Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1971, Side 8
Jóhönnu Gestsdóttur og' Kristjáns Bjarnasonar, skipstjóra
úr Reykjavík. Þann 24. júlí 1948 kvæntist Kristján eftir-
lifandi konu sinni Helgu, dóttur hjónanna Málfríðar Ilall-
dórsdóttur og Þórðar Jónssonar bókara frá Stokkseyri,
cr bjuggu í Reykjavík. Börn þeirra Kristjáns og' Helgu
eru Anna fædd 1950, Unnur Dóra fædd 1951, Gunnlaugur
fæddur 1957 og Þórður fæddur 1959.
Kristján Gunnlaugsson varð stúdent frá stærðfræði-
deild Menntaskólans vorið 1945 og hóf nám í læknisfræði
við Háskóla Islands um haustið, en innritaðist í Tann-
læknadeild Háskóla íslands haustið 1949 og lauk tann-
læknanámi vorið 1953. Hann var við framhaldsnám í
Kaupmannahöfn í eitt ár, en kom heim 1954 og stofn-
setti tannlækningastofu að Sóleyjargötu 5, þar sem fað-
ir hans hafði áður haft lækningastofu sína.Þar rak Krist-
ján tannlækningastofu til dauðadags eða í tæp 17 ár.
Kristján var handlagnasti maður sem ég hef kynnst og'
sérstaklega vandvirkur og' samvizkusamur tannlæknir.
Sérstakan áhuga hafði hann á tannsmiðum og náði í
þeirri grein fráhærum árangri.
Kristján var sérstæður og eftirminnilegur persónuleiki
með sjálfstæðar skoðanir, góðan frásagnarhæfileika og
sérstæða khnnigáfu. 1 gleðskap var hann lirókur alls
fagnaðar. Hann hafði mikinn áhuga á útiveru og fei’ða-
lögum og dvaldi jafnan í frístundum sínum á sumrin með
fjölskyldu sinni í sumarbústað þeirra hjóna á Þingvöll-
um. Vinir og vandamenn kveðja eftirminnilegan sam-
ferðamann með virðingu og þökk.
Ólafur P. Stephensen.
6