Morgunblaðið - 14.12.2008, Side 33

Morgunblaðið - 14.12.2008, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2008 Morgunblaðið/Valdís Thor Bjartar horfur Framtíð hins unga Íslands á bekk í Bankastræti. G öran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Sví- þjóðar, hvatti íslenzk stjórnvöld til dáða í fyr- irlestri sínum í Háskóla Íslands fyrr í vikunni. Hann lagði til að fyrr og fastar yrði tekið á efna- hagsvandanum. „Þið er- uð rétt að byrja,“ var haft eftir Persson hér í blaðinu. „Þið megið engan tíma missa. Sumir halda því fram að bíða eigi með að taka á endurskipulagningu ríkisfjármál- anna fram á næsta ár. Ég held að Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn sé á þeirri skoðun. Því að glata ári? Hvers vegna að bíða?“ spurði Persson. Hann sagði að yrði ekki gripið til aðgerða nú þegar myndi markaðurinn refsa krónunni og þá yrðu ríkisstjórn og seðlabanki að grípa til að- gerða að verja hana. Persson lagði áherzlu á að Íslendingar yrðu að sýna frumkvæði. Við mættum ekki bíða eftir því sem aðrir segðu okkur að gera. Aðgerðir af hálfu Íslendinga myndu hins vegar senda um- heiminum skilaboð um að Ísland réði sjálft ör- lögum sínum. Hvar er frumkvæðið? Að baki þessum ummælum liggur væntanlega það mat Perssons að Ísland hafi ekki sent nægi- lega skýr skilaboð til umheimsins. Svipaðan tón má greina í nágranna- og vinaríkjum okkar hjá mörgum, sem til þekkja og hafa kynnt sér stöðu mála; stjórnmálamönnum, sérfræðingum og fjölmiðlafólki. Fólk furðar sig á því að ekki komi meira frumkvæði frá íslenzkum stjórnvöldum og ekki meiri viðbrögð við ýmsum tillögum og hugmyndum. Sumir orða það þannig að tvennt hafi aðallega heyrzt frá íslenzkum stjórnvöldum á undanförnum vikum; annars vegar sé kvartað yfir því að öll vina- og bandalagsríki Íslands séu vond við okkur, og hins vegar sé spurt hvort Ís- land geti fengið lánaða peninga hjá þessum sömu ríkjum. Þetta sé ekki mjög uppbyggileg stefna. Glansmyndin sem krumpaðist Eitt af því, sem ekki hjálpar orðspori Íslands gagnvart umheiminum, er hvernig fulltrúar ís- lenzka efnahagsundursins umgengust fólk í ýmsum nágrannalöndum okkar. Kaupsýslu- menn börðu sér á brjóst og gáfu í skyn að þeir væru klárastir í heimi í fjárfestingum, en inn- fæddir væru gamaldags og hægfara. Íslenzkir neytendur tóku þátt í að skapa þá ímynd að Ís- lendingar gætu keypt upp hálfan heiminn, svo stórtækir voru þeir í innkaupaferðum sínum að íslenzka er fyrsta tungumálið í bæklingum sumra nágrannaríkjanna um tollfrjálsa verzlun. Íslenzkir stjórnmálamenn og sjálfur forsetinn sungu bakraddir í útrásarkórnum. Þetta var ímyndin, sem íslenzkir kaupsýslumenn bjuggu til t.d. á Norðurlöndum og í Bretlandi. Margir skildu ekki hvaðan peningarnir komu. Engu að síður treystu hundruð þúsunda sparifjáreig- enda íslenzku fjármálasnillingunum fyrir pen- ingunum sínum. Svo hrundi allt og fyrstu fréttir bentu til að „Íslendingar“ – og þá gerir fólk lítinn grein- armun á einkaaðilum og stjórnvöldum – ætluðu ekki að standa við skuldbindingar sínar, hvorki gagnvart innstæðueigendum né öðrum lán- ardrottnum. Íslendingar vildu hins vegar gjarn- an fá lán hjá útlendingum. Jafnvel í okkar nán- ustu vinaríkjum, sem gera sér vel grein fyrir því að Ísland þarf á aðstoð að halda, er samúðin blendin. Þannig stóð í leiðara Helsingin Sano- mat fyrir nokkrum vikum að Norðurlönd yrðu að styðja „eyðsluseggi og dekurdrengi hinnar norrænu fjölskyldu“. Þessi mynd leit ekki vel út og skaðaði veru- lega orðspor Íslands í ríkjum á borð við Bret- land, Þýzkaland og Holland. Brezk stjórnvöld spilltu stórlega fyrir Íslendingum með aðgerð- um sínum gegn bæði Kaupþingi og Landsbank- anum, en við getum ekki horft framhjá þeirri ábyrgð, sem Íslendingar sjálfir báru á því hvernig fór. Við verðum að horfast í augu við veruleikann eins og hann blasir við umheim- inum og reyna að endurreisa orðspor Íslands. Samið um Icesave Lykilatriði í því er að semja um skuldir íslenzka bankakerfisins erlendis. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr verður að ljúka samningum um að íslenzkir skattgreiðendur taki ábyrgð á Icesave-reikningum Landsbankans. Þótt enn sé lögfræðilegur ágreiningur um það hversu langt skuldbindingar Íslands samkvæmt Evrópu- reglum um gagnkvæmar innstæðutryggingar ná, verður að horfast í augu við að málið er fyrir löngu orðið pólitískt. Ríki Evrópusambandsins hafa mikið fyrir sér í því að ef minnsti vafi léki á gildi tilskipunarinnar um innstæðutryggingar, gætu afleiðingarnar fyrir bankakerfið í aðild- arríkjum bandalagsins orðið grafalvarlegar. Í Icesave-málinu var Ísland orðið fullkomlega einangrað og átti engan annan kost en að semja. Okkar nánustu vinaríki í ESB, norrænu ríkin, stóðu ekki með Íslandi í lagatúlkun sinni. Ekki einu sinni Noregur, sem þó gekk á undan í að veita Íslandi lánafyrirgreiðslu, studdi túlkun Ís- lands á Evrópureglunum. Við slíkar aðstæður er skynsamlegra að reyna að semja um kjör á lánunum, sem standa til boða til að gera upp við innstæðueigendur, en að þybbast við og kvarta undan því að allir vinir okkar séu vondir við okkur. Íslenzk stjórnvöld þurfa að taka frumkvæði með því að afgreiða málið og útskýra síðan fyrir almenningi í löndunum, þar sem Icesave- skuldirnar voru stærstar, að Ísland hafi staðið við sitt. Þetta útilokar að sjálfsögðu ekki mögu- leikann á að Ísland stefni brezkum stjórnvöld- um vegna beitingar hryðjuverkalaganna – og tekur ekki heldur af stjórnendum gamla Lands- bankans ábyrgðina á því hvernig vaðið var áfram í Icesave-málinu þrátt fyrir viðvaranir. Samningar við kröfuhafa Annað lykilatriði í því að laga orðspor Íslands gagnvart umheiminum er að ná samningum við erlenda kröfuhafa gömlu bankanna um að þeir verði hluthafar í nýju bönkunum, einum eða fleiri. Hver vika, sem líður án þess að það mál leysist, spillir fyrir íslenzkum hagsmunum í hin- um alþjóðlega fjármálaheimi. Yfirlýsingar Davíðs Oddssonar seðla- bankastjóra í Kastljósi, sem voru síðar þýddar og birtust m.a. í Wall Street Journal, um að ekki ætti að greiða erlendar skuldir íslenzku bank- anna, höfðu neikvæðari áhrif en nokkur sá fyrir á þeim tíma. Ef íslenzka bankakerfið ætlar að eiga möguleika á erlendri fjármögnun – og ef yfirleitt á að vera hægt að laða hingað erlent láns- og áhættufjármagn til að endurreisa efna- hagslífið – þarf jákvæðari nálgun gagnvart hin- um erlendu lánardrottnum að koma til. Annað er ávísun á áralöng málaferli og mjög tregan að- gang Íslands að alþjóðlegu fjármagni. Til þessa hafa útlendu kröfuhafarnir kvartað sáran undan því að hér vilji fáir ræða við þá aðr- ir en skilanefndir gömlu bankanna, sem veiti litlar upplýsingar og hafi í raun ekkert umboð til að semja við þá. Þetta stendur nú til bóta, en þolir ekki mikla bið. Orðspor Íslands er í húfi. Lítið ríki getur ekki lokað sig af frá umheim- inum og sagt; við borgum ekki og við þurfum ekki á ykkur að halda. Heimurinn virkar ekki þannig lengur. Njóta lykilstofnanir trausts? Göran Persson hefur áreiðanlega rétt fyrir sér í því, að fastari tök á ríkisfjármálunum nú strax myndu stuðla að því að senda þau skilaboð til umheimsins að Ísland horfist í augu við vanda- málin og taki á þeim. Þetta þurftu bæði Svíþjóð og Finnland að gera í upphafi tíunda áratug- arins. Það kostaði vissulega miklar fórnir og óvinsældir stjórnmálamannanna sem báru ábyrgð, þar á meðal Perssons sjálfs, sem var fjármálaráðherra, en bar árangur til lengri tíma litið. Íslenzk stjórnvöld verða að tryggja að þau sjálf og lykilstofnanir ríkisins njóti trausts, ekki aðeins inn á við, heldur líka út á við. Hér innan- lands hafa verið háværar kröfur um að einstakir ráðherrar víki, sömuleiðis stjórnendur bæði Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Út á við hefur orðspor þessara stofnana líka skaðazt. Það fer ekkert á milli mála að Seðlabanki Ís- lands nýtur takmarkaðs trausts á alþjóðavett- vangi og er víða gagnrýndur fyrir rangar ákvarðanir. Bankinn er t.d. ekki sýndur í mjög jákvæðu ljósi í nýjasta hefti The Economist. Orðspor Fjármálaeftirlitsins hefur sömuleið- is beðið hnekki. Í Viðskiptablaði Morgunblaðs- ins var sl. fimmtudag sagt frá ummælum Wou- ter Bos, fjármálaráðherra Hollands, þar sem hann lýsti samskiptum hollenzkra stjórnvalda við FME. Bos sagði seðlabanka Hollands hafa fram á síðasta dag fengið þær upplýsingar frá Íslandi að allt væri í lagi með greiðsluþol ís- lenzku bankanna. Í frétt Morgunblaðsins segir jafnframt: „Bos sagði einnig að innan Evrópusambandsins (ESB) væru þeir aðilar sem sinntu eftirliti með bönkum í góðu sambandi sín á milli. Hann var- aði hins vegar við því að taka allar upplýsingar sem kæmu frá löndum utan ESB gildar. Orð- rétt sagði hann að „utan við ESB ættum við að fara varlega í hvort við samþykktum upplýs- ingar eða ekki“. Í framhaldinu sagði Bos að hol- lenski seðlabankinn hefði fram á síðustu stundu fengið upplýsingar frá Íslandi um að allt væri í góðu lagi með íslensku bankana.“ Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið hafa í nógu að snúast inn á við en verða auðvitað líka að huga að trúverðugleika sínum út á við. Aðgerðir og upplýsingamiðlun Erlendir sérfræðingar og fjölmiðlamenn, sem komið hafa hingað til lands að undanförnu, spyrja nánast undantekningarlaust hvort eng- inn hafi sagt af sér eða ætli að segja af sér vegna bankahrunsins. Fólk, sem kemur úr annarri pólitískri menningu en þeirri íslenzku, skilur hvorki upp né niður í því að bæði ráðherrar og t.d. stjórnendur Seðlabanka og Fjármálaeft- irlits sitja áfram í stólum sínum. Eitt af því, sem þetta fólk segist ekki skilja, er af hverju ekki sé lögð meiri áherzla á já- kvæða upplýsingamiðlun af hálfu íslenzkra stjórnvalda. Af hverju er það til dæmis ekki út- skýrt fyrir erlendum fjölmiðlum hvers vegna enginn hefur axlað ábyrgð og sagt af sér vegna bankahrunsins? Er það af því að enginn treystir sér til þess? Svo mikið er víst að hvers konar aðgerða- áætlun til að endurheimta orðspor Íslands á al- þjóðavettvangi þarf að fylgja áætlun um upplýs- ingamiðlun og almannatengsl. Slík áætlun á ekki að ganga út á glansmyndir af landi og þjóð. Hún þarf að þjóna þeim tilgangi að sýna fram á að íslenzk stjórnvöld taki á ástandinu af festu og ábyrgð, að þau virði alþjóðlegar skuldbindingar landsins og vilji ásamt öðrum ríkjum taka þátt í því að vinna sig út úr kreppunni sem leikur nú allan okkar heimshluta grátt. Stjórnvöld hafa vissulega nóg að gera við innri endurreisn efnahagslífsins. En sú vinna verður ekki skilin frá aðgerðum til að end- urreisa orðspor Íslands á alþjóðavettvangi. Við innri endurreisnina þarf Ísland á stuðningi um- heimsins að halda. Þannig virkar heimurinn núna. Áætlun um að endurreisa orðspor Íslands Reykjavíkurbréf 131208

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.