Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1971, Síða 9
LÖG
TANNLÆKNAFÉLAGS ÍSLANDS
1. gr.
Félagið heitir Tannlæknafélag Íslands. Lögheimili þess
og varnarþing er í Reykjavík.
2. gr.
Tilgangur félagsins er að efla samvinnu og samkomu-
lag meðal íslenzkra tannlælma í landinu (vinna að rétt-
indaeflingu) og gæta hagsmuna þeirra eftir föngum og
gera meðlimum greiðara fyrh' að fylgjast með nýjungum
í starfsemi sinni, t. d. með því að hafa samlag um kaup
tímarita og dýrra bóka, og á annan hátt, eftir þvi sem
kringumstæður heimta og félaginu er fært.
3. gr.
Félagsmenn geta þeir Islendingar orðið, sem hafa full-
komið tannlækningapróf, og auk þess aðrir tannlæknar,
sem hafa fengið ísl. tannlælmingaleyfi og hafa íslenzkan
ríkisborgararétt, eða læknar, sem starfa hér eingöngu að
tannlækningum. Erlendir tannlæknar, sem starfa hér á
landi um stundar sakir, geta gerzt aukameðlimir meðan
þeir starfa hér. Hafa þeir rétt til að sækja fundi, en ekki
atkvæðisrétt. Islenzkir tannlæknar við framhaldsnám eða
bráðabirgðastörf erlendis, geta einnig orðið aukameðlim-
ir. Sá er óskar upptöku í félagið, skal snúa sér um það
til einhvers úr stjórn félagsins. Ef umsækjandi uppfyllir
framangreind skilyrði, skal stjórnin leita samþykkis
næsta reglulegs fundar fyrir upptökubeiðninni. Skal
gjaldkeri krefja umsækjanda um félagsgjaldið og þegar
það er greitt fær hann atkvæðisrétt í félaginu. Ritari læt-
ur hann undirskrifa lögin svo fljótt sem unnt er. Drsögn
7