Morgunblaðið - 14.12.2008, Qupperneq 53
Minningar 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2008
✝ Ása fæddist íFroba í Fær-
eyjum 7.4. 1943,
dóttir Ölmu Daníelu
Niclasen. Hún var
elst af níu systkinum
sem upp komust en
þrjú fæddust and-
vana, einn bróðir er
látinn, Mikkael.
Fjögur lifa systur
sína, þau Finnur, Ró-
bert, Andrea og
Frank.
Sonur Ásu af fyrra
hjónabandi er Sófus,
f. 6.2. 1963, hann er kvæntur
Anette Olsen, f. 21.5. 1963, og
eiga þau tvær dætur, Meiken Sal-
berg Olsen, 18 ára, og Karen Sal-
berg Olsen, 13 ára, og búa þau í
Þórshöfn.
Eftirlifandi eiginmaður Ásu er
Jón Egill Sigurjónsson, f. 6.11.
1937. Ása fékk íslenskan rík-
isborgararétt árið 1993. Ása Thu-
rid og Jón Egill giftu sig 4.11. ár-
ið 1989. Jón Egill á fjórar dætur
frá fyrra hjónabandi með Jó-
hönnu Gísladóttur, f. 24.2. 1939,
þær eru; Sigrún Jóhanna Jóns-
dóttir, f. 1.4. 1960, gift Alberti
Jónssyni, f. 18.2. 1961, synir
þeirra eru; Jón Egill, f. 27.2.
1982, Almar, f. 21.1. 1986, Otti
Vilberg, f. 19.4. 1988, og Abra-
ham, f. 3.12. 1993. Sigríður María,
f. 9.3. 1963, gift Þresti Sverr-
issyni, f. 6.8. 1960, börn þeirra
eru; Marín, f. 2.1. 1982, Fjölnir, f.
29.5. 1990, og Sverrir, f. 11.3.
1998. Edda, f. 1.2. 1965, d. 15.8.
1985. Fríður, f. 7.10.
1970, gift Herry
Spitz, f. 1.7. 1964,
börn þeirra eru; Ar-
on, f. 26.3. 1990,
Donna Cornelía, f.
1.10. 1993, og Edda
Jakoba, f. 19.4. 2006.
Ásu var vart hug-
að líf þegar hún
fæddist, hún var á
stærð við smjörlík-
isstykki í fæðingu,
en þá eins og seinna
sýndi hún hvað hún
var mikil bar-
áttukona. Móðir hennar Alma
Daníela var ein á þessum árum,
sem var ekki auðvelt árið 1943.
Það varð því úr að móðuramma
hennar, Andrea, gift Niclasen, ól
hana upp og reyndist hún henni
alla tíð sem besta móðir. Hún óx
upp við ágætis aðstæður og lærði,
sem venja var á þessum árum, að
taka þátt í hefðbundnum heim-
ilisverkum. Á sínum yngri árum
stundaði Ása mikið handbolta og
þótti hún mjög góð í þeirri íþrótt.
Ása starfaði í frystihúsi þegar
hún bjó í Færeyjum, en á Íslandi
starfaði hún ásamt manni sínum
Jóni Agli sem ráðsmaður hjá
tveimur kjúklingabúum.
Ása reyndist ávallt trú sér og
sínum. Og hún var höfðingi heim
að sækja.
Útför Ásu Thurid Niclasen fór
fram 3. desember sl. í kapellunni í
Hafnarfjarðarkirkjugarði og var
hún jarðsett í kirkjugarðinum
þar.
Ása Thurid Niclasen vinkona mín
er búin að kveðja þessa jarðvist,
alltof snemma. Kallið kom verulega
á óvart, hún hafði að vísu átt við
veikindi að stríða sl. ár, en var öll að
koma til núna seinustu vikurnar. Ég
er þakklát fyrir að hafa verið með
fjölskyldunni þegar hún kvaddi okk-
ur 26. nóvember sl. eftir aðeins tæp-
lega sólarhrings sjúkrahúslegu.
Hún var ásamt manni sínum Jóni
Agli Sigurjónssyni nýflutt í nýja
íbúð í Hafnarfirði eftir að hafa verið
í Grindavík sl. átta mánuði. Þar
kunni hún ekki jafn vel við sig og í
Hafnarfirðinum, svo þau sneru aftur
í Fjörðinn. Þar leið þeim vel og þar
vildu þau vera. Þau voru búin að
koma sér vel fyrir í Skipalóninu í fal-
legu íbúðinni.
Ég hef þekkt Ásu allt síðan hún
og Jonni rugluðu saman reytum fyr-
ir um 23 árum. Jonni var alltaf afar
skotinn í Ásu sinni og í veikindum
hennar bar hann hana gersamlega á
höndum sér og greinilegt að um-
hyggja þeirra hvors í annars garð
var gagnkvæm. Ég er alveg viss um
að stundum var erfitt fyrir Ásu að
vera hér á Íslandi, alla vega veit ég
að hún saknaði oft sonar síns Sóf-
usar, tengdadótturinnar Anette og
dætra þeirra tveggja, sem búa í
Færeyjum. En þau áttu öll yndis-
lega daga saman hér á Íslandi um
hvítasunnuna, og verður gott fyrir
þau að ylja sér við þær minningar.
Ása var sterkur persónuleiki og
vissi vel hvað hún vildi og lét skoð-
anir sínar óhrædd í ljós. Kom fyrir
að hún tuðaði smá í Jonna sínum ef
henni fannst hann of eftirgefanlegur
við dætur sínar. Hún gladdist auð-
veldlega við að vera í góðra vina
hópi, lyfta glasi og taka lagið. Þau
hjónin létu einnig sjá sig á pólitísk-
um vettvangi og þegar leið að kosn-
ingum voru þau mætt til að leggja
Samfylkingunni lið. Og stutt er síð-
an þau mættu á súpufund niður í
Strandgötu 43.
Ása og Jonni voru afar samrýnd
og gerðu flest saman. Þau voru trú-
uð og ófeimin að játa það. Á það
örugglega eftir að hjálpa Jonna á
næstu misserum. Ása var og mikil
hannyrðakona sama hvort um
sauma, prjónaskap eða matseld var
að ræða, allt lék í höndum hennar.
Ég minnist veitinga sem bornar
voru á borð þegar boðið var til veislu
og var þá gjarnan um bæði færeyskt
og íslenskt góðgæti að ræða, sem
þau hjónin höfðu útbúið í samein-
ingu. Stundum ætlaði ég að kíkja í
einn snöggan kaffibolla en það end-
aði með því að ég sat og hámaði í
mig smurt brauð með heimalagaðri
rúllupylsu og öðru góðgæti. Og oftar
en ekki gaukuðu þau einni rúllu-
pylsu að mér þegar ég kvaddi.
Þessum skottúrum mínum til
þeirra Ásu og Jonna hafði fjölgað
verulega seinustu vikurnar eftir að
þau voru flutt aftur í Fjörðinn og
víst er að ég á eftir að sakna þess að
koma í Skipalónið og engin Ása á
staðnum, en ég veit að ég mun vera
dugleg að fara í heimsóknir til
Jonna og létta honum tómarúmið
sem verður í hans lífi. Ég er þakklát
fyrir að hafa kynnst Ásu og það að
börnin mín skuli hafa kallað hana
ömmu Ásu segir hversu vel hún tók
þeim.
Elsku Jonni, Sófus, Anette og
aðrir ástvinir Ásu, megi trúin á hið
góða styrkja okkur öll.
Helena Mjöll
og fjölskylda.
Ása Thurid Niclasen
Sumt fólk er þannig
gert, að ósjálfrátt er
leitað návistar þess. Þannig kona var
Þorbjörg Bjarnadóttir frá Fjósum,
síðar kennd við Eiríksgötuna, tengda-
amma mín.
Hvenær kynni okkar hófust, man
ég ekki, svo langt er síðan. En þó mun
það hafa gerst um það leyti sem vænt-
anleg tengdamóðir mín fluttist á
næsta bæ í Skagafirðinum. Þá var ég
ungur strákur.
Bogga, eins og hún var yfirleitt
kölluð, dvaldi oft hjá dóttur sinni
Ragnheiði og manni hennar, Friðriki í
Glæsibæ. Mikill vinskapur var á milli
foreldra minna og heimilisfólksins í
Glæsibæ og þegar Bogga var í heim-
sókn, var gleðin aldrei langt undan.
Það var alltaf léttleiki og birta í kring-
um Boggu.
Síðar meir höguðu örlögin því
þannig, að móðir mín flutti á Eiríks-
götuna og var góður vinskapur á milli
þeirra Boggu. Og tengslin styrktust
enn meira eftir að ég giftist Þor-
björgu, dóttur Ragnheiðar og nöfnu
Þorbjörg Guðrún
Bjarnadóttir
✝ Þorbjörg GuðrúnBjarnadóttir
fæddist í Kálfárdal í
Bólstaðarhlíð-
arhreppi í A-
Húnavatnssýslu 22.
júní 1919. Hún lést á
Landspítalanum 30.
nóvember síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Fossvogs-
kirkju 10. desember.
ömmu sinnar.
Við Bogga sátum oft
og spjölluðum um allt
milli himins og jarðar.
Hún hafði svo miklu
meiri yfirsýn yfir lífið
en margt annað fólk.
Uppvöxtur á heiðarbýli
við kjör fyrri hluta
tuttugustu aldarinnar
markar skaphöfn og
viðmót. Fjöllin í
Langadalnum og
Svartárdalnum mót-
uðu þá þætti í fari Þor-
bjargar sem ég mat
mest, æðruleysi, réttsýni, hlýleika og
gleði.
Það var fróðlegt og skemmtilegt að
sitja og hlusta á hana minnast æsku
sinnar og fá hlutdeild í því lífi sem
virtist svo framandi og langt í burtu.
Merkileg menning er að hverfa með
kynslóð Boggu. Þegar fólk sat í
skammdeginu, sagði sögur, fór með
kvæði og leysti gátur. Ég þekki engan
sem kunni eins mikið af vísum og
Bogga. Það var eins og hún kynni
heilu ljóðabækurnar utanbókar. Gát-
urnar sem hún lagði fyrir mann voru
illleysanlegar.
Þegar við hjónin hófum búskap,
völdum við okkur samastað á Leifs-
götunni sem er næsta gata við Eiríks-
götuna. Það var stutt á milli og heim-
sóknir tíðar eins og gefur að skilja.
Seinna fluttum við í Mosfellsbæinn.
Boggu fannst Mosfellsbærinn allt of
langt í burtu. Hafði á orði, að ef hún
sæi eftir að hafa ekki lært eitthvað, þá
væri það að hafa ekki lært að aka bíl.
Það hefði hún vissulega átt að gera,
alveg eins og þegar hún lærði að
synda á gamals aldri. Og ekki lét hún
aldurinn aftra sér frá að ferðast. Fór
hún í fjölmargar utanlandsferðir síð-
ustu árin, oft án ferðafélaga. Hún
sagðist ekki þurfa að hafa neinn með
sér. Hún kynntist alltaf svo góðu fólki
í ferðunum. Þannig varð það og þann-
ig var Bogga.
Elsku Bogga. Þakka þér fyrir að
vera börnunum okkar Þorbjargar
leiðarljós og konunni minni stoð og
stytta í lífinu. Megi ljósið umlykja þig.
Björn Steinbjörnsson.
✝
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og
útför elskulegrar systur okkar, mágkonu og frænku,
ODDNÝJAR JÓNSDÓTTUR
frá Lunansholti.
Guðrún Jónsdóttir,
Þuríður Jónsdóttir, Björgvin Kjartansson
og frændfólk.
✝
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför
ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu,
HELGU EIRÍKSDÓTTUR.
Guð blessi ykkur öll.
Ágúst Magnússon, Sigríður Eiríksdóttir,
Lilja Magnúsdóttir, Jóhann Víglundsson,
Jenný Magnúsdóttir
og barnabörn.
Elsku afi, nú eruð
þið amma saman á
ný.
Ég á margar góðar minningar
um ykkur ömmu. Mér er sérstak-
lega minnisstætt þegar ég var hjá
ykkur í sveitinni eitt sumarið ásamt
Herði Jósef. Þú hafðir alveg ótrú-
lega þolinmæði í að leyfa okkur að
hjálpa þér við bústörfin þó svo að
það hafi ekki verið mikil hjálp í
okkur.
Mér fannst mjög gaman að
hjálpa þér þegar þú varst að marka
lömbin. Við áttum að ná lömbunum
og koma með þau til þín. Þetta
gekk hins vegar ekkert hjá okkur
og við hlupum bara á eftir lömb-
unum án þess að ná að fanga eitt
einasta. Þegar Grímur í Neskoti
kom síðan og hjálpaði okkur að ná
lömbunum fór þetta loksins að
ganga en hann náði lömbunum fyrir
okkur og við fórum með þau til þín.
Ég hugsa að þetta hefði gengið
mun fljótar ef við hefðum ekki verið
með en það virtist ekki skipta máli,
við fengum alltaf að vera með í því
sem þú varst að gera.
Þið amma voruð alltaf svo sam-
rýnd hjón. Þegar ég vann á sjúkra-
húsinu og þið bjugguð á Skálarhlíð
hitti ég þig alltaf á ganginum þá
daga sem amma lá á sjúkrahúsinu.
Þá varstu mættur til hennar, oftast
fyrir hádegi og jafnvel áður en hún
var komin á fætur. Það er því gott
að vita að þið eruð saman á ný því
amma er búin að vera að bíða eftir
þér.
Blessuð sé minning þín.
Sólrún Helga Örnólfsdóttir.
Ásmundur
Frímannsson
✝ Ásmundur Frí-mannsson fæddist
í Neskoti í Flókadal
31. júlí 1919. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Siglufjarðar
30. nóvember síðast-
liðinn og var jarð-
sunginn frá Siglu-
fjarðarkirkju 6.
desember.
Mig langar að
minnast hans afa
míns, eða „afa í sveit-
inni“ eins og ég kall-
aði hann í örfáum orð-
um. Afi í sveitinni var
einstaklega góðhjart-
aður og velviljaður
maður. Þrátt fyrir
stóran hóp barna-
barna, gerði hann
aldrei upp á milli okk-
ar og passaði vel að
hrósa öllum og gefa
öllum jafnt. Hann var
alltaf tilbúinn að leyfa
okkur krökkunum að hjálpa til við
búskapinn, fara með út í fjárhús, í
ökuferð á traktornum, í heimsókn á
næstu bæi og vildi allt fyrir okkur
gera til þess að okkur liði vel.
Fjölskyldan var þeim afa og
ömmu allt og þeim þótti vænt um
heimsóknir barna sinna og barna-
barna í sveitina. Á hverju sumri var
líka beðið með eftirvæntingu eftir
ferðinni í sveitina, og alltaf var jafn
erfitt að kveðja þegar komið var að
heimferð, enda ekki hægt að óska
sér betri ömmu og afa.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku afi minn, það er sárt að
missa þig og þín verður sárt sakn-
að, en það er gott að vita til þess að
nú líður þér vel og ert með ömmu á
ný. Hvíldu í friði.
Þín dótturdóttir,
Ásrún Eva.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er ekki
unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu ekki
lengri en 3.000 slög (stafir með bilum
- mælt í Tools/Word Count). Ekki er
unnt að senda lengri grein. Hægt er
að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim
sem kvaddur er virðingu sína án þess
að það sé gert með langri grein. Ekki
er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Minningargreinar