Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1971, Page 11

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1971, Page 11
Og ræður þá einfaldur meirihluti. Hlutkesti ræður, ef at- kvæði eru jöfn. Aðalfundur getur sett stjórnina af í heild með vantrauststillögu og þarf tiilagan 2/3 atkvæða fund- armanna á aðalfundi. Endurskoðaðir reikningar félags- ins og félagssjóða skulu lagðh' fram. Kosnir skulu 2 endurskoðendur og einn til vara. Ennfremur skal kosinn bókavörður. Aðalfundur skal leggja samþykki sitt á gjaldskrár, er samþykktar hafa verið á starfsárinu. 7. gr. Aðalfundur ákveður liið árlega félagsgjald meðlim- anna í félagssjóð. Nýir félagar greiða fullt gjald fyrir það ár, er þeir ganga í félagið, ef upptaka fer fram fyrir 1. janúar, en 1/2 gjald, ef þeir eru samþykktir síðar. Heim- ilt er stjórninni að lækka félagsgjöld um allt að 2/3, ef eftirfarandi aðstæður eru fyrir hendi: 1. Veikindi. 2. Félagi starfar ekki að tannlækningum. 3. Dvöl erlendis. 4. Sérstakai’ ástæður, sem stjórnin metur hverju sinni. Ef félagsmaður skuldar 1 árs tillag um áramót, skal gjaldkeri gera honum aðvart um það í ábyrgðarbréfi. Geri skuldunautur ekki skil innan þriggja mánaða, er hann þar með genginn úr félaginu, og skal þá strikast út af meðlimaskrá þess. Sá, er gengur úr félaginu, en óskar upptöku aftur, getur því aðeins gerzt meðlimur á ný, að hann greiði allar skuldir sinar við félagið. 8. gr. Félagið samþykkir codex ethicus fyrir stéttina og er hver félagsmaður skyldur til að fylgja ákvæðum hans. 9. gr. Gerðardómur sker úr öllum deilum er rísa kunna meðal 9

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.