Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1971, Side 27

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1971, Side 27
£paucf ccf Apaknueli Kveðja frá Akureyri Þetta verk er þér til sóma. Þessar tennur prýða mig. Skapar þú svo góða góma, að guð má fara að vara sig. Nokkrum mánuðum seinna: Þú sérð nú bezt hvernig ástandið er hjá okkur á norðurhjara fyrst tennurnar, sem þú seldir mér í sumar, ég verð að spara. Heiðrekur Guðmundsson. Skammdegisþunglyndi (Lag: Those were the days.) Lífið er á enda fyrr en varir. Óskaplega líður tíminn fljótt. Syngjum, bræður, syngjum fullum rómi, syngjum frá oss áhyggjur í nótt. Viðlag: Mig angrar axlagigt og mikil yfirvigt og það er úti brátt um mig og þig. Á meðan tími er til við gerum tónum skil og það er tilgangslaust að gretta sig. 25

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.