Morgunblaðið - 14.12.2008, Síða 50

Morgunblaðið - 14.12.2008, Síða 50
50 Minningar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2008 Eitt erfiðasta sím- tal sem ég hef fengið um ævina fékk ég morguninn 5. desember þegar Baldur hringdi og sagði mér að faðir hans Rúnar Júl- íusson væri látinn. Enn og aftur er maður minntur á að lífið er aðeins kertalogi sem getur slokknað án nokkurs fyrirvara. Maður situr eftir með tómleikatilfinninguna eina í fanginu og getur engu breytt. Síð- astliðin fimmtán ár hef ég notið þeirrar gæfu að fá að umgangast og kynnast Rúnari talsvert náið, en hann hefur leitað til mín nánast ár- lega með eitthvað sem hann hefur viljað fá hannað fyrir sig. Fyrir fáa var eins gott að vinna og fyrir Rún- ar. Þrátt fyrir að vera goðsögn í lif- anda lífi sem rokkkóngur hef ég ekki komist í kynni við rólegri og kurteisari mann. Rúnar fór svo hljóðlega um að hann var vanur að birtast í dyrunum hjá okkur á 1,2og3 án nokkurs fyrirvara og spurði, af sinni einstöku hógværð, hvort hann væri nokkuð að trufla. Það sem olli mér hins vegar mest- um áhyggjum var að vera ekki með nægilega nýlagað kaffi á könnunni þegar hann birtist svona óvænt eins og upp úr stigapallinum. Hann sagði mér að hafa ekki áhyggjur af því og lét kalt kaffið duga á meðan við ræddum um heima og geima. Hann var maður lífsgleðinnar og seiglunnar. Hann var alltaf fullur af hugmyndum sem gaman var að fá að taka þátt í. Við Rúnar vorum búnir að eiga sérlega skemmtilegt samstarf þessa síðustu mánuði við gerð hans síð- ustu útgáfu, þar sem hann fer yfir langan og farsælan ferilinn og nefn- ist Söngvar um lífið. Eftir vangaveltur um útlit á pakkann stakk ég upp á því við Rúnar að ég kæmi í heimsókn til hans á Skólaveginn og myndaði hann í sínu nánasta umhverfi. Þar áttum við frábæra stund saman, sem í ljósi atburða verður ein sú minnisstæðasta í mínu lífi. Við ræddum um allt milli himins og jarðar á meðan ég myndaði hann í bak og fyrir. Mér fannst sem ég hefði náð að fanga einhvern innri kjarna þessa hægláta, hógværa manns sem jafnframt er goðsögn fyrir það sem margir álíta and- stæðu þessara mannkosta, þ.e.a.s. rokk og stuð! Þegar Rúnar kom til okkar um daginn færandi hendi með nýja CD- pakkann segir hann: „Jæja, þá er ég búinn að gera upp þennan tíma og svo gerum við eitthvað nýtt á næsta ári.“ Þá segi ég „Já, endi- lega, ef Guð lofar.“ Þá segir hann: „Blessaður vertu, við eigum mörg ár eftir.“ Nú er hins vegar ljóst að Rúnar mun ekki birtast framar óvænt í dyragættinni hjá okkur á 1,2og3. Hvað maður hefði viljað fá að kveðja þennan mann betur en við gerðum þarna. En ég hugga mig við það að fá að vera einn þeirra heppnu sem fengu að kynn- ast þessum djúpa manni sem gekk með allt litrófið innra með sér. Hjartað var Rúnari hugleikið, ekki síst eftir hjartaaðgerðina ’96. Hann gaf mikið af sér frá hjartanu og erf- itt er til þess að hugsa að svona hlýtt og gott hjarta skyldi hætta að slá svona skyndilega og allt of snemma. Rúnar, ég kveð þig með sárum söknuði! Hvíl þú í friði. Ég sendi Maríu, Baldri, Júlíusi, tengdadætrum, barnabörnum, Kefl- víkingum og landsmönnum öllum Guðmundur Rúnar Júlíusson ✝ Guðmundur Rún-ar Júlíusson fæddist í Keflavík 13. apríl 1945. Hann lést af völdum hjartaáfalls á bráðamóttöku Landspítalans föstu- daginn 5. desember. Útför Rúnars fór fram frá Keflavík- urkirkju 12. desem- ber sl. mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þorfinnur Sigurgeirsson. Það góða í hverri manneskju kemst misvel til skila. Á lífs- leiðinni kynnist mað- ur flestu birtingar- formi af mannlegri gæsku, og heillast mismikið eins og gengur. Það voru for- réttindi að kynnast Guðmundi Rúnari Júlíussyni sem deildi með samferðafólki sínu svo stórum skammti af hlýju, væntum- þykju, húmor og því að upphefjast ekki af sjálfum sér. Það sannast í ævi Rúnars að hægt er að fara í gegnum lífshlaup mikillar velgengni án þess að tapa uppruna sínum og meðfæddri hógværð. Listamaður var Rúnar á sviðinu og á knattspyrnuvellinum og í gegnum allt þetta var hann dyggi- lega studdur af Maríu og seinna meir Júlíusi og Baldri. Við eigum yndislega minningu frá því þegar Rúnar og María sungu saman í af- mælinu fyrir ári síðan og fyrir það erum við afar þakklát. Góður vinur, Jóhannes Edvaldsson biður fyrir góðar kveðjur til fjölskyldunar og þakkar ljúf kynni. Minningin um góðan dreng mun lifa um ókomin ár. Samúðarkveðjur til fjölskyldunn- ar og ótal vina Rúnars um land allt sem nú syrgja. Esther Magnúsdóttir og Halldór Einarsson. Mig langar að þakka Rúnari fyrir góð kynni í gegnum tíðina. Ég kynntist Rúnari og fjölskyldu hans í gegnum Þorbjörgu (Tobbu) æskuvinkonu mína, sem gift er Baldri syni hans og Maríu. Rúnar var frábær tónlistarmaður og þær eru margar perlurnar sem hann skilur eftir sig. Rúnar var mikill fjölskyldumaður og náinn konu sinni, sonum, tengdadætrum og barnabörnum. Ekki óraði mig fyrir því seinasta fimmtudagskvöld er ég hitti hann og Maríu að þetta væri í síðasta skipti sem ég sæi hann á lífi þegar hann gekk út að sjúkrabifreiðinni. Hans árlegu útgáfutónleikar hjá út- gáfu Geimsteins á Ránni eins og undanfarin ár, og á stað sem hann hafði spilað svo ótal oft með hljóm- sveit sinni. Já, þetta var táknrænt kvöld. Kominn út þrefaldur geisla- diskur sem ber nafnið Söngvar um lífið, með mörgum af hans bestu lögum frá árinu 1966 til 2008. Hann var umkringdur Maríu sinni, flest- um úr fjölskyldu sinni og vinum. Hans hinsta ferð var með sjúkrabíl á Reykjanesbrautinni á leið á spít- ala þar sem hann svo lést um nótt- ina. Ég trúði þessu varla þegar ég fékk hringingu um morguninn að hann væri allur. Rúnar var góður maður og það var ósjaldan sem Magga tengda- móðir hans minntist þess hvað hann væri búinn að vera góður við hana í gegnum tíðina. Ég kveð þig með söknuði og get yljað mér við fallegu lögin þín. Elsku María, fjölskylda og ætt- ingjar. Guð gefi ykkur styrk á þess- um erfiða tíma. Missir ykkar er mikill. Anna Helga Gylfadóttir. Kæri Rúnar, ég man þegar ég sagði við þig fyrir nokkru að ef þú hefðir fæðst í Ameríku værir þú orðinn forríkur. Þú svaraðir, með þínu sérstaka brosi og kankvísa augnaráði. „Ertu að meina út af músíkinni?“ Ég sagði nei, kannski líka út af henni, en þú hefðir getað orðið forríkur á því að halda fyr- irlestra um hvernig á að lifa lífinu. Ef allir væru eins og þú væri lífið fallegra. Engin stríð, engin mis- munun, engin öfund, engin illgirni, ekkert baktal, engin neikvæðni. Bara einlægni, fegurð, jákvæðni, vinátta, lítillæti, ást og hreint hjartalag. Það eru aðeins fáeinir dagar síð- an þú komst í heimsókn, færandi hendi, eins og alltaf. Nú með nýjan disk, glæsilegt safn af lögum frá þínum einstaka ferli. Við sátum drjúga stund og spjölluðum, meðal annars var þér ofarlega í huga að Bjartmar færi nú að koma með nýja plötu og bók með öllum sínum textum. Þetta er lýsandi fyrir þig, hugur þinn var ávallt hjá vinum þínum og þú vildir veg þeirra sem mestan. Ég vildi borga þér fyrir að spila í afmæli okkar Ernu, þú tókst það ekki í mál. „Þetta var afmælisgjöfin mín til ykkar,“ sagðir þú. En Rún- ar, öll þau ár sem við höfum þekkst hefur þú gefið. Með lífsspeki þinni, manngæsku og góðsemi hefur þú svo sannarlega gefið og lagt þitt af mörkum til að fegra lífið og búa til betri heim. Ég sagði við þig að ég myndi heimsækja þig fyrir jólin og færa þér málverk fyrir spila- mennskuna. Ég er reiður og sár út í almættið að fá ekki tækifæri til þess. Jafnframt er ég þakklátur fyrir að hafa kynnst þér. Þú varst einstakur, svona menn eins og þú fæðast ekki nema á tvö þúsund ára fresti. Þínir lærisveinar voru miklu fleiri en tólf, ég var einn af þeim og mun ávallt sakna þín. Takk fyrir Rúnar. Líka fyrir músík- ina. Elsku María, Baldur og Júlíus, barnabörn, aðrir aðstandendur og þjóðin öll, við Erna sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Pétur Þór Gunnarsson. Þó missi ég heyrn og mál og róm og máttinn ég þverra finni, þá sofna ég hinst við dauðadóm, ó, Drottinn, gef sálu minni að vakna við söngsins helga hljóm í himneskri kirkju þinni. (Ólína Andrésdóttir.) Með þessum bænarorðum kveð ég ljúfan dreng, kæran vin og elsk- aðan fermingarson. Megi ljósið frá hæðum varpa ei- lífðarbirtu yfir minningu hans og veita ylgeislum kærleikans inn í sálu ástvinanna. Guði falinn. Björn Jónsson. Kveðja frá menningarsviði Reykjanesbæjar Við kveðjum félaga okkar og vin, Rúnar Júlíusson. Vissulega er nú tómlegra um að litast enda var Rúnar samofinn sögu og menningu bæjarins. Á uppvaxtarárum Rúnars var Keflavík suðupottur. Fjöldi fólks steymdi til bæjarins í leit að atvinnu í sjávarútvegi og uppi á Velli. Allt varð einhvernveginn mögulegt og gerlegt. Þegar Rúnar steig, ásamt fé- lögum sínum úr Hljómum, fyrst á svið þá leystist orkan úr læðingi. Þannig náðu þeir að jarðtengja þessa íslensku menningu við hrær- ingar utan úr heimi og gera að sínu, okkar. Okkar menningu og umfram allt okkar minningum. Eins og vörðurnar á Reykjanesskaganum, þannig var Rúnar ótal tónlistar- mönnum með framkomu sinni og listsköpun, hann vísaði leiðina. Það er auðvelt að lýsa Rúnari, hann var stjarna, stjarnan okkar allra. F.h. starfsfélaga á menningar- sviði Reykjanesbæjar, Valgerður Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri. Já var alltaf svarið ef við leit- uðum til Rúnars og fjölskyldu um aðstoð. Hann eins og ég kunnum ekki orðið nei eða vitum merkingu þess. MND-félagið hefur misst einn sinn besta stuðningsmann. Ísland hefur misst einn af sínum bestu sonum. Það er leitun að manni af þessari tegund. Hjartagóður, heill í gegn og til staðar fyrir þá sem minna mega sín. Við munum sakna Rúnars og um leið gleðjast yfir minningum um samverustundir lið- inna ára. Við erum öll ríkari eftir kynni okkar og munum búa að því um ókomin ár. Okkar innilegustu samúðarkveðjur til Maríu og fjöl- skyldunnar allrar. Guðjón Sigurðsson formaður MND-félagsins. Ég var svo lánsöm að kynnast Rúnari og fjölskyldu hans síðast- liðin ár. Lítil skotta mundi eftir honum frá í gamla daga í sjónvarpi og útvarpi og voru Hljómar í miklu uppáhaldi. Með aldrinum kynntist ég svo GCD við mikla velþóknun. Er foreldrar mínir fluttust suður gafst mér færi á að kynnast þessum mikla meistara með lokkinn. Um Rúnar fór ljósbjarmi og gæska allt- af þegar við hittumst á förnum vegi og áttum við skemmtilegar sam- ræður um tónlistina og lífið. Þótt eyrnalokkurinn góði og yfirbragðið bæru með sér sannan töffara, þá var sá töffari algjörlega æðrulaus og auðmjúkur þegar kom að lífinu og Guði. Þegar ég notaðist við upptöku- heimilið Geimstein á síðasta ári voru Rúnar og María með opinn faðminn og vildu allt fyrir mig og föruneyti mitt gera. Ástríkt heimili þeirra hjóna stóð okkur opið og ekkert var of stórt vandamál að leysa, heldur mætti öll fjölskyldan í hin ýmsu úrræði. Við vorum því eins og blóm í eggi og ég mun alltaf þakka lífæð Geimsteins fyrir gæði afurðarinnar að lokum. Samstaða þeirra hjóna og manngæska ætti að vera öllum til eftirbreytni. Ég er þakklát fyrir þau góðu kynni sem ég hafði af Rúnari og bið góðan Guð að veita Maríu og stór- fjölskyldunni styrk á þessum erfiðu tímum. Minning meistarans lifir og lýsir upp hugi og hjörtu okkar allra. Védís Hervör Árnadóttir. Boðberar kærleikans eru jarðneskir englar sem leiddir eru í veg fyrir fólk til að veita umhyggju, miðla ást, fylla nútíðina innihaldi og tilgangi, veita framtíðarsýn vegna tilveru sinnar og kærleiksríkrar nærveru. Þeir eru jákvæðir, styðja, uppörva og hvetja. Þeir sýna hluttekningu, umvefja og faðma, sýna nærgætni og raunverulega umhyggju, í hvaða kringumstæðum sem er án þess að spyrja um endurgjald. (Sigurbj. Þorkelsson.) Blessuð sé minning öðlingsins Rúnars Júlíussonar. Sigurbjörn Þorkelsson. Það er sárt að kveðja þig, Rúni. Einn okkar öflugasta stuðnings- mann í stúkunni, fjölmiðlum, kaffi- húsum, hvar sem var. Alltaf talaðir þú fallega um liðið og strákana. Þú varst okkur hvatning, þú varst okk- ur innblástur, þú varst viss um sig- ur þinna manna. Iðaðir í leðrinu að fá að fara inn á völlinn með okkur og spila sóknarfótbolta, það líkaði þér vel. Ég á eftir að sakna þín, ég á eftir að sakna þess að sjá þig ekki á stuðningsmannafundunum fyrir heimaleikina. Alltaf mættur sitjandi á fremsta bekk, í leðrinu, með þessa miklu útgeislun, ákefðina, glampann í augum, gleðina við að fara að horfa á Keflavík spila flott- an fótbolta, sigurbrosið, sjálfs- traustið. Það er sárt, að hafa ekki getað kvatt þig með titlinum stóra í haust en ég veit, og er mér huggun harmi gegn, að þú skemmtir þér vel yfir fótboltanum í sumar og naust þess að horfa á liðið spila, besta liðið, lið- ið þitt. Ég veit líka að þú átt eftir að vera á vellinum í Keflavík um ókomna framtíð, og þú átt eftir að taka þátt í leikjunum, þarft ekki að biðja um skiptingu til þess að koma inn á og hjálpa okkur að vinna þann stóra. Þegar sigurmarkið verður skorað og titillinn innsiglaður, þá veit ég að það varst þú sem sett- ir’ann. Það verður sætt. Kristján Guðmundsson, Keflavík FC. Heiðursmaður er fallegt orð og hæfir aðeins við sérstök skilyrði. Ég varð svo lánsöm að kynnast Rúnari Júlíussyni, átrúnaðargoði unglingsáranna, í gegnum fé- lagsstörf tónlistarmanna. Við sátum marga fundina, misáhugaverða, og mér er minnisstætt að Rúnar var ekki einn af þeim málglöðu, en þeg- ar hann lagði eitthvað til var það gott og viðstaddir tóku mark á því. Stundum voru hátíðarfundir eða önnur þau tækifæri sem buðu upp á óformlegri samveru og skemmtileg- heit. Þar var Rúnar boðinn og bú- inn að leggja gott til og í minni mínu mun varðveitast ógleymanleg kvöldstund í Stykkishólmi eftir stefnumótunarfund SFH, þar sem fundarfólk söng af hjartans lyst bæði Fyrsta kossinn og Bláu augun þín undir dyggri forystu Rúnars. Í stjórn Íslensku tónlistarverð- launanna hafði oft verið rætt, ekki hvort, heldur hvenær væri við hæfi að veita Rúnari heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til íslenskra tón- listarmála. Okkur þótti hann bæði enn svo ungur og þar að auki í fullu fjöri á öllum sviðum tónlistarinnar, jafnt sem flytjandi og útgefandi. Á síðustu hátíð var svo látið til skarar skríða og nú erum við þakklát fyrir að hafa getað þakkað honum lít- illega augliti til auglitis. Rúnar mun halda uppi merkjum ljúfmennsku og trúmennsku við tónlistina á himnum og við sem höldum áfram hérna megin munum minnast hans fyrir hið sama. Hann var heiðurs- maður. Við vottum fjölskyldu hans inni- lega samúð. F.h. Félags íslenskra tónlistar- manna. Margrét Bóasdóttir. Rúnar Júlíusson hefur kvatt þessa jarðvist en andi hans heldur áfram að hafa áhrif á okkur. Út- flutningsskrifstofa íslenskrar tón- listar fór ekki varhluta af hugsjón- um og velvild þessa mikilvirka tónlistarmanns og útgefanda. Ástríða hans og elja var til fyr- irmyndar. Brennandi áhugi Rúnars á að fylgjast með og skilja og skynja þróunina í viðskiptum með tónlist var eftirtektarverður. Hann sótti ráðstefnu okkar, You are in Control, í október sl. Við átt- um skemmtileg orðaskipti um inni- haldið og glampinn í augum hans þegar hann talaði lýsti vel hversu fróðleiksfús þessi síungi rokkari var og um leið gefandi. Minningin um Rúnar Júl. mun lifa og verða okkur hvatning til frekari dáða. Anna Hildur Hildibrandsdóttir framkvæmdastjóri ÚTÓN. Nú er góður drengur farinn allt of snemma og er sárt saknað. Það fara margskonar minningar um hugann á þessari sorgarstundu. Fyrsta minningin er frá því að ég var ellefu ára gutti, snemma árs 1965 í húsi frænku minnar við Hringbraut í Keflavík. Frænka mín hækkar í útvarpinu og segir: „Veistu hverjir þetta eru? Þetta eru Hljómar frá Keflavík.“ Ég sperri eyrun og hlusta af athygli. Já, það er hægt að búa til tónlist í Keflavík. Fram að þessu voru það Presley og Johnny Cash og aðrir bandarískir tónlistarmenn sem maður hlustaði á í Kanaútvarpinu sem voru hetjurn- ar. Eftir þetta áttu Hljómar hug minn allan. Svona gerum við í Keflavík og Rúnar Júl, þessi frægi fótboltakappi, var einn af Hljóm- unum. Það var hann sem söng Fyrsti kossinn og sveiflaði bass- anum. Mesti töffarinn í bænum og vinur allra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.