Morgunblaðið - 14.12.2008, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2008
Þjóðleikhúsið Af öllum sviðum lífsins
551 1200 | midasala@leikhusid.is
Miðasalan er opin alla daga frá kl. 12:30 til 18:00 og öll sýningarkvöld til kl. 20. Miðapantanir
teknar í síma alla virka daga frá kl. 10:00.
Leikhúsloftið
Leitin að jólunum
Sun 14/12 kl. 11:00 U
Sun 14/12 kl. 13:00 U
Sun 14/12 kl. 14:30 U
Mið 17/12 aukas. kl. 16:00 Ö
Fim 18/12 aukas. kl. 16:00 Ö
Fim 18/12 aukas.kl. 17:30 U
Lau 20/12 kl. 11:00 U
Lau 20/12 kl. 13:00 U
Lau 20/12 kl. 14:30 U
Sun 21/12 aukas.kl. 11:00 U
Sun 21/12 kl. 13:00 U
Sun 21/12 kl. 14:30 U
Mán22/12 kl. 13:00 U
Stóra sviðið
Hart í bak
Fös 2/1 kl. 20:00 Ö
Fös 9/1 kl. 20:00 Ö
Sun 18/1 kl. 20:00
Lau 24/1 kl. 20:00
Sun 25/1 kl. 20:00
Ath. aukasýningar í sölu
Sumarljós
Fös 26/12 frums. kl. 20:00 U
Lau 27/12 kl. 20:00 Ö
Sun 28/12 kl. 20:00 Ö
Lau 3/1 kl. 20:00
Sun 4/1 kl. 20:00
Lau 10/1 kl. 20:00
Sun 11/1 kl. 20:00
Fös 16/1 kl. 20:00
Jólasýning Þjóðleikhússins
Kúlan
Klókur ertu - Einar Áskell
Sun 4/1 kl. 13:30
Sun 4/1 kl. 15:00
Sun 11/1 kl. 13:30
Sun 11/1 kl. 15:00
Örfáar aukasýningar í janúar
Borgarleikhúsið
568 8000 | midasala@borgarleikhus.is
Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 10:00-18:00, miðvikudaga til föstudaga kl.
10:00-20:00, og laugardaga og sunnudaga kl. 12:00-20:00
Fólkið í blokkinni (Stóra sviðið)
Sun 14/12 aukas kl. 16:00 U
Sun 14/12 20kort kl. 20:00 U
Fim 18/12 kl. 20:00 U
Fös 19/12 23kort kl. 19:00 U
Lau 20/12 kl. 19:00 U
Sun 21/12 aukas kl. 16:00 U
Lau 27/12 kl. 16:00 U
Lau 27/12 kl. 19:00 U
Sun 28/12 kl. 16:00 U
Sun 28/12 kl. 19:00 U
Lau 3/1 kl. 19:00 Ö
Sun 4/1 kl. 19:00 Ö
Lau 10/1 kl. 19:00 U
Sun 11/1 kl. 19:00
Lau 17/1 kl. 19:00 Ö
Lau 24/1 kl. 19:00 U
Sun 25/1 kl. 16:00
Lau 31/1 kl. 19:00 Ö
Yfir 50 uppseldar sýningar! Tryggið ykkur nú miða í janúar!
Fló á skinni (Stóra sviðið)
Þri 30/12 aukas. kl. 19:00 U
Þri 30/12 kl. 22:00 Ö
Fös 2/1 kl. 19:00 Ö
Fös 9/1 kl. 19:00 Ö
Fös 16/1 kl. 19:00 Ö
Fös 23/1 kl. 19:00 Ö
Fös 30/1 kl. 19:00
Yfir 120 Uppseldar sýningar. Áhorfendasýning ársins!
Vestrið eina (Nýja sviðið)
Lau 27/12 kl. 20:00 Ö
ný aukas.
Sun 28/12 kl. 20:00 Ö
síðasta sýn.
Munið: Snarpur sýningartími. Sýningum lýkur í desember.
Laddi (Stóra svið)
Þri 20/1 ný aukas kl. 20:00
Lápur, Skrápur og jólaskapið (Þriðja hæðin)
Sun 14/12 kl. 14:00 Ö
Sun 14/12 kl. 16:00
Mið 17/12 kl. 18:00
Lau 20/12 kl. 14:00
Sun 21/12 kl. 14:00
Sun 21/12 kl. 16:00
Uppsetning Kraðaks.
Kirsuberjagarðurinn (Litla svið)
Sun 14/12 kl. 20:00
Mið 17/12 kl. 20:00
Fim 18/12 kl. 20:00
Fös 19/12 kl. 20:00
Uppsetning Nemendaleikhúss LHÍ
Leikfélag Akureyrar
460 0200 | midasala@leikfelag.is
Lápur, Skrápur og jólaskapið (Rýmið)
Sun 14/12 aukas kl. 13:00 U
Sun 14/12 8. sýn kl. 15:00 U
Lau 20/12 9. sýn kl. 15:00 Ö
Sun 21/12 aukas kl. 15:00 U
Sýnt fram að jólum
Jólatónleikar
Sun 14/12 kl. 14:00 Ö Sun 14/12 kl. 17:00 Ö
Landnámssetrið í Borgarnesi
437 1600 | landnamssetur@landnam.is
BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið)
Mán29/12 kl. 20:00
Sun 4/1 kl. 16:00
Lau 10/1 kl. 20:00
Fös 16/1 kl. 20:00
Lau 24/1 kl. 17:00
þorrablót eftir sýn.una
Fös 30/1 kl. 20:00
Tvær Grímur 2008 - Besta leikkonan - Besta handritið
Mr. Skallagrímsson eftir Benedikt Erlingsson
(Söguloftið)
Sun 14/12 aukas. kl. 16:00
Þri 30/12 kl. 20:00 U
Lau 3/1 kl. 20:00
Fös 9/1 kl. 20:00
Lau 17/1 kl. 20:00
Fös 23/1 kl. 20:00
Tvær Grímur 2007 - Besti leikari - Besta handritið
Uppáhald jólasveinanna (Búðarkletti og skála)
Sun 14/12 kl. 12:00
fjölskylduskemmtun
Pönnukakan hennar Grýlu eftir Bernd Ogrodnik
(Söguloftið)
Sun 14/12 kl. 14:00
brúðuleiksýn.
Hafnarfjarðarleikhúsið
555 2222 | theater@vortex.is
Ástverk ehf (Hafnarfjarðarleikhúsið)
Fös 19/12 kl. 20:00 Sun 28/12 kl. 20:00
Stórasti sirkus Íslands (Hafnarfjarðarleikhúsið)
Fös 2/1 kl. 14:00
Fös 2/1 kl. 20:00
Lau 3/1 kl. 14:00
Lau 3/1 kl. 20:00
Sun 4/1 kl. 14:00
Ævintýriðum Augastein (Hafnarfjarðarleikhúsið)
Sun 14/12 2. sýn. kl. 14:00 Ö Sun 21/12 3. sýn. kl. 14:00 Ö
Eingöngu í desember
Íslenska óperan
511 4200 | midasala@opera.is
Tenórarnir fjórir - hátíðartónleikar
Fim 18/12 kl. 20:00 Sun 21/12 kl. 20:00
Janis 27
Lau 10/1 kl. 20:00
Fös 23/1 kl. 20:00
Lau 31/1 kl. 20:00
Iðnó
562 9700 | idno@xnet.is
Nemendasýningar sönglistar
Sun 14/12 kl. 11:00
Rétta leiðin Jólaleikrit
Sun 14/12 aukas. kl. 14:00 Ö
Sun 14/12 aukas. kl. 16:00
Mán15/12 kl. 10:30 Ö
Mið 17/12 kl. 09:00 Ö
Mið 17/12 kl. 10:30
Fim 18/12 kl. 09:00 U
Fim 18/12 kl. 10:30 U
STOPP-leikhópurinn
8987205 | eggert@centrum.is
Jólin hennar Jóru (Ferðasýning)
Mán15/12 rauðhóllkl. 10:00 F
Þri 16/12 kl. 13:30 F
hjallaland
Þri 16/12 kl. 17:30 F
fossvogsskóli
Fös 19/12 kjarrið kl. 10:00 F
Sigga og skessan í fjallinu (Ferðasýning.)
Mið 17/12 kl. 10:00 F
snælandsskóli
Draumasmiðjan
8242525 | elsa@draumasmidjan.is
Ég á mig sjálf (farandsýning)
Lau 17/1 kl. 15:00 F
Fim 29/1 kl. 00:00 F
Fim 29/1 kl. 00:00 F
Hvar er (K)Lárus (Kópavogsleikhúsið)
Sun 28/12 kl. 20:00
döff leikhús, íslensk talsetning
Lukkuleikhúsið
5881800 | bjarni@lukkuleikhusid.is
Lísa og jólasveinninn
Sun 14/12 kl. 14:00 F
grindavík
Mið 17/12 kl. 08:50 F
víkurskóli
Mið 17/12 kl. 10:00 F
víkurskóli
Mið 17/12 kl. 14:00 F
leiksk. undraland
Mán22/12 kl. 14:00 F
melaskóli
Íslenski dansflokkurinn
568 8000 | midasala@borgarleikhus.is
Febrúarsýning2009 (Stóra sviðið)
Fim 5/2 frums. kl. 20:00
Sun 8/2 kl. 20:00
Sun 15/2 kl. 20:00
Sun 22/2 kl. 20:00
Sun 1/3 kl. 20:00
Sun 8/3 kl. 20:00
Möguleikhúsið
5622669 / 8971813 |
moguleikhusid@moguleikhusid.is
Hvar er Stekkjarstaur? (ferðasýning)
Fös 19/12 kl. 15:00 F
tarfsmannafélag ríkisendurskoðunar
Íslensku jólasveinarnir í Þjóðminjasafninu
(Þjóðminjasafnið)
Sun 14/12 stúfur kl. 11:00
Mán15/12 kl. 11:00
þvörusleikir
Þri 16/12 kl. 11:00
pottaskefill
Mið 17/12 askasleikir kl. 11:00
Fim 18/12 kl. 11:00
hurðaskellir
Fös 19/12 kl. 11:00
skyrgámur
Lau 20/12 kl. 11:00
bjúgnakrækir
Sun 21/12 kl. 11:00
gluggagægir
Mán22/12 kl. 11:00
gáttaþefur
Þri 23/12 ketkrókur kl. 11:00
Mið 24/12 kertasníkir kl. 11:00
Aðgangur að jólasveinadagskrá er ókeypis meðan húsrúm leyfir!
Langafi prakkari (ferðasýning)
Mán15/12 kl. 14:00 F
lindaskóli
Sæmundur fróði (ferðasýning)
Fös 16/1 kl. 10:00 F
ártúnsskóli
Einleikhúsið
899 6750 | sigrunsol@hive.is
Óskin barnaleiksýning (farandsýning)
Þri 16/12 kl. 14:30 F
leikskólinn engjaborg
Fös 19/12 kl. 14:10 F
leikskólinn klettaborg
Sýnt allt árið. Í desember með jólaívafi.
Kómedíuleikhúsið Ísafirði
8917025 | komedia@komedia.is
Jólasveinar Grýlusynir(Tjöruhúsið
Ísafirði/Ferðasýning)
Sun 14/12 kl. 14:00
Mán15/12 kl. 10:30 U
Lau 20/12 kl. 14:00
Sun 21/12 kl. 14:00
Lau 27/12 kl. 14:00
Sun 28/12 kl. 14:00
Það var lagið „Skítapakk“ sem gerði
mér ljóst að Dr. Spock væri á góðri
leið með að verða safarík blanda af
groddalegu rokki og góðri bita-
stæðri skemmt-
an en fram að
því þótti mér
sveitina skorta
ákveðið bit.
Kraftmikið
tæknirokkið sem
einkenndi frum-
raun Dr. Spock bar of mikinn keim
af áhrifavöldum sveitarinnar til að
grípa mig föstum tökum og var á
einhvern hátt ekki nægilega sann-
færandi en í dag er annað upp á ten-
ingnum.
Það er mikið um að vera á annarri
plötu Dr. Spock, Falcon Christ, og
æsispennandi að renna í gegnum
flest af þeim tólf sönglögum sem þar
eru keyrð í gegn af feiknanákvæmni
og frumkrafti. Ef þessi geislaplata
væri lyftingamót þá væru allir kepp-
endurnir úr leik vegna steranotk-
unar – ójá! Það má segja að Spock-
inn hafi nú náð að gera
prog-tækni-hryllingsrokkstílinn að
sínum og búið til súperrokk. Hljóm-
urinn er kraftmikill, hárfínn og ert-
andi, alveg til þess fallinn að rífa
hlustendur upp úr doða hverdags-
leikans, hrista sig og brosa að vit-
leysisganginum. Áhrifavaldanna
gætir enn (Mr. Bungle, Fantômas,
Beach Boys, Barry Manilow og Fun-
kadelic) og ekkert að því þar sem
þeir eru núna hakkaðir í spað og
þeim raðað saman á listrænan hátt í
kaflaskiptu súperrokki doktorsins.
Spilamennska meðlima Dr. Spock
er hámenntuð og fullkomin. Hryn-
festa Arnars Þórs Gíslasonar og
bassaleikur Guðna Finnssonar eru
akkerið sem kemur í veg fyrir að
Doktorinn villist í ógöngur og Franz
Gunnarsson nýtur sín í að spinna
gítarhljóma sína og nótnaorgíur,
Þorbjörn Sigurðsson er svo hljóm-
borðsséníið sem leikur svörtu og
hvítu nóturnar sundur og saman af
elegans – ómissandi flúrmeistari í
villtum rokkruglingnum. Í brúnni
standa svo kafteinn og fyrsti stýri-
maður, Óttarr Proppé og Guðfinnur
Karlsson, öskrandi, rymjandi, kall-
andi og syngjandi – glaðir, kraft-
miklir en fyrst og fremst þokkafullir
og sannfærandi í gjörðum sínum.
Það verður að viðurkennast að
stundum er erfitt að skilja þá en oft-
ar en ekki eru það ekki orðin sem
skipta öllu heldur hvernig þau
hljóma. Óttarr á að vísu nokkur
glimrandi augnablik og gamansöm
textagerð hans nýtur sín afar vel,
sérstaklega er vert að minnast á lag-
ið „Gömlu dansarnir og nýju dans-
arnir“ sem dæmi um það, einnig er
„Fálkinn“ góður og stuðsálmurinn
„Sons of Ecuador“ en þessi þrjú lög
eiga það einnig sameiginlegt að vera
bestu lög plötunnar. Rainboy er líka
nokkuð rosalegt, Motörhead og
Mars Volta í blandara, ásamt feikna-
góðu innslagi frá Ragnari Zolberg.
„Fyrri heimsstyrjöldin og seinni
heimsstyrjöldin“ ber svo merki Ham
og er töff með einkadansara Tinu
Turner í bland við öll lætin. Nokkur
lög eru ekki alveg á pari við áður
nefnd lög, má þar nefna „Evangel-
istia“ sem stenst ekki samanburð og
er eiginlega bara uppfylling en það
spillir þó ekki ánægjunni sem platan
veitir í heild sinni. „Bóbó“ er einnig
hálfgert furðuverk en þó lýsandi fyr-
ir sveitina sem er óútreiknanleg og
gáskafull.
Falcon Christ er góður pakki og
vel útilátinn, því með fylgir DVD-
diskur sem inniheldur tónleika sveit-
arinnar á Iceland Airwaves-
tónlistarhátíðinni sem augljóslega
voru stuðmiklir og sýna Dr. Spock í
öllu sínu veldi ásamt góðum gesti.
Það er ekki hægt annað en að mæla
með Dr. Spock og tónlistarveislunni
Falcon Christ því þetta er trúlega
ein allra besta rokkplata ársins.
TÓNLIST
Geisladiskur
Dr. Spock – Falcon Christbbbbn
Ólögleg lyfja-
notkun og
súperrokk
Jóhann Ágúst Jóhannsson
Það hefur vakið töluverða athygli
að Axl Rose, söngvari Guns N’ Ro-
ses, hefur verið lítt áberandi í fjöl-
miðlum og á opinberum vettvangi
síðustu vikurnar. Þar virðist engu
skipta að söngvarinn er nýbúinn að
gefa út plötuna Chinese Democracy
er var áraraðir í smíðum og flestir
aðdáendur sveitarinnar voru búnir
að afskrifa.
Gula pressan í Bandaríkjunum
heldur því nú fram að ástæðan fyrir
því sé að söngvarinn þjáist af gíf-
urlegri félagsfælni eða andlegum
sjúkdómi er læknar kalla anthro-
pophobia. Axl á að vera svo þjáður
að hann á að hafa rekið umboðs-
skrifstofu sína Front Line þrisvar
sinnum á fjórum vikum. Hann hefur
ekki farið út af heimili sínu í Los
Angeles í tvo mánuði og þvertekur
fyrir að veita viðtöl, koma fram í
sjónvarpi eða á sviði.
Talsmenn kappans þverneita
þessum fregnum, en engu að síður
hefur hvergi sést til Axl Rose frá
útgáfu plötunnar.
Þjáist af félagsfælni
Axl Rose Ekki mikið fyrir að hanga
með grúppíum sem sagt?
ÁSTRALINN Hugh Jackman hefur
verið ráðinn til þess að kynna næstu
óskarsverðlaunahátíð er haldin
verður snemma á næsta ári. Þar
með er brotin sú hefð að ráða þekkt-
an gamanleikara í starfið en Jack-
man er þekktastur fyrir leik í has-
armyndum. Hann á þó langan feril
að baki sem sviðsleikari í söng-
leikjum auk þess sem hann var
kynnir á Tony-verðlaununum þrjú
ár í röð. Sjálfur vann hann verðlaun-
in árið 2004 fyrir leik sinn í söng-
leiknum The Boy from Oz.
Sá orðrómur hafði verið á kreiki
að breski gamanleikarinn Ricky
Gervais ætti að kynna verðlaunin í
ár en hann var sagður óttast það að
fá ekki nægilegt listrænt frelsi til að
njóta sín og afþakkaði því pent. Í
fyrra var sjónvarpsmaðurinn Jon
Stewart kynnir en eftirminnilegust í
hlutverkinu eru eflaust þau Billy
Crystal, Whoopi Goldberg og Bob
Hope.
Kynnir Óskarsverðlaunin
Hugh Jackman Kynnir Ósk-
arsverðlaunin á næsta ári.