Morgunblaðið - 14.12.2008, Side 44
44 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2008
FRÁ upphafi, í 30
ár, hefur SÁÁ starf-
rækt göngudeildir fyr-
ir sína skjólstæðinga,
alkóhólista, aðra vímu-
efnafíkla og ekki síst
aðstandendur þeirra.
Starfsemin hefur vaxið
mikið þessi ár og er nú
margvísleg. Nú, í
fyrsta sinn, árið 2008,
hefur ríkið ekki samið við SÁÁ um
rekstur göngudeildarinnar og starf-
semi þess því í uppnámi. Heimsókn-
ir á göngudeildir SÁÁ í Von, Efsta-
leiti 7 og á Akureyri eru fleiri en
30.000 á ári. Staðan er alvarleg. Í
göngudeildunum er sinnt stórum og
breiðum hópi, ekki bara þeim sem
hafa fíknsjúkdóminn heldur einnig
fjölskyldum þeirra, börnum þeirra
og spilafíklum. Inngripin eru mörg
og margvísleg, viðtöl, hópmeðferð,
námskeið, fræðsla. Hópurinn er stór
og mismunandi, allt frá unglingum
að eftirlaunaþegum og því úrræðin
ólík. Einnig hefur verið umfangs-
mikið félagsstarf starfrækt fyrir
okkar skjólstæðinga fyrr og nú.
Það dylst engum sem eitthvað
veit um fíknsjúkdóminn, að bati frá
honum felst ekki í skyndilausnum
eða stuttu inngripi á sjúkrastofnun
eða meðferðarheimili eingöngu. Sú
nauðsynlega upphafsmeðferð bygg-
ist hins vegar á því sem kemur í
kjölfarið. Eftirfylgnin og viðvarandi
meðferð, bataáætlun til lengri tíma,
er það sem skiptir máli. Þetta vita
þeir sem sinna lækningum á fíkn-
sjúkdómum og sækja sér upplýs-
ingar og þekkingar í faginu. Lengri
eftirfylgni er árangursríkari til
lengri tíma. Þetta eru ekki nýjar
fréttir, enda dettur engum í hug að
ná bata eða jafnvægi í aðra lang-
vinna sjúkdóma (s.s. háan blóð-
þrýsting, gigtsjúkdóma, sykursýki)
nema með viðvarandi
eftirfylgni og meðferð
til langs tíma.
Göngudeild-
armeðferð SÁÁ hefur
einmitt gagngert unnið
að þessu, að sinna fólki
sem byrjað er í bata,
sem kemur úr inn-
gripsmeiri meðferð, á
göngudeild, á Vogi, á
Vík eða Staðarfelli,
koma inn breytingum í
daglegu lífi, sinna ein-
staklingsbundnum
vanda og verkefnum, og stuðla þar
með að bata til lengri tíma.
Dr. Nora Volkow, yfirmaður
NIDA (National Institute of Drug
Abuse) sem er hluti af bandarísku
heilbrigðisstofnuninni, kom í heim-
sókn til okkar hjá SÁÁ í júlí síðast-
liðinn. Hún sagði okkur að í sínum
augum væri þessi meðferð okkar sú
besta sem hún þekkti til. Kom þar
til fjölbreytnin og hversu víða í ferli
hins fíkna inngripið náði til. Al-
mennur skilningur á vandanum á
Íslandi og eljusemi í að auka faglega
meðferð gerir það að verkum að við
náum til miklu stærri hluta þeirra
sem veikir eru af fíknsjúkdómi,
heldur en þekkist í öðrum löndum.
Samt náum við líklega aðeins til um
helmings þeirra sem þyrftu. Einnig
var hún hrifin af því hve yfirgrips-
mikil meðferðin er. Þegar við lýst-
um okkar meðferðum (t.d. kvenna-
meðferðinni) sem margar hverjar
fela í sér í 14 mánaða samfellda
meðferð með minnkandi inngripi, þá
spurði hún: Hvers vegna látið þið
ekki eftirfylgnina ná yfir 3 ár? Eða
5 ár með enn minna en þó reglulegu
inngripi/eftirliti? Það eru upplýs-
ingar til um að það skili enn betri
árangri.
Já, það er spurning, af hverju
gerum við það ekki? Lengjum enn
frekar göngudeildareftirfylgnina!
Það hljómar svo eðlilega ef við mið-
um við aðra langvinna sjúkdóma.
En hvað á til bragðs að taka þegar
heilbrigðisráðuneytið á Íslandi gef-
ur nú, í fyrsta sinn, engan gaum að
göngudeildarstarfsemi SÁÁ? Þvílík
afturför í meðferð við langvinnum
fíknsjúkdómi ef við getum ekki
sinnt þessum mikilvæga hluta með-
ferðarinnar sem fer fram í göngu-
deildinni. Hvað mun það kosta mik-
ið?
Ef ég vík að kvennameðferðinni,
sem hefur staðið konum til boða frá
1996 hjá SÁÁ, sem hefur dafnað og
sannað sig, sem hefur veit ótal kon-
um nýja byrjun í sínu lífi, þá fer um
mig óhugur við þessar aðstæður.
Hún er aðeins svipur hjá sjón án
möguleikans sem felst í 12 mánaða
meðferð í göngudeildinni í kjölfar
inniliggjandi meðferðar. Það yrði
mikil afturför, einmitt þegar þekk-
ing okkar bendir á mikilvægi á
langri eftirfylgni við langvinnum
vanda.
Hvað á að gera? Hefur ráðherra
og ráðuneytið áttað sig á hve stór og
alvarlegur þessi vandi er? Og hverj-
ar verða afleiðingarnar ef þessar að-
gerðir ganga eftir, að klippa á fjár-
veitingu til göngudeildarinnar eins
og hún leggur sig. Burt séð frá lög-
fræðilegu áliti á þessari aðgerð (eða
aðgerðarleysi) sem ég læt auðvitað
aðra um, þá er það faglega slæmt og
aðför að okkar sjúklingum. Ég vona
að við förum að sjá skilning og
ábyrgð fljótt frá yfirvöldum heil-
brigðismála.
Mikilvægur hluti með
ferðar SÁÁ, göngudeildar-
þjónustan, í uppnámi
Valgerður Rúnars-
dóttir skrifar um
göngudeildir SÁÁ
» Göngudeildir SÁÁ í
Reykjavík og á Ak-
ureyri eru nú án samn-
ings við heilbrigðisráðu-
neytið. Afar mikilvægur
hluti meðferðar fer þar
fram.
Valgerður Rúnarsdóttir
Höfundur er læknir hjá SÁÁ
NETIÐ hefur auðg-
að líf okkar flestra á
ótrúlega skömmum
tíma. Greiður aðgang-
ur að vefnum er í dag
nauðsynlegur og mörg
okkar nota vefinn á
hverjum degi hvort
sem er í vinnu eða til
afþreyingar. Netið er ekkert án
þess efnis sem þar er að finna,
ómælanlegt magn upplýsinga og af-
þreyingar með aðeins einum mús-
arsmelli.
Samkvæmt könnunum koma 80%
af öllum óværum og öðru óæski-
legu efni sem berst inn á tölvurnar
okkar nú í gegnum almennt vefráp
en ekki um tölvupóst eins og áður
fyrr. Nýjasta dæmið er óværa á
þeirri vinsælu félagsnetsíðu Fa-
cebook, sem getur stolið við-
kvæmum upplýsingum eins og t.d.
greiðslukortanúmerum og gert
tölvuna óstarfhæfa.
Til eru einfaldar reglur um net-
notkun sem hjálpa til við að forðast
óværur ýmiss konar og óæskilegt
efni. Netheilræði og annan fróðleik
má til dæmis nálgast á heimasíðu
SAFT.
Netnotendur eru betur settir ef
þeir eru meðvitaðir um að óæski-
legt efni getur troðið sér á skjáinn
og hugsanlega valdið
skaða. Mikilvægt er
þó að vita að netið er
með öllu öruggt ef
rétt er að farið. Sím-
inn kynnti á haust-
mánuðum þjónustu
sem heitir Netvarinn
og eykur öryggi á net-
inu og þá sérstaklega
fyrir börn. Netvarinn
hjálpar netnotendum
að verja sig og tölvur
sínar fyrir óæskilegu
efni. Viðskiptavinir
Símans geta gert
Netvarann virkan á þjónustuvef
Símans (www.siminn.is) endur-
gjaldslaust. Þar má til dæmis loka
fyrir óværur eins og njósnaforrit
og vefi sem villa á sér heimildir og
gætu stolið persónuupplýsingum.
Hægt er að þrengja síuna enn
frekar og loka á klámfengið efni,
síður sem fjalla um eiturlyf,
áhættuspil, hatur og kynþátta-
fordóma og svo mætti lengi telja.
Þar að auki er hægt að loka fyrir
spjallforrit svo foreldrar hafi al-
gjöra stjórn á netnotkun heimilis-
ins.
Netvarinn virkar þannig að fyr-
irtækið Websense er með netið í
heild sinni undir eftirliti og er
Netvarinn tengdur því. Þar eru
milljónir heimasíðna skoðaðar á
hverjum klukkutíma og flokkaðar
eftir fyrirfram ákveðnu kerfi. Ef
vefur fellur sem dæmi undir flokk-
inn „smekkleysa“ og gæti innihald-
ið efni sem ekki er við hæfi barna
er það sérmerkt og Netvari Símans
uppfærist í samræmi við það og
lokar þar með á síðuna ef notendur
hafa gert hann virkan á tölvunni
sinni. Um leið og efnið yrði tekið út
af umræddri heimasíðu félli hún
aftur í almennan flokk og yrði að-
gengileg á nýjan leik.
Að virkja Netvarann tekur ein-
göngu nokkrar sekúndur. Engan
hugbúnað þarf að setja upp þar
sem Netvarinn virkar á tenginguna
sjálfa og er því ekki háður því
hverskonar tölvu notendur hafa.
Jafnauðvelt er svo að breyta still-
ingum Netvarans eða jafnvel að
slökkva á honum.
Netið hefur haft í för með sér
stórstígar framfarir í upplýsinga-
miðlun. Veröldin hefur minnkað
með bættu aðgengi að upplýs-
ingum. Með réttri notkun getur öll
fjölskyldan notið netsins enn betur,
án þeirra vankanta sem hingað til
hafa fylgt því.
Öryggi á netinu
Anna Björk Bjarna-
dóttir segir frá net-
vörn til að varast
njósnaforrit og vefi
sem geta stolið per-
sónuupplýsingum
» 80% af öllum óvær-
um og öðru óæski-
legu efni sem berst inn á
tölvurnar okkar nú
koma í gegnum almennt
vefráp en ekki um tölvu-
póst eins og áður fyrr.
Anna Björk
Bjarnsdóttir
Höfundur er framkvæmdastjóri ein-
staklingssviðs Símans.
MEÐ þessari grein
er ætlunin að benda
vinsamlegast á að
sterkar líkur eru á
alvarlegri bjögun við
mælingar á vísitölu
neysluverðs (VN).
Greinarhöfundur hef-
ur á síðustu miss-
erum bent fulltrúum
Seðlabanka Íslands,
starfsmönnum Hagstofu Íslands
og Samtökum atvinnulífsins á
hugsanlega bjögun í þessu efni.
Slíkt hefur áhrif á alla landsmenn,
sérstaklega þá sem skulda verð-
tryggð lán.
Frá árinu 2001, þegar grein-
arhöfundur vann skýrslu um fast-
eignamarkaðinn fyrir aðila hér á
landi, og til dagsins í dag hefur
Hagstofa Íslands aukið vægi fast-
eignaverðs í mælingum á VN. Fyr-
ir um 7 árum nam vægi þessa
þáttar (þátturinn „reiknuð húsa-
leiga“) um 10% af vísitölu neyslu-
verðs en nú 18%. Á þessum tíma
hefur því vægi fasteignaverðs á
íbúðarhúsnæði í VN aukist til
muna og á sama tíma hefur fast-
eignaverð hækkað umtalsvert. Hér
má nefna að samræmda neyslu-
verðsvísitala Evrópu inniheldur
ekki fasteignaverðsþáttinn. Hvers
vegna Ísland?
Hér á landi hafa fulltrúar Hag-
stofu Íslands, m.a. með greinum í
Peningamálum Seðlabanka Ís-
lands, fullyrt að þar sem mæl-
ingum hér á landi sé betur farið sé
þetta gerlegt og fullyrt að aðrar
Evrópuþjóðir muni að lokum taka
þennan lið inn þó síðar verði. Vill
greinarhöfundur, sem starfað hef-
ur lengi á fasteignamarkaði, þekk-
ir mælingar Fasteignamat ríkisins
vel og eðli þeirra mælinga, þing-
lýsinga og verðmyndunar á mark-
aði, benda á að þessi rök eru væg-
ast sagt hæpin.
Þróunin hefur verið sú frá 2001
að bæði Íbúðalánasjóður og fjár-
málastofnanir aðrar hafa spýtt
lánsfjármagni út í hagkerfið, á
sama tíma valdið hækkunum á
fasteignum og einnig hefur vægi
fasteignaverðs aukist í VN. Hefur
þetta allt unnið gegn peninga-
málastefnu Seðlabanka Íslands illu
heilli. Hvers vegna og hvaða rök
eru að baki því að auka vægi þessa
liðar? Hverjir taka þarna ákvarð-
anir? Þetta liggur ekki ljóst fyrir.
Því miður, virðulegi ráðherra.
Lán skrúfuðust upp hjá öllum
almenningi sem tóku verðtryggð
lán og einnig að sama hlutfalli hjá
þeim sem búa úti á landi þó öll
þenslan og mesta veltan væri á
höfuðborgarsvæðinu. Á lands-
byggðinni rýrnar eigið fé heimila
hlutfallslega mest þó að þau heim-
ili hafi ekki tekið þátt í uppsveifl-
unni á sínum tíma. Hér getur verið
um bjögun upp á tugi ef ekki
hundruð milljarða að ræða sem
bankar veðsettu erlendis í gegnum
lánasafnið sitt á kostnað almenn-
ings. Þetta er í raun
óbein og afar óréttlát
yfirfærsla á verðmæt-
um frá heimilunum til
banka og lífeyrissjóða.
Til að benda á bjög-
un sem í þessu felst er
gott að nefna að þegar
almenningur sér fram
á að eignir hans eru
yfirveðsettar kemur til
makaskipta. Báðir að-
ilar, kaupandi og selj-
andi, halda verðinu
uppi og samningi þing-
lýst hjá sýslumönnum eins og efni
kaupsamninga standa til. Þessi
skjöl eru með bjöguðum upplýs-
ingum af markaði en lagalega rétt.
Skjöl þessi berast svo án at-
hugasemda til Fasteignamats rík-
isins sem svo dregur fram upplýs-
ingar af markaði fyrir Hagstofu
Íslands. Hagstofan nýtir þessar
upplýsingar gagnrýnislaust við
mat á verði fasteigna á markaði.
Bankar, sem svo lána rekstr-
arfélögum og byggingaraðilum
umtalsvert fé til bygginga á íbúð-
arhúsnæði til sölu, setja eignirnar
ekki á markað í heilu lagi og þess-
ar eignir koma ekki fram í mæl-
ingum enda aðeins lóðarblað að
baki en ekki kaupsamningar. Fjár-
málaeftirlitið hefur líklega aldrei
gert athugasemdir við þetta þó
lánasafnið sé undirliggjandi ofmet-
ið. Þessu hafa bankar haldið á n.k.
lager (eins og kjöt- og smjör-
fjöllum hér áður fyrr) svo að CAD-
hlutfall þeirra félli ekki og lækkaði
lánshæfismat þeirra þegar nánast
blind matsfyrirtæki mættu til
landsins og tóku þá út. Veðsetning
bankanna og þannig verðtryggðra
lánasafna þeirra byggðist að öllum
líkindum á slíku ofmati.
Ljóst er að Hagstofa Íslands
metur því fjölmargar eignir (þó að
um íbúðarhúsnæði sé að ræða í
byggingu og eru jafnvel tilbúnar
en tómar) ekki inn í neysluverð til
lækkunar á 18% þætti VN. Það er
einfaldlega vegna þess að þessar
eignir koma ekki á markað nema
þegar það hentar. Á meðan hanga
lánin á eignunum almennings og
höfuðstóll þeirra hækkar stöðugt.
Vill greinarhöfundur benda á að
yfir 60% af þjóðarauð landsmanna
eru bundin í fasteignum. Því og
þess vegna er málið enn alvarlegra
og gæti rannsókn á þessum þætti
hugsanlega leitt í ljós mikilvægar
niðurstöður fyrir stjórnvöld, Seðla-
banka Íslands og almenning í
landinu.
Um þessar mundir hrynur velta
á fasteignamarkaði en ekki þessi
þáttur (ath. að raunvirði ekki
nægjanlegt enda það aðeins ef aðr-
ir þættir hækka og þessi stendur í
stað, gæta skal að því) lækkar ekki
að nafnvirði og þannig til lækk-
unar VN. Hverju sætir? Þetta
gæti hafa leitt til rangs mat á
eignasöfnum banka og hvata til
óhóflegrar veðsetningar eigna- og
lánasafna erlendis.
Skorað er á virðulegan ráðherra
að leita allra leiða til að þetta og
annað varðandi mælingar á VN
verði rannsakað vel og ítarlega.
Hér er um fjöregg þjóðarinnar að
ræða, sjálfstæði hennar og fram-
tíð.
Áskorun til
forsætisráðherra –
Erindið er brýnt
Sveinn Óskar Sig-
urðsson fjallar um
vísitölu neyslu-
verðs
Sveinn Óskar
Sigurðsson
»Hér getur verið um
bjögun upp á tugi ef
ekki hundruð milljarða
að ræða sem bankar
veðsettu erlendis í
gegnum lánasafnið sitt á
kostnað almennings.
Höfundur er hagfræðingur og MBA
frá Háskóla Íslands
Fréttir
í tölvupósti