Morgunblaðið - 14.12.2008, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2008
skóla og námskeið
Morgunblaðið gefur
út glæsilegt sérblað um
sunnudaginn 4. janúar 2009
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
– notaðu tímann til að læra
Fáðu þér áskrift að Morgunblaðinu á mbl.is/askrift
Blaðið verður að venju
stórglæsilegt og kemur inn á
flesta þætti sem tilheyra þessum
flokki.
Í blaðinu verður fjallað um
menntun og þá fjölbreyttu flóru
sem í boði er fyrir þá sem vilja
auðga líf sitt og möguleika með
því að afla sér nýrrar þekkingar og
stefna því á nám og námskeið.
Skemmtileg og fræðandi
námskeið fyrir börn og fullorðna
Í skóla á ný eftir nokkur ár á
vinnumarkaði
Nýir og spennandi
námsmöguleikar
Skiptinám og nám erlendis
Sérhæft nám
Símenntun
Endurmenntun
Listanám
Tölvunám
Kvikmyndaskólinn
Tómstundanámskeið og almenn
námskeið
Brottfall úr framhaldsskólum
– meira eða minna?
Er aukin eftirspurn eftir
fjármálanámskeiðum?
Erlendir nemar á Íslandi
Ásamt fullt af öðru spennandi efni
Allar nánari upplýsingar veitir
Katrín Theódórsdóttir í síma
569 1105 eða kata@mbl.is
Tekið er við auglýsingapönt-
unum til kl. 16 föstudaginn
19. desember 2008.
Meðal efnis í blaðinu verður:
FR
Á
AU
GL
ÝS
IN
GA
DE
ILD
M
OR
GU
NB
LA
ÐS
IN
S
HVERS vegna hef-
ur Ísland verið al-
gjörlega úi í kuldanum
meðal allra vestrænna
þjóða undanfarið ár?
Á meðan Bandaríkin
hafa veitt háar lánalín-
ur til allra lýðræð-
isþjóða sem þess hafa
óskað, hefur Ísland
ekki fengið neina að-
stoð. Evrópusambandið hefur alger-
lega brugðist og Bretar hafa eins og
frægt er lýst Ísland hryðjuverka-
land og gengu mjög hart fram til að
þvinga tvo stærstu banka landsins í
gjaldþrot. Íran, sem er það ríki í
heiminum í dag sem helst er bendlað
við hryðjuverk, var í framboði til
setu í öryggisráðinu á móti Japan og
allar lýðræðisþjóðir í heiminum
greiddu Japan atkvæði sitt. Nema
kannski Ísland?
Það er staðreynd að eitt af fyrstu
verkum utanríkisráðherra var að
senda sérlegan fulltrúa sinn til Írans
síðastliðið sumar. Aldrei hefur verið
gefið upp hver tilgangur þessarar
farar hafi verið, en frá þeim tíma
hafa allar óskir Íslendinga um að-
stoð, m.a. til að byggja upp gjaldeyr-
isforða eða um lánalínur, verið fá-
lega tekið. Meira að segja Japan,
sem hefur alla tíð verið mjög vinveitt
Íslendingum hefur ekki séð sér fært
að aðstoða okkur á neinn hátt, and-
stætt því sem sumir fulltrúar Sam-
fylkingarinnar hafa haldið fram.
Allt bendir til þess að eitthvað hafi
gerst í utanríkispólitíkinni á síðast-
liðnu ári, sem varð þess valdandi að
Íslendingum hefur verið meira og
minna úthýst og enginn hefur séð
sér fært að koma okkur til aðstoðar,
nema nokkrar þjóðir
sem fjárfestu m.a. í KB-
banka, Alfesca og hafa
einnig fengið leyfi til að
hefja vatnsútflutning
frá Hafnarfirði. Allt eru
þetta þjóðir sem hafa
mjög sennilega stutt Ír-
an, ásamt Rússlandi.
Skyndilega má ekk-
ert gera sem getur
angrað Breta og hags-
munir þjóðarinnar eru
algerlega fyrir borð
bornir til að reyna að
friðþægja þá. Getur það verið vegna
þess að utanríkisráðherra veit upp á
sig skömmina?
Utanríkisráðherra skuldar þjóð-
inni skýringar á því, af hverju Ís-
lendingar virðast hafa glatað öllum
vinum sínum frá því að hún komst til
valda sem utanríkisráðherra. Hvað
var sendifulltrúi hennar að gera í Ír-
an síðastliðið sumar? Var utanrík-
isráðherra að semja við Íran til að
fullnægja sínum persónulega metn-
aði á kostnað þjóðarinnar? Ef það er
rétt að utanríkisráðherra hafi ákveð-
ið að styðja Íran til setu í öryggis-
ráðið hefur hún valdið þeim skaða á
hagsmunum Íslands, að hann verður
seint bættur og henni ber skilyrðis-
laust að biðja þjóðina afsökunar og
segja af sér.
Studdi Samfylking-
in Íran til setu
í Öryggisráðinu?
Birgir Örn Stein-
grímsson skrifar
um embættisstörf
utanríkisráðherra
Birgir Örn
Steingrímsson
»Utanríkisráðherra
skuldar þjóðinni
skýringar á því, af
hverju Íslendingar virð-
ast hafa glatað öllum
vinum sínum frá því að
hún komst til valda …
Höfundur er framkvæmdastjóri.
Hrafn Jökulsson skrifar um
endurminningar Bryndísar
Schram.
Bryndís Schram leiðir lesendur
um lönd og álfur í þessari fallegu
bók, sem er einskonar minn-
ingasyrpa fremur en hefðbundin
ævisaga. Þrjú lönd, Bandaríkin,
Finnland og Spánn, mynda um-
gjörðina en Bryndís dansar fyr-
irhafnarlaust milli sögusviða og
viðfangsefna. Og hefur frá mörgu
áhugaverðu og skemmtilegu að
segja.
Fyrir réttum 20 árum gáfu þær
Bryndís og Ólína Þorvarðardóttir
út ágæta bók um litríka ævi Bryn-
dísar, svo nýja bókin dvelur eink-
um við þá atburði sem síðan hafa
orðið. Hér er þó engin upptalning
og frásögnin er ekki línulaga. Við
byrjum til dæmis í Washington,
þar sem þau Jón Baldvin voru
sendimenn íslensku þjóðarinnar,
ferðumst svo með þeim til hinnar
köldu og einmanalegu Helsinki og
þaðan til Spánar, með viðkomu í
Eystrasaltslöndum, á Balk-
anskaga og víðar.
Bryndís er framúrskarandi
sögumaður og frásögnin er alltaf
sjarmerandi og krydduð vanga-
veltum og fróðleiksmolum, hvort
sem hún segir af Amishfólki,
Hannibal tengdó eða spænskum
skáldhetjum. Á síðum bókarinnar
eru líka ýmsir hefðarkettir á
stjákli: Clinton, Jóhannes Páll
páfi og jafnvel Elísabet II sem
býður Jóni Baldvini aspirín við
kvefi. Bryndís ber líka margvísleg
sögubrot á borð fyrir lesendur,
jafnt um fólann Franco sem frú
Chiang Kai-Shek.
Af öllum þeim persónum sem
Bryndís kynnir til leiks verður þó
amma hennar minnisstæðust
þessum lesanda hér. Kaflinn um
löngu liðna ferð þeirra austur fyr-
ir fjall er hrífandi, ekki síður en
hugleiðing Bryndísar um þá sí-
gildu, íslensku ömmu sem nú er
að hverfa af sjónarsviðinu.
Ekki er síður skemmtilegt að
kynnast Jóni Baldvini með augum
Bryndísar, og einmitt helst að
maður sakni nánari lýsinga á
þeim stormasömu átta árum þeg-
ar hann (eða þau) voru í rík-
isstjórn. Jón mun ugglaust gera
þeim tíma skil sjálfur (vonandi þó
með viðkomu í pólitík, takk) en
Bryndís hefur einfaldlega annan
sjónarhól, og að nokkru önnur
viðmið, svo pólitískar bollalegg-
ingar hennar eru á sinn hátt fullt
eins forvitnilegar.
Bryndís vandist því snemma að
tjá sig, með tónlist, dansi og leik.
Sjálf tekur hún fram að í mörg ár
hafi hún varla skrifað annað en
póstkort. Hún hefur hins vegar
með árunum þróað með sér lipran
og læsilegan stíl, sem ásamt húm-
or, hlýju og hæfilegri visku gerir
þessa bók að margréttaðri veislu.
Hrafn Jökulsson
Amma kemur
aldrei aftur
Höfundur er Trékyllisvíkingur.