar
Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.
Bandarískur auðkýfingur orðaði
þetta svo að best væri að kaupa upp
eigur þegar allt væri í uppnámi og
blóðið flæddi um göturnar. Er það
þetta sem ríkisstjórnin er að bíða eft-
ir? Þetta er þegar byrjað. Skuldug
fyrirtækin renna skuldlaus til fyrri
eigenda sinna. Það er smurt ofan í
þá. Menn sem skulda þúsund millj-
arða leysa þetta til sín, einsog að
drekka vatn. Þetta er kerfið sem þau
ætla að koma á svo allt geti haldist í
gamla horfinu. Þess vegna er sama
fólkið í sömu stöðunum, á sömu stöð-
unum. En við sitjum uppi með, sumir
segja tíu milljónir, aðrir tuttugu
milljón króna skuld á hvert manns-
barn. Hér eru heimildir misvísandi,
einsog í öllu öðru. Og þessar skuldir
eru fyrir utan húsnæðisskuldirnar,
fjárránið sem fer fram með falli
krónunnar, gjaldþrotin og atvinnu-
missinn. Það á ekkert að breytast
nema að við eigum að þræla fyrir
skuldunum sem hellt hefur verið yfir
okkur. Þetta kallar ríkisstjórnin
björgunaraðgerðir en hverjum er
verið að bjarga? Og aftur spyr ég og
lýsi eftir svari: Hvað tök hafa auð-
mennirnir á stjórnmálamönnunum?
Það er við hæfi að ljúka þessu með
þriðju ívitnunni í Halldór Laxness, í
þetta sinn úr Kristnihaldi undir jökli:
„Spurt er: Hvað er hraðfrystihús?
Og svarað: „Það eru íslensk fyr-
irtæki. Spaugararnir reisa þau fyrir
styrk frá ríkinu, síðan fá þeir styrk af
ríkinu til að reka þau, þvínæst láta
þeir ríkið borga allar skuldir en
verða seinast gjaldþrota og láta ríkið
bera gjaldþrotið. Ef svo slysalega vill
til að einhverntíma kemur eyrir í
kassann þá fara þessir grínistar út að
skemmta sér“
jökli
25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2008
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
U
T
I
44
21
0
11
.2
00
8
„Hitaveita“ í jólagjöf
5.990Verð frá
Merino ullarnærföt
HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500
Laugavegi 562 9730 - Kringlunni 568 0800 - Smáralind 565 9730 - Akureyri 462 7800
JÓLAGJÖFIN
FÆST Í DRESSMANN
ALLTAF VEL KLÆDDUR
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn