Morgunblaðið - 14.12.2008, Side 47

Morgunblaðið - 14.12.2008, Side 47
Minningar 47 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2008 Kær vinkona og samstarfskona er látin eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Kynni okkar Guðlaugar hófust þegar ég leysti hana af í starfi við bókhald hjá Samvinnuferðum-Land- sýn á meðan hún þurfti að leggjast á sjúkrahús vegna veikinda sem urðu upphafið að þeim sjúkdómi sem varð henni að aldurtila. Skömmu seinna var ég ráðin til starfa hjá SL og unn- um við Guðlaug náið saman um tutt- ugu ára skeið eða fram til þess tíma að ferðaskrifstofan hætti starfsemi. Starfsandi hjá SL var einstaklega léttur og skemmtilegur og má segja að starfsfólkið hafi verið eins og ein samheldin fjölskylda. Við svo nána samvinnu kynnist maður fólki betur en ella og deilir með því gleði og sorgum. Guðlaug var ríkulega gædd öllum mannkostum sem góða konu mega prýða. Hún var glæsileg og fríð, skarpgreind, hafði ákveðnar skoðan- ir á mönnum og málefnum og var ófeimin að láta þær í ljós. Með hreinskilni sinni virtist hún stundum geta verið hrjúf á yfirborð- inu en undir niðri sló hlýtt og við- kvæmt hjarta. Hún var vinnusöm með afbrigðum, sló aldrei slöku við og samviskusamari manneskju tel ég mig ekki hafa kynnst. Guðlaug og Sveinbjörn voru ein- staklega samrýnd hjón og tóku sam- eiginlega á vandamálum sem á veg- inum urðu. Kom það ekki síst fram við þann mikla harm sem að þeim hjónum var kveðinn þegar einkadótt- ir þeirra sem hafði nýlokið námi og var nýgift með lítið barn veiktist al- varlega og lést eftir mjög erfið veik- indi. Er ekki hægt annað en að dást að sálarstyrk þeirra hjóna á þeim erfiða tíma. Í annasömu starfi Sveinbjörns við Háskóla Íslands og ekki síst á þeim tíma sem hann gegndi starfi rektors háskólans var Guðlaug stoð hans og Guðlaug Einarsdóttir ✝ Guðlaug Ein-arsdóttir fæddist í Reykjavík 7. janúar 1936. Hún lést á líkn- ardeild Landspítalans í Kópavogi föstudag- inn 28. nóvember síð- astliðinn og var jarð- sungin frá Grafarvogskirkju 10. desember. stytta án þess að það á nokkurn hátt kæmi niður á starfi hennar. Heimili þeirra í Kópa- vogi er mjög fallegt og hlýlegt og bar smekk- vísi og listfengi Guð- laugar fagurt vitni. Þegar þau hjónin festu kaup á sumarbú- stað í Úthlíð varð sá staður athvarf þeirra í öllum frístundum og undu þau sér hvergi betur en þar í faðmi náttúrunnar við fugla- söng og bjarkarilm. Það er ótal margs að minnast og yrði allt of langt mál ef telja ætti upp allar þær góðu minningar um skemmtilegar samverustundir sem við hjónin áttum með Guðlaugu og Sveinbirni en fyrir þær verður seint fullþakkað. Segja má að þáttaskil hafi orðið varðandi sjúkdóm Guðlaugar þegar hann tók sig upp af fullum þunga fyr- ir um það bil þremur árum og hún fékk þann úrskurð að væntanlega ætti hún einungis fáa mánuði ólifað. Var það aðdáunarvert af hve miklu æðruleysi og styrkleika hún tók þessum skapadómi, en hann varð til þess að hún ákvað loks að hætta störfum sem hún gegndi í Norræna húsinu. Sem betur fór gætti þarna of mikillar svartsýni lækna þar sem hún náði á ný talsverðum bata eftir að hafa gengið í gegnum erfiðar lyfjameðferðir. Þann tíma sen nú gafst nýttu þau hjónin til að ferðast og var það Guðlaugu mikil upplyft- ing. Við hjónin vottum Sveinbirni og öllum aðstandendum okkar innileg- ustu samúð. Helga Halldórsdóttir. Árin líða skjótt og okkur spila- félögunum finnst ekki langt síðan við komum í fyrstu heimsókn til mynd- arhjónanna Guðlaugar og Svein- björns þótt langt sé um liðið. Gjarnan tengdust heimsóknirnar spilakvöld- um en við félagar höfum í marga ára- tugi skipst á að halda bridgekvöld. Oftar en ekki komum við á heimili þessara samstilltu hjóna og alltaf vorum við velkomnir og veitingarnar hjá Laulau einstakar. Laulau greindist með krabbamein fyrir tæpum 30 árum, en fékk sæmi- legan bata þar til veikindin tóku sig upp á árinu 2004. Guðlaug tók þess- um alvarlegu tíðindum með miklu jafnaðargeði og við héldum áfram að koma á þeirra góða heimili og alltaf tók Laulau okkur jafnvel. Dáðumst við oft að dugnaði hennar og bjart- sýni í glímunni við þennan erfiða sjúkdóm. Spilafélagarnir og makar fóru ár- lega í helgarferðir út á land og í ágúst sl. varð Snæfellsnes fyrir valinu. Var þetta frábær ferð enda ekið fyrir Jökulinn sem skartaði sínu fegursta og Sveinbjörn fræddi okkur um jarð- fræðina. Laulau var kát og naut nátt- úrufegurðarinnar í góðra vina hópi. Við sendum Sveinbirni og fjölskyldu hans samúðarkveðjur og þökkum margar ánægjulegar samverustund- ir. F.h. bridgeklúbbsins og maka Ólafur Gíslason. Sorgarskuggi og saknaðar hvílir yfir okkur vinum Guðlaugar Einars- dóttur. Það var þungt áfall fyrir okk- ur þegar Laulau féll frá eftir margra ára mjög erfið veikindi. Ekki svo að skilja að henni hafi fundist þau erfið, miklu heldur fannst okkur það. Hún var svo sterk og hún var harðákveðin í því að lifa lífinu lifandi til hinstu stundar. Á þessari stundu eru okkur hjónum efst í huga öll þau yndislegu ferðalög sem við áttum með Svein- birni og Laulau, Sveinjörn var mað- urinn sem allt vissi og við hin nutum. Laulau var þó ekki alltaf sátt við visku alheimsins og átti það til að mótmæla, bæði hinu andlega atgervi og trúarbrögðunum. Á þessari eig- ingirninnar öld var Laulau óvenju óeigingjörn og ósérhlífin. Hún helg- aði sig fjölskyldu sinni og fórnaði henni lífi og kröftum. Þótt hún gæti verið hvöss í orðum, ef henni þótti þess þurfa, var nærgætni hennar í ætt við sólarylinn, sem allt vermir. Við hjónin þökkum almættinu fyr- ir það, að við fengum að vera sam- ferða þeim yndislegu hjónum, Svein- birni og Laulau. Við vottum Sveinbirni, Einari, Birni Má, tengda- börnum og barnabörnum samúð okk- ar á þessari stundu. Emilía Jónsdóttir og Karl Ragn- ars. Í dag er kær vinkona okkar og samferðakona Guðlaug Einarsdóttir lögð til hinstu hvílu og héðan í frá lifir og merlar minningin ein. Á kveðju- stund hrannast fram í hugskot okkar myndir og minningabrot frá liðnum samverustundum, sumar löngu liðn- ar við margvíslegar aðstæður og víðsvegar, birtast og rifjast upp. At- vik sem voru svo einkennandi fyrir þá sterku nærveru sem Guðlaugu var svo eiginleg og gerði hverja sam- verustund með henni og Sveinbirni að sérstökum viðburði sem lifir í hug- um okkar. Eitt af því sem við áttum í sameig- inlegum sjóði var að fara reglulega í ferðalög til að kynnast landinu okkar fagra og ferðast um svæði sem ein- hverju okkar voru áður ókunn. Í þessum ferðum var margt skrafað og ýmislegt tekið sér fyrir hendur sem helgaðist af stundinni og staðnum. Þannig áttum við saman margar ógleymanlegar stundir, upplifðum náttúru landsins og höfðum sam- skipti við fólk á heimavettvangi víðs- vegar um land. Guðlaug var eins og sjálfkjörin til að veita þessum sam- verustundum eins konar forsjá með hugmyndauðgi sinni og eðlislægri ósérhlífni. Hún var ávallt tilbúin að vera samferðafólki og vinum stoð og glæða tilveruna lífi og ljósi. Raunsæi hennar og skarpskyggni gerði það að verkum að hún tók ekkert sem gefið en á sama hátt var hún æðrulaus gagnvart því sem ekki varð um þok- að. Þannig þróaðist samvera okkar í áralanga vináttu sem hvergi bar skugga á. Það var ekki aðeins í okkar samveru sem þessar eigindir Guð- laugar komu svo skýrt fram. Þannig tókst hún á við lífið og oftar en ekki var það ofar skilningi hvernig hún tókst á við þau erfiðu veikindi sem hrjáðu hana um langt skeið. Guðlaug átti yndislegan lífsföru- naut og fyrir okkur voru þau Svein- björn eitt í öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur í smáu og stóru. Sam- hent í öllu, gleði og sorgum og sífellt gefandi af sér og miðlandi til þeirra sem áttu samleið á vegferð lífsins. Sannir vinir. Síðasta skiptið sem við hittumst fyrir fáeinum vikum var okkur öllum ljóst að hinn illvígi sjúk- dómur hafði náð yfirhöndinni, þrek og máttur þverrandi en andinn óbug- aður og við ræddum um komandi við- burði eins og svo oft áður. Okkur auðnaðist ekki að lifa þá saman. Nú er kallið komið og við kveðjum hinstu kveðju hetju sem gefið hefur okkur svo margt gegnum áralanga vináttu. Handan móðunnar miklu, víddir hins eilífa lífs og eftir lifa minningarnar og ylja. Megi algóður Guð vera Sveinbirni, fjölskyldunni og ástvinum stoð á sorgarstundu. Blessuð sé minning Guðlaugar Ein- arsdóttur. Steinunn, Magnús og fjölskylda, Hvanneyri. Ég lít með trega á laufin falla. Ég heyri álengdar haustið kalla: Morgunhéla, myrkar nætur, höfgur ekki þá himinn grætur. En lífsins hringrás er líka skýr, það alheimslögmál í öllu býr: Fyrst haust, þá vetur með héluspor, en eftir vetri er aftur vor. (Þuríður J. Kristjánsdóttir.) Það var líka vor þegar ég sá þig fyrst, Laulau mín. Alla vega í minn- ingunni. Árið 1970 vorum við hjónin að mála íbúð sem við höfðum fest kaup á í Blöndubakka í Breiðholti. Þá sjáum við konu og mann, með lítinn strákhnokka, koma labbandi. Stein- grímur segir þá: „Þetta eru Svein- björn og Laulau“ sem hann þekkti frá því að hafa verið í námi í Þýska- landi og Sveinbjörn þá að klára sitt nám þar. Við áttum síðar eftir að um- gangast þessi heiðurshjón mikið alla tíð. Við Laulau vorum þá í þeim fá- menna hópi kvenna sem var heima- vinnandi. Við vorum nánast daglega í sambandi. Við saumuðum á börnin, bökuðum á föstudögum og gerðum helgarþrif og innkaup. Á fallegum dögum útbjuggum við gjarnan nesti og fórum með börnin niður að Elliða- ám og spjölluðum, t.d. um hvernig við vildum hafa þetta eða hitt. Já, gólfin hjá henni voru græn en grá hjá okkur. Þetta man ég núna. Því dag- inn áður en hún kvaddi og ég sat hjá henni sárþjáðri, áttum við góða stund einar saman og Laulau brosti og sagði „manstu enn litinn á gólf- unum okkar“. Við fórum nokkrum sinnum um hvítasunnu í Húsafell með börnin og leigðum svokallaða A-bústaði. Þar áttum við ógleymanlegar stundir. Fórum í stuttar ferðir, á hestbak, vorum í sundi og lékum við börnin á daginn en þegar þau voru sofnuð fór- um við að spila. Við áttum margar góðar stundir á Blöndubakkaárun- um. Síðan kom að því að við fjölskyld- an fluttum á Selfoss vegna vinnu Steingríms. Mikið saknaði ég Lau- lauar þá, ekki hægt að skreppa í morgunkaffi og spjall. Svo kom að því að þau fluttu í Kópavoginn. Lau- lau sagði: „Við urðum að flytja af því að þið fóruð.“ En vináttan flutti ekki. Þrátt fyrir öll þau áföll og missi sem þau urðu fyrir kom það ekki niður á vináttu okkar, það er ótrúlegt hvað lagt er á eina fjölskyldu. En hún vin- kona mín gat sem betur fer talað um hlutina eins og þeir voru. Hún átti góðan mann sem stóð eins og klettur við hlið hennar gegnum lífið. Hún var ótrúlega sterk og ætlaði ekki að láta undan, þó að hún gerði sér fulla grein fyrir að hverju stefndi. Það var henni mikið gleðiefni að fá þau Einar og Guðrúnu heim með börnin og gat hún þá notið litla sonarsonar síns. En sem betur fer átti hún, og þau Svein- björn, mörg góð ár með dótturdóttur sinni, Birnu. En þessi jólin gera þær víst ekki jólakortin saman. Við Stein- grímur viljum þakka þeim hjónum tryggðina og vináttuna og ekki hvað síst eftir áfall Steingríms. Fáir komu jafn oft í heimsókn. Kæri Sveinbjörn, Einar og fjöl- skylda, Björn Már, Birna og aðrir að- standendur, tíminn sem í hönd fer er mörgum erfiður. En við biðjum þess að ljósanna hátíð vermi hjarta ykkar og gefi ykkur öllum styrk og þrek með hækkandi sól. Því eftir vetri er aftur vor. Jóhanna og Steingrímur. Í dag kveð ég með söknuði mág- konu mína í rúm tuttugu ár, hana Laulau. Þó ljóst væri að hverju stefndi er það mjög sárt að standa frammi fyrir því að Laulau sé farin og bjarta brosið hennar og skörpu at- hugasemdirnar munu ekki verða á vegi mínum framar – eða a.m.k. ekki í bráð. Við kynntumst fyrir um 45 ár- um, þegar ég kom inn í fjölskyldu Sveinbjörns, manns hennar. Svein- björn hefur ætíð verið höfuð ættar- innar sem við hin höfum leitað til með ráð og leiðsögn. Laulau hefur ávallt tekið því með þolinmæði og yfirveg- un hve mikinn tíma sem það hefur oft tekið og jafnvel gefið nokkur eigin ráð og gullmola þegar við hefur átt. Þótt formlegum fjölskyldutengslum okkar lyki hélst ávallt vinskapur milli okkar Laulauar og hafa þau Svein- björn sýnt mér og fjölskyldu minni góða vináttu alla tíð. Laulau var mjög vel gefin og flug- greind og hefði án efa náð langt á hverju því sviði sem hún hefði lagt fyrir sig. Hún helgaði sig þó börnum og heimili framan af eins og siður var á þeim tíma. Það kom þó fram í sam- tölum okkar að hún hefði gjarnan viljað fara í langskólanám, en taldi að það væri ekki framkvæmanlegt á þeim tíma að leggja í slíkt með ungt barn. Frá okkar fyrstu kynnum dáð- ist ég að glæsileika Laulauar og góð- um smekk. Hún lagði ávallt mikla umhyggju og natni í öll sín verk. Þær tækifærisgjafir sem hún valdi fyrir börnin mín voru yfirleitt meðal þeirra sem voru vinsælastar, enda valdar af mikilli kostgæfni og um- hugsun. Þrátt fyrir að hafa fengið meira en sinn skammt af erfiðleikum og sjúkdómum var Laulau allajafna hress og kát og talaði um alla hluti af hreinskilni og raunsæi. Margir hefðu gefist upp í þeim miklu raunum, sem hún stóð af sér og vann úr með ótrú- legri þrautseigju og bjartsýni. Ég hitti Laulau í síðasta sinn að- eins rúmri viku fyrir andlát hennar og þó að við vissum báðar að hverju stefndi áttum við mjög ánægjulega stund saman. Hún sýndi mér myndir af barnabörnunum Birnu, Ísaki Helga og Braga og við hlógum og höfðum það skemmtilegt og fór ég mun glaðari af hennar fundi en ég kom. Við fjölskylda mín þökkum Laulau samfylgdina og biðjum Sveinbirni og fjölskyldu hennar blessunar. Hrefna Kristmannsdóttir. Jóhannes Páll Jónsson frá Sæbóli í Aðalvík hefði orðið 78 ára 9. desem- ber sl. Ég vil minnast hans með nokkrum kveðju- og minningarorð- um. Ég ætla að minnast nokkurra góðra stunda sem við áttum um þriggja vetra skeið meðan hann var í Gagnfræðaskólann á Ísafirði. Þá var ég ungur og ógiftur maður, ný- lega fluttur í bæinn og var byrjaður að læra bakaraiðn. Ég þurfti að leigja mér herbergi og kom það sér vel fyrir Jóa. Hann var sex árum yngri en ég og því fannst mér ég bera nokkurs konar föðurlega ábyrgð á honum. Okkur kom alveg sérstaklega vel saman, Jói var alveg sérstaklega góður drengur, alltaf glaður og brosandi og þægilegur í allri umgengni. Við bjuggum því saman þessa þrjá vetur. Ég þurfti að stunda mitt nám í Iðnskólanum, Jóhannes Páll Jónsson ✝ Jóhannes PállJónsson fæddist á Sæbóli í Aðalvík 9. desember 1930. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 9. september síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði 18. september sl. sem þá var kvöldskóli, og byrjaði hann klukk- an 4 á daginn og var til 10 á kvöldin. Æskuvinur hans, Hreinn Jónsson, var einnig í skólanum og brölluðu þeir vinirnir ýmislegt á meðan ég var í skólanum. Ekki spillti fyrir að ég átti harmonikku sem hann æfði sig að spila á og gekk prýðilega. Jói var næmur fyrir öllu í okk- ar sambúð, hefði hann pata af því að ég ætlaði að bjóða ein- hverjum heim til mín á kvöldin, þá sagðist hann ætla að skreppa í heimsókn til Hreins vinar síns. Einnig ef gestir komu í heimsókn fyrir dansleik á laugardagskvöld, brást ekki að Jói var búinn að snyrta og pússa allt þegar heim var komið aftur. Oft þurftum við að skipta um her- bergi á þessum árum, stundum vegna þess að við spiluðum of mikið á harmonikkuna og það olli ónæði. Besta húsnæði sem við höfðum var stofa sem ég leigði hjá Jónasi Tóm- asyni á horninu á Silfurgötu og Hafnarstræti yfir Bókhlöðunni. Þar voru vinirnir Jói Palli og Hreinn mjög ánægðir, voru eitthvað farnir að kíkja út um gluggana á stúlk- urnar. Þegar ég kynntist konunni minni, Guðrúnu Önnu, urðu þau strax góðir vinir og bar aldrei skugga á vináttu þeirra meðan bæði lifðu. Ég man þegar Sundhöllin var opnuð á Ísafirði 1946, það varð hans draumastaður, enda góður sund- maður og sundáhuginn fylgdi hon- um alla tíð, eða á meðan kraftar leyfðu. Ég vil sérstaklega minnast byggingar sumarhúss okkar systk- ina á Sæbóli í Aðalvík, en þar erum við fædd og uppalin. Þá varð Jói okkar yngsti bróðir sjálfkjörinn til að halda utan um öll fjármál og gerði hann það með sóma í tæp 40 ár, eða á meðan heilsan leyfði. Alltaf þegar við komum saman var hann hrókur alls fagnaðar, hvort sem var í Aðalvík eða annars staðar. Hann var mikill söngmaður og hafði mikla og góða söngrödd. Hann sá björtu hliðarnar á lífinu, en var samt fastur fyrir þegar þurfti. Þetta verða mín kveðjuorð til þín kæri bróðir, hafðu þökk fyrir dreng- lyndi þitt og góðvild til mín og minnar fjölskyldu. Ég bið Guð að styrkja fjölskylduna þína, þín er sárt saknað kæri bróðir og að end- ingu syngjum við uppáhaldskveðju- lagið okkar á pallinum í Jónshúsi. Sól að hafi hnígur hamra gyllir tind, með söngvum svanur flýgur sunnan móti þýðum vind. Króna hægt á blómum bærist, brosa þau svo unaðsrík. Kvölds þá yfir friður færist, fegurst er í Aðalvík. (Jón Pétursson.) Bæring Gunnar Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.