Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1971, Síða 33

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1971, Síða 33
Þorgrímur Jónsson: TANNKLOFSBÓLGA („Interradikulær spredning“. „Furcation Involvement“.) Efni þessarar greinar er ekki einskorðað við titil henn- ar einvörðungu, en hún er skrifuð til þess að vekja at- hygli á sjúkdómsgreiningu og' meðferð á margróta jöxl- um, sem sýktir eru af periodontitis marginalis chronica — tannshðurbólgu — á háu stigi. Stoðvefur tanna þessara sýkist að jafnaði á undan stoðvef annarra tanna, en lasleiki þessi dylst mönnum þó oft enda einatt leitt til ófarnaðar, þegar jaxlar sem þessir hafa verið krýndir platínu- og postulínskrónum og síðar meir komið í ljós, að þeir voru ekki þeirrar virð- ingar verðugir, þar sem þeir reyndust fúnir niður um sig. Grein þessi er á köflum skrifuð í hugvekjustíl. Er það ekki gert til þess að hreykja sér, heldur bragð skrifarans til þess að fela vanþekkingu sína. Þá lenti skrifarinn í stökustu vandræðum með útleggingu ýmissa fagorða (sem öllum eru reyndar munntöm), vegan ónógs undirbúnings og tímaleysis og er þvi greinin skrifuð á hrognamáli. Fátt finnst í fagbókmenntum tannlæknisfræðinnar, sem skrifað er sérstaklega um tannklofsbólgu, en heimilda er hér getið jafnóðum og ástæða er til, þó ekki ávallt afþeirri nákvæmni, sem æskilegt væri, en skrifari hefir sér til af- sökunar, að bókasafn um tannlæknisfræði er ekki til í landinu og verður því oft að treysta á brigðult minnið. Lesandi er beðinn velvirðingar á þessu öllu. TERMINOLOGI Þegar „periodontal“ poki nær að sýkja stoðvef á milli róta á tví- eða þríróta tönnum, skapast ástand, sem á scandinavisku heitir „interradikulær spredning“, en ensk 31

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.