Morgunblaðið - 14.12.2008, Síða 48
48 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2008
Aðventan er gengin í
garð. Sjóflyksurnar
falla, sindra í myrkrinu,
þó er töfrablær mjallar-
innar ekki eins áhrifaríkur og áður. Í
hjartanu er tómarými. Tengdafaðir
minn Björn Björnsson er fallinn frá.
Hlýr maður sem sá jákvæðar hliðar
lífsins, kom auga á kímnina þó að hún
blasti ekki alltaf við öðrum. Björn
sýndi öðrum fölskvalausa athygli og
fylgdist vel með öllum í fjölskyldunni.
Hann var sem akkeri hennar, stað-
fastur, áreiðanlegur og alúðlegur.
Áhugi hans á tækni var einber, hann
fylgdist vel með og var ætíð með allar
tækninýjungar á hreinu. Björn var
ræðinn og það var alltaf gaman að
heimsækja þau hjónin, það var sama
hvert umræðuefnið var, hann hafði
ákveðnar skoðanir á öllu og velti oft
upp hlægilegum hliðum á tilverunni.
Það var gaman að heyra þau ræða um
þá daga sem hann var flugvirki og
hún flugfreyja. Ég gat oft velst af
hlátri yfir sögum af flugferðum þar
sem eitthvað óvænt kom upp á.
Á kveðjustundum eru ótal minn-
ingabrot sem þjóta um hugann. Ég
man eftir fyrstu heimsókninni sem ég
kom í til Björns og Sissúar fyrir rúm-
um 20 árum þar sem systkini manns-
ins míns þutu um til að skoða þessa
nýju kærustu og Björn virkaði ábúð-
arfullur en hlýr. Heimsóknum þeirra
að skoða litlu barnabörnin í Þingholt-
unum sem hann lét sér annt um. Sím-
tölum um miðjar nætur þar sem hann
sinnti störfum umsjónarmanns okkar
við LÍN þegar við bjuggum í Amer-
íku, þegar hann kom og þegar gaf
mér start á miðri umferðar-
götu … Brot minninganna raðast
saman í mynd af heilsteyptum manni
sem hefur skipað stóran sess í lífi
okkar ástvina hans. Veikindum sínum
tók hann af æðruleysi. Við héldum að
hann væri að kveðja fyrir tveimur ár-
um en lífsgleði hans og létt lund urðu
til þess að hann var valinn í meðferð
sem fáir á hans aldri áttu kost á. Því
fjölgaði þeim dýrmætu stundum sem
við áttum saman. Undir það síðasta
sló hann enn á létta strengi og sagði
kímnislega að hann hefði það stórgott
þó að hann væri að deyja. Það er gott
að geta kvatt þennan heim án eftir-
sjár og finnast maður hafa verið lukk-
unnar pamfíll eins og hann komst að
orði. Þroskaður er sá maður sem lítur
yfir líf sitt, er sæll og fer sáttur inn í
dauðann. Aðventan líður og jólin
koma. Ég er sæl að hafa átt slíkan öð-
lingsmann fyrir tengdaföður. Það er
mikil gjöf að eiga góða að. Minning-
arnar lifa með okkur sem eftir erum.
Ég sé hann fyrir mér umvafinn ljósi
almættisins í félagskap móður sinnar
og föður í sannri jólagleði sem við
sameinumst öll í.
Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir.
Kveðja frá Flugmálastjórn Ís-
lands
Með Birni Björnssyni er fallinn frá
mikilhæfur maður sem unnið hefur að
eflingu flugsins og þá einkum flug-
öryggis í tæpa fjóra áratugi. Björn
hitti ég fyrst fyrir rúmum áratug og
þá sem deildarstjóra lofthæfideildar.
Þar var á ferðinni maður sem hafði
mikla reynslu, var meira en í með-
allagi greindur og gaf af sér góðan
þokka. Hann hafði áhyggjur fyrir
hönd flugsins, að deildin hans væri
ekki nógu öflug, á þessum tímum
uppgangs og útrásar í flugi, til að leið-
beina og hafa eftirlit með lofthæfimál-
um. Það var ekki í eina skiptið að
hann hafði áhyggjur í þessa veru en
honum tókst betur en flestum að
virkja þær áhyggjur til hagsbóta fyrir
starfsemi Flugmálastjórnar og flugs-
ins á Íslandi. Þá skildi hann afskap-
Björn Björnsson
✝ Björn Björnssonfæddist í Hamborg
í Þýskalandi 9. mars
1933. Hann lést á líkn-
ardeild Landspítalans
29. nóvember síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá Foss-
vogskirkju 9. desem-
ber.
lega vel hina nýju
strauma í eftirliti með
flugmálum þar sem
gæðastjórnun og
ábyrgð þeirra sem
vinna sjálfir verkin er
lykilatriði.
Björn mótaði ekki
aðeins starfið hérlend-
is heldur hafði tölu-
verð áhrif á starfsemi
flugöryggisstofnunar
Evrópu, JAA, í kröf-
um til viðhaldsstjórn-
unar loftfara. Það var
kannski ekki furða að
svo væri, maður sem talaði fjögur
tungumál eins og móðurmál sitt, alinn
upp í Þýskalandi og Danmörku,
menntaður í Englandi og starfaði ár-
um saman í Bandaríkjunum. Það var
eðlilegt að JAA kynni að meta fram-
lag hans þegar kom að þessari merku
samhæfingu flugöryggisreglna innan
Evrópu sem urðu að vera í samhljómi
við reglur Bandaríkjanna.
Ég minnist þó best glettni Björns
og hreinskipti hans og met það mikils
þegar hann nánast húðskammaði yf-
irmann sinn með réttu fyrir fram-
komu við starfsmann í deild þeirri
sem hann stýrði. Stjórnendur þurfa á
slíkum starfsmanni að halda sem þor-
ir að koma fram og rökstyðja mál sitt.
Ég vil fyrir hönd Flugmálastjórnar
þakka Birni Björnssyni fyrir hið
mikla framlag hans að flugöryggis-
málum þjóðarinnar um leið og ég fyr-
ir hönd allra starfsmanna stofnunar-
innar votta fjölskyldu hans okkar
dýpstu samúð. Við söknum Björns.
Pétur K. Maack
flugmálastjóri.
Afi minn, þegar ég sé myndir af þér
frá því þegar þú varst ungur minn-
irðu mig helst á James Dean. Hví-
líkur sjarmur. Ég ímynda mér að þú
hafir komið frá Ameríkunni, heillað
dömurnar með enskum slettum og
sólgleraugum, gengið um í svörtum
leðurjakka. Svo söngstu kannski í
takt við Elvis Presley … og flaugst
um háloftin.
En frá því að ég man fyrst eftir þér
varstu afi minn sem sagði sögur og
ræddi heimsmálin. Sögurnar þínar
frá seinni heimsstyrjöldinni þóttu
mér svo spennandi, að þú hefðir virki-
lega upplifað þetta. Vá! Morgun-
stundir með ristuðu brauði og marm-
elaði þínu. Stökkar vöfflur að hætti
afa. Tárið úr öðru auganu. Msn.
Húmorinn. Kaldhæðnin. Hláturinn.
Faðmurinn. Hlýjan. Vísindatímaritin.
Heimspekilegu samræðurnar. Rauði
jeppinn. Saltpillurnar. Höndin þín.
Brosið þitt.
Þau eru ófá skiptin sem þú hefur
verið til halds og trausts. Þú bjarg-
aðir mér þegar ég var föst út í Chile.
Manstu? Þú kallaðir mig alltaf Per-
ústelpuna þína … Elska þig, afi minn.
Alltaf.
Þín
Ragnheiður Harpa Leifsdóttir.
Ég kynntist Birni fyrst þegar hann
starfaði sem flugvirki og skoðunar-
maður hjá Loftleiðum í New York og
ég var eftirlitsmaður Flugmála-
stjórnar sem kom þangað í eftirlits-
ferðir nokkrum sinnum á ári. Fljótt
varð mér ljóst að Björn bar af öðrum
skoðunarmönnum Loftleiða og að
þarna fór maður með einstaka hæfi-
leika á sínu sviði, vel menntaður og
með mikla reynslu.
Þegar brýnt varð að ráða flug-
virkja og skoðunarmann til Flug-
málastjórnar gaf það því augaleið að
ég reyndi að leggja snörur fyrir Björn
og fá hann til þess að koma heim og
taka að sér hið veigamikla starf að
hafa eftirlit með lofthæfi allra ís-
lenskra loftfara sem skoðunarmaður
loftferðaeftirlitsins og sjá auk þess
um viðhald og skoðanir flugvélar
Flugmálastjórnar.
Það tókst og hóf Björn störf hjá
Flugmálastjórn árið 1974 og starfaði
þar sem flugvirki, yfirskoðunarmað-
ur og deildarstjóri lofthæfideildar í
nærfellt 30 ár til loka starfsaldurs
síns árið 2003. Næstu þrjú árin fram í
október 2006 vann Björn auk þess í
hlutastarfi að sérverkefnum fyrir
Flugmálastjórn uns hinn illvígi sjúk-
dómur hans kom í veg fyrir frekari
störf.
Öll sín störf hjá Flugmálastjórn
vann Björn af þeirri kostgæfni sem
einkenndi hann alla tíð. Samvisku-
semi, heiðarleiki og sterk réttlætis-
kennd voru hans aðalsmerki. Enginn,
hvorki fyrr né síðar, dró í efa rétt-
mæti ákvarðana hans og úrskurða er
lutu að lofthæfi loftfara og flugvirkj-
un almennt. Á því sviði stóð honum
enginn framar.
Við Björn vorum nánir vinir í nær
því 40 ár og störfuðum saman hjá loft-
ferðaeftirliti Flugmálastjórnar í 21
ár, þar til ég hvarf á braut til starfa
erlendis í ársbyrjun 1995. Vinaböndin
héldust þrátt fyrir að leiðir skildi í
starfi og það var mér og konu minni
því mikil gleði þegar Björn og Sig-
þrúður komu í heimsókn til okkar í
Namibíu árið 1998.
Við ferðuðumst saman um þvera og
endilanga Namibíu, í Etosha þjóð-
garðinn með sínum ljónum, zebra-
hestum og gíröffum, um krókódíla-
slóðir meðfram landamærum Angóla,
til Viktoríufossa í Zimbabwe og á fíla-
og flóðhestaslóðum í Botswana. Slík
ferð gleymist ekki frekar en minning-
in um góðan dreng sem við kveðjum í
dag. Blessuð sé minning hans.
Kæra Sissú, við Lóla vottum þér og
fjölskyldunni allri okkar innilegustu
samúð.
Grétar H. Óskarsson, fv. fram-
kvæmdastjóri loftferðaeftirlits
Flugmálastjórnar.
Mér varð mikið um þegar Björn
hringdi og sagðist vilja kveðja mig
þar sem stutt væri eftir. Í samtalinu
rifjuðum við upp tíma okkar saman
sem vinnufélagar og vinir. En sem
betur fer náðum við að hittast og
kveðjast áður en yfir lauk.
Björn var deildarstjóri lofthæfi- og
skrásetningardeildar þegar ég byrj-
aði hjá Flugmálastjórn árið 1997.
Reyndist hann mér ákaflega vel sem
yfirmaður og lærimeistari og með ár-
unum myndaðist sterk vinátta.
Þegar hann lét af störfum vegna
aldurs leið aldrei sú vika að við töl-
uðum ekki saman í síma um daginn og
veginn. Björn var góður sögumaður
og sagði mér ótal sögur tengdar sér
og fluginu. Hann var ákaflega stoltur
af fjölskyldu sinni og sendi mér
myndir þegar ný barnabörn bættust í
hópinn.
Hann gaf mér góð ráð, mörg sneru
að sparnaði, fyrri reynsla hafði kennt
honum ráðdeild. Sumu hló ég að og þá
sagði hann alltaf „oh, þið þetta unga
fólk“.
Nú er komið að leiðarlokum í bili.
Ég kveð hann með söknuði.
Fjölskyldu Bjössa votta ég mína
dýpstu samúð.
Ástrós Friðbjarnardóttir.
Þegar ég fékk þær fréttir að Bjössi
væri dáinn hefði það ekki átt að koma
mér neitt á óvart. Það var samt áfall
að heyra það. Þessi vinnufélagi og
lærimeistari sem hafði kennt mér svo
margt, vinur sem ég hafði oft leitað
til, er nú farinn. Bjössi háði hetjulega
baráttu við illvíga sjúkdóma og vann
ótrúlega sigra en nú er þeirri baráttu
lokið.
Ég kynntist Birni Björnssyni þeg-
ar ég hóf störf hjá Flugmálastjórn ár-
ið 1989 í lofthæfideildinni sem hann
stjórnaði. Ég hafði ekki mikla reynslu
í faginu þá og ekki hafði ég komið ná-
lægt eftirlitsstörfum. Ég fann fljót-
lega eftir að ég byrjaði að vinna með
Birni að þarna var ekki neinn venju-
legur flugvirki á ferð. Hann var haf-
sjór af fróðleik og hafði yfirburða-
þekkingu á öllum málum sem
tengdust flugöryggi og reyndar langt
út fyrir það. Hann var afburða
greindur, hafði sterka rökhugsun og
var oft búinn að sjá hliðar á flóknum
málum löngu áður en þær urðu okkur
hinum sýnilegar. Fljótur að tileinka
sér nýjungar og spekúleraði í mörgu.
Á þessum árum vorum við bara tveir í
lofthæfideildinni og sáum auk þess
um viðhald og viðhaldsstjórnun flug-
véla Flugmálastjórnar. Mikil þróun
varð síðan í flugöryggismálum og
starfsemi deildarinnar tók breyting-
um eftir því. Ísland var stofnaðili að
Flugöryggissamtökum Evrópu, JAA,
1990 og tók Björn þátt í mótun krafna
um viðhald loftfara í Evrópu. Hann
naut mikillar virðingar meðal þeirra
fulltrúa sem komu að þessu starfi og
átti þátt í því að skapa þá góðu ímynd
sem Ísland hefur í flugöryggismálum
meðal Evrópuþjóða í dag.
Þótt Bjössi væri oft háalvarlegur
var alltaf stutt í húmorinn hjá honum,
hann kunni vel að segja sögur og af
þeim átti hann nóg. Það var oft hlegið
mikið þegar hann og Skúli Jón eða ef
Gaui kom í heimsókn og þeir komust í
sögugírinn saman. Hann gat verið
stríðinn en samt ótrúlega hlýr per-
sónuleiki og mikill sjarmör. Þegar ég
hugsa til baka kemur svo ótalmargt
upp í hugann; þegar við vorum að
vinna í Kónginum úti í skýli, oft um
helgar, vorum að lesa saman yfir
handbækur viðhaldsfyrirtækja eða
bara að spá í brauðuppskriftir. Bjössi
var svo samviskusamur að hann átti
oft erfitt með að skilja vandamálin
eftir í vinnunni. Stundum hringdi
hann í mig heim um helgi og þurfti þá
að ræða mál sem við höfðum verið að
vinna með. Þá var hann búinn að vera
að funda með sjálfum sér eins og
hann kallaði það.
Ég lít á það sem forréttindi að hafa
fengið að kynnast Bjössa, að hafa
unnið með honum og ekki síst að hafa
fengið að læra af honum. Betri skóla
hefði ég ekki getað fengið.
Ég kveð Bjössa með söknuði og bið
Guð að styrkja Sissú og börnin í sorg
þeirra og missi.
Sigurjón.
Þegar stóra systir mín kynnti kær-
asta sinn Björn Björnsson fyrir fjöl-
skyldunni skildi ég vel að hún væri
hrifin af honum. Hann var myndar-
legur, mikill heimsmaður með litrík-
an æviferil. Hann hafði áhuga og
skoðanir á flestu milli himins og jarð-
ar. Hann var duglegur að kynna sér
mál ofan í kjölinn og skorti aldrei fjöl-
breytt umræðuefni. Björn ólst upp í
Þýskalandi á stríðsárunum. Hann
gekk í barnaskóla í Hamborg, Kaup-
mannahöfn og Sauðárkróki. Flug-
virkjanám stundaði hann í Englandi
og gekk stundum undir nafninu enski
Björn meðal flugvirkja vegna þess að
hann var eini íslenski flugvirkinn sem
ekki var menntaður í Bandaríkjun-
um. Sérgrein hans var rafkerfi flug-
véla. Eftir að hann skildi við fyrri
konu sína dvaldi hann í fjögur ár í
Bandaríkjunum þar sem hann gætti
hagsmuna Loftleiða hjá viðhaldsfyr-
irtæki þeirra. Fyrstu árin eftir að
systir mín og hann giftust vann hann
hjá fyrirtækinu Blossa við bílaraf-
magnsviðgerðir. Árið 1974 réð hann
sig til Flugmálastjórnar og starfaði
hjá Loftferðaeftirlitinu út sína starfs-
ævi. Björn upplifði og sá margar hlið-
ar mannlífsins.
Það sem mér fannst gera Björn svo
ákjósanlegan félaga var af hversu
miklum áhuga og starfsgleði hann
nálgaðist hvert verkefni, smátt sem
stórt. Nákvæmur og fastur á sínum
skoðunum en líka léttur í lund, ráð-
þæginn og sveigjanlegur. Hann setti
fjölskyldu sína og vini í forgang, var
líflegur í vinahópi en kærði sig ekki
um að láta bera á sér í mannfjölda.
Þegar við hjónin heimsóttum hann á
sjúkrahús þar sem hann lá og vissi að
aðeins fáir daga væru eftir af hans lífi
tók hann okkur óbugaður og sýndi
sem fyrr óbilandi áhuga á lífinu og til-
verunni. Fyrr en varði var þetta orðin
þægileg stund umræðna um heima og
geima. Hann komst hjá því eins vel og
mögulegt var að leggja sinn kross á
sína nánustu. Þann fyrirvara sem
hann fékk í sínu veikindastríði nýtti
hann til þess að búa eins vel og hann
gat um hnútana fyrir framtíð konu
sinnar. Raunsæið brást honum aldrei.
Hann kvaddi með þeim orðum að
hann hefði notið þess tíma sem lífið
gaf honum og sætti sig við málalok.
Snorri Zóphóníasson og fjöl-
skylda.
Kveðja frá Flugstoðum
Björn Björnsson var hæfileikarík-
ur og fær fagmaður á sviði flugtækni,
sem lagði ríkulegan skerf til flugör-
yggismála á Íslandi á þeim þremur
áratugum, sem hann starfaði hjá loft-
ferðaeftirliti og síðar flugöryggissviði
Flugmálastjórnar. Það voru forrétt-
indi að eiga hann að sem ráðgjafa um
hvaðeina sem varðaði flugöryggis-
mál, því þekking hans og reynsla á því
sviði var einstök. Hann kunni skil á
nánast öllum atvikum, sem komið
höfðu upp í íslenskri flugsögu enda
var minnið óbrigðult. En fyrst og
fremst var Björn góður drengur, sem
ánægja var að starfa með á sviði
flugsins og ræða við um landsins
gagn og nauðsynjar. Hann var um
margt óvenjulegur maður enda mót-
aður af lífsreynslu sem hann öðlaðist
á uppvaxtarárum sínum í Hamborg
og síðar Danmörku í síðari heims-
styrjöldinni. Honum voru atburðir
veraldarsögunnar á þeim árum mikið
umræðu- og áhugaefni, ekki síst hin
dramatísku örlög Þýskalands og
þýsku þjóðarinnar. Viðtal við Björn í
Ríkisútvarpinu fyrr á þessu ári um
upplifun hans á þessu tímabili var af-
ar áhugavert og fræðandi. Unun var
að hlusta á Björn og Úlfar Þórðarson,
trúnaðarlækni Flugmálastjórnar,
ræða atburði þessa tíma, en sá síð-
arnefndi þekkti vel til mála í Þýska-
landi á þessum árum. Voru þá jafnan
höfð uppi gamanmál, því báðir höfðu
þeir yndi af skondnum sögum og
höfðu gaman af því að leita uppi fágæt
þýsk orð og orðtök til að skemmta sér
og öðrum yfir.
Björn Björnsson var maður sem
hafði mikinn áhuga á öllu því sem
hann tók sér fyrir hendur og lagði sig
allan fram við að leysa flókin verkefni.
Hann hafði þessa fínu blöndu af
skarpskyggni, rökhugsun, kímni og
kaldhæðni, sem gerir menn að áhuga-
verðum félögum í starfi og leik. Við
fyrrverandi samstarfsmenn hans hjá
Flugstoðum þökkum honum góða og
eftirminnilega samfylgd og vottum
fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð.
Þorgeir Pálsson.
Elsku amma Malla.
Nú ertu farin og við
söknum þín, við mun-
um allar góðu stund-
irnar sem við áttum
saman á Holtsgötunni
og svo í sveitinni á Heiðarbrún, og
höfum við verið að rifja þær upp
síðustu daga. Við hlæjum og grát-
um. Þetta eru góðar minningar og
geymum við þær í hjörtum okkar.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Málhildur
Sigurbjörnsdóttir
✝ Málhildur Sig-urbjörnsdóttir
fæddist í Reykjavík
24. júlí 1935. Hún lést
29. nóvember síðast-
liðinn og var útför
hennar gerð frá Foss-
vogskirkju 9. desem-
ber.
Guði sé lof fyrir liðna
tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin
stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og
allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú
hljóta skalt.
(V. Briem)
Saknaðarkveðjur.
Þín
Svavar Örn, Gylfi Snær,
Reynir Viðar, Birna Björg
og Karl Cesar.