Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1971, Page 13

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1971, Page 13
SIÐAREGLUR T.F.Í. (CODEX ETHICUS) 1. gr. Tilgangur þessara reglna er að efla samheldni og ein- ingu íslenzkra tannlækna, hvetja þá til að gæta hagsmuna stéttarinnar í hvívetna og hafa sóma hennar og eflingu jafnan íhuga. 2. gr. Óheimilt er að nota erlenda lærdómstitla og doktors- nafnbætur án einróma samþykkis stjórnar T.F.I. Rísi ágreiningur um málið, má vísa því til gerðardóms til endanlegs úrskurðar. 3. gr. Félagsmenn mega ekki gera tilraun til að afla sér við- skipta með óviðeigandi auglýsingum, skrumi eða á annan ósæmilegan hátt. Tannlæknum er einungis heimilt að aug- lýsa starfa sinn samkvæmt 12. gr. laga nr. 47 frá 23. júní 1932. Til frekari áréttingar þeim lögum gildi eftirfarandi reglur: 1) 1 simaskrá er aðeins heimilt að geta um nafn, starfs- titil, viðurkenndan lærdómstitil, vinnustað, heimilis- fang, viðtalstíma og sérgrein, ef nm sérgrein er að ræða. Sama gildir um nafnspjöld, tímakort, lyfseðla, reikninga, bréfsefni og önnur eyðublöð. 2) Skilti skal vera látlaust og ekki með auglýsingabrag. Það má aðeins setja við inngang, anddyri og hurð tannlækningastofu. Stærð þess má ekki vera yfir 40 cm. á lengd og 15 cm. á hæð. öll önnur skilti á hús- veggi eða glugga eru óheimil. 3) Stærð auglýsingar í dagblaði skal aldrei vera meiri en tveggja dálka og 5 cm. á hæð. Tilkynningar um 11

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.