Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1971, Page 25

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1971, Page 25
Hjálagt fylgja frumdrög að lögum og hugsanlegu starfssviði félagsins. Tilgangur félagsins verði að vinna að betri munn- og tannheilsu á Islandi með öllum tiltækum ráðum. Áherzla verði lögð á það að fræða landsmenn um þann tannátu- faraldur, sem í dag' þjáir Islendinga eins og flestar aðrar menningarþjóðir, og stuðla þannig að því, að barizt verði af alefli á rnóti þessum menningarsjúkdómi, svo að með tíð og tíma verði hægt að sigrast á honum, eins og tekist hefur á mörgum öðrum menningarsjúkdómum. 1. Lögð verði áherzla á að fræða menn um mikilvægi tannanna fyrir liið almenna heilsufar. 2. Styrktar verði eftir mætti allar rannsóknir í sambandi við orsök og útbreiðslu munn- og tannsjúkdóma. 3. Reynt verði að fá það opinbera til að taka virkan þátt í munn- og tannheilsugæzlu þjóðarinnar, m.a. með því að ráða héraðstannlækna og stofna til yfirtann- læknisstöðu hjá Landlækni. 4. Leitað verði el'tir samstarfi við önnur heilzlugæzlu- félög, og þá fyrst og fremst Tannlæknafélag Islands, en einnig við önnur félög og samtök, sem starfa að því markmiði að auka heilbrigði þjóðarinnar. 5. Vinna að því að koma upp tannlæknastofum á stærri sjúkrahúsum og elliheimilum. 6. Vinna að því, að drykkjarvatn verði fluorbætt, þar sem því verður við komið, en annars að koma á fluorburstun í öllum skólum. FRUMDRÖG AÐ LÖGUM 1.. Félagar: Einstaklingar, jafnt sem félög, geti orðið félagar. Enn- fremur bæjarstjórnir, sveitarfélög og heilbrigðisstofnan- ir, með öðrum orðum, allir, sem vilja vinna að betri tannheilsu á Islandi. 23

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.