Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1971, Síða 15

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1971, Síða 15
skal sá, er til er vísað, aðeins framkvæma þær aðgerðir, sem tannlæknir sjúklingsins óskar eftir eða samþvkkir. 8. gr. Deilur félagsmanna um fagleg og félagsleg efni má ekki hirta utanfélagsmanni. I blöðum, hljóðvarpi eða sjónvai*pi ber félagsmönnum að vera grandvarir og forðast að aug- lýsa sjálfa sig. Þeim ber fyrirfram, að tryggja sér, að rétt sé eftir þeim liaft, og það sé í samræmi við siðareglur T.F.I. 9. gr. Enginn félagsmaður má starfa fyrir lægra gjald en lág- markstaxti T.F.I. eða kjarasamningar félagsins við aðra aðila segja fyrir um á hverjum tíma. Stjórnin getur þó veitt undanþágu frá þessu ákvæði, ef um líknarstofnun er að ræða. 10. gr. Félagsmenn skulu forðast að svara í síma fyrirspumum um þóknun fyrir tannlæknisaðgerðir. Slík verk skulu unn- in gegn staðgreiðslu eftir því sem við verður komið. 11. gr. Félagsmenn, sem hyggja á tannlækningaferðalög, skulu áður leita álits stjórnar T.F.l. á því, hvort þeir með því fari inn á athafnasvæði tannlækna, sem fyrir eru. 12. gr. Ef deila rís milli félagsins annars vegar og hins opin- bera, einstaklinga eða félaga hins vegar, geta félagsmenn ekki sagt sig úr félaginu, meðan á deilu stendur. 13. gr. Um breytingar á þessum siðareglum gildi sömu reglur og um breytingar á lögum T.F.I. 13

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.