Morgunblaðið - 14.12.2008, Page 55

Morgunblaðið - 14.12.2008, Page 55
Auðlesið efni 55 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2008 Hér má sjá þegar bræðurnir Stekkja-staur og Gilja-gaur, voru við Sólheima-jökul að prófa kyndlana sem þeir notuðu til að vekja á sér athygli þegar þeir færðu sig nær manna-byggðum. Að ýmsu er að huga hjá sveinunum í að-draganda jólanna og var ekki annað á þeim að heyra en þeir væru enn spenntari en venju-lega fyrir jóla-hátíðina sem nú fer senn í hönd. Í Þjóð-minja-safninu er mikil stemning þessa dagana enda kíkir jóla-sveinn í heim-sókn á hverjum degi til jóla. Þá eru jóla-sveinarnir einnig mikið á ferðinni í Dimmu-borgum í Mývatns-sveit þar sem börnin geta hitt þá. Jólasveinar á leið til byggða með blys í hendi Morgunblaðið/RAX ALÞINGI sam-þykkti síðast-liðinn fimmtu-dag lög um hækkun gjalda á áfengi, tóbaki, olíu og bílum auk kílómetra-gjalds og vöru-gjalds af ökutækjum og elds-neyti. Fjár-mála-ráðherra segir að þessi gjöld hafi rýrnað miðað við þróun vísi-tölu neyslu-verðs og hækkunin sé innan þeirra marka. Sem dæmi má nefna að rauð-víns-flaska sem kostaði 1.498 kr. mun kosta 1.536 kr. eftir hækkun. Stór bjór-kippa sem kostaði 1.452 kr. mun kosta 1.536 kr. „Við erum ekki komin á leiðar-enda, ég held að það sé fjarri því. Þetta er eitt skref af mörgum. Vonandi þurfum við ekki að taka fleiri svona stór en þau geta verið af öðru tagi,“ sagði Geir Haarde. Gylfi Arn-björns-son, forseti ASÍ, segir að svona hækkanir fari beint inn í lánin okkar og efast um að ríkis-sjóður hafi tekjur af þessu þegar upp er staðið. Gert er ráð fyrir sparnaði á ýmsum sviðum en ríkis-stjórnin segir að hann eigi að koma sem minnst niður á velferðar-kerfinu, mennta-kerfinu, heilbrigðis-kerfinu og lög-gæslu. Skattar hækkaðir á áfengi, olíu, bíla og fleira Morgunblaðið/Þorkell Skattahækkanir Spara þarf á ýmsum sviðum í ríkis-fjármálum. Einar mestu óeirðir sem átt hafa sér stað í Grikk-landi geisuðu um helgina. Þúsundir mót-mælenda létu reiði sína í ljós vegna þess að 15 ára drengur lést eftir að hann var skotinn af lög-reglunni. Mót-mælendur réðust á banka og verslanir í Aþenu og í borginni Þessa-lóníku og hafa valdið miklum skemmdum. Tveir lög-reglu-menn hafa verið reknir og einn lög-reglu-stjóri. Innan-ríkis-ráðherra landsins bauð fram af-sögn sína en hún var af-þökkuð af forsætis-ráðherranum. Alls-herjar-verkföll voru í Grikk-landi síðast-liðinn miðviku-dag og víða köstuðu mót-mælendur bensín-sprengjum og grjóti að lög-reglu-mönnum sem reyndu að skerast í leikinn. Átök í Grikklandi Eiður Smári Guðjohnsen, leik-maður Barce-lona, og Margrét Lára Viðarsdóttir hjá Val voru út-nefnd knatt-spyrnu-fólk ársins í ár-legu leik-manna-vali Knatt-spyrnu-sambands Íslands. Þetta er í fimmta sinn sem KSÍ stendur að þessu vali og í fjórða sinn sem þau Eiður Smári og Margrét Lára verða fyrir valinu. Veigar Páll Gunnarsson, leik-maður Stabæk í Noregi, og Hólmfríður Magnúsdóttir úr KR urðu í öðru sæti og í því þriðja þau Grétar Rafn Steinsson, Bolton, og Dóra María Lárusdóttir, Val. Margir aðilar koma að valinu, meðal annars fyrr-verandi lands-liðs-menn, þjálfarar og forystu-menn í knatt-spyrnu-hreyfingunni. Í um-sögn á heima-síðu KSÍ segir meðal annars um Eið Smára að hann hafi verið í eld-línunni með stór-liðinu Barce-lona sem hafi í haust borið höfuð og herðar yfir önnur lið á Spáni. Í um-sögn um Margréti Láru segir meðal annars að hún hafi verið lykil-maður í liði Íslands-meistara Vals sem og í íslenska kvenna-lands-liðinu, sem tryggði sér sæti í loka-keppni EM 2009. Knattspyrnufólk ársins Margrét Lára Viðarsdóttir. Eiður Smári Guðjohnsen. Kristján Jóhannsson óperu-söngvari segir í bígerð að fjöl-skyldan flytji til Íslands, eftir að hafa búið á Ítalíu um árabil. Eigin-kona hans, Sigurjóna Sverrisdóttir, hefur hug á að hefja hér nám í leik-stjórn næsta haust. „Hún kemur örugg-lega heim og ég fylgi senni-lega með ef ég fæ eitthvað bita-stætt að annast sjálfur,“ segir hann. Kristján hefur gert samning við Senu um að fyrir-tækið sjái um út-gáfu á öllu hans efni á Íslandi auk þess að sjá um tón-leika-hald hans hér á landi og önnur umboðs-mál. Í samningnum felst meðal annars að Sena gefur út þrjá diska með Kristjáni á næstu þremur árum. Stefnt er að því að ferils-plata hans komi út á næsta ári og tvær nýjar plötur í fram-haldi. Stór-tón-leikar með Kristjáni eru líka í deiglunni á næsta ári. „Sena verður með alla út-gáfu mína á Íslandi, bæði nýja og endur-útgáfu,“ segir Kristján sem er staddur á Ítalíu um þessar mundir. „Það koma jafnvel út tvær plötur á næsta ári, ein óperuplata sem ekki hefur heyrst áður á Íslandi og síðan verða þrjár létt-klassískar plötur endur-unnar í eitt líklega tvö-falt albúm. Kristján á heimleið? Kristján Jóhannsson Sjö voru hand-teknir eftir að um þrjátíu manns ruddust inn í Alþingis-húsið síðast-liðinn miðviku-dag og vildu á þing-palla. Hópurinn kallar sig Aðgerð Aðgerð og til-gangurinn var að stöðva starf-semi þingsins en mót-mælendurnir vilja ríkis-stjórnina burt. Atburðurinn á sér ekki for-dæmi og búist er við hertri öryggis-vörslu á Alþingi í framhaldinu. Hópur fólks fylgdi hinum hand-teknu á lög-reglu-stöðina. Þar var þeim boðið inn og svaraði lögregla spurningum um hand-tökurnar og við-brögðin í þing-húsinu. Fólkinu var sleppt úr haldi um kvöldið. Óeirðir við Alþingishúsið Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.