Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1971, Side 34
terminologi kallar „furcation involvement", og rúmar
heitið hvorttveggja „bifurcation involvement“ og „trifur-
cation involvement“, allt eftir því, hvort átt er við tví-
eða þríróta tennur. Islenzka lieitið verður eftir öllum
sólarmerkjum að dæma: tannklofsbólga.
ETIOLOGI
Morfologi. Lágur tannsökkull flýtir að öðru jöfnu fyr-
ir útbreiðslu tannslíðurbólgu (periodontitis marginalis
chronica) til stoðvefs millirótasvæðisins. Þá telja margir
(Krog Paulsen; Masler og Hoskins), að glerungsperlur og
glérungstungur (emaljeutlöbere), sem ganga „apicalt“ yf-
ir rótarsökkulinn og skaga oft inn á milli rótanna, flýti
einnig mjög fyrir útbreiðslu bólgunnar. Að meðaltali eru
glerungstungur þessar vart lengri en um 1 mm, en lengst-
ar sjást þær „mesialt“ á 4+4 og„buccalt“á jöxlum. Masler
og Hoskins (J. P. 1964) fundu að 90% rannsakaðra sýktra
jaxla höfðu fyrrnefndar glerungstungur.
„Epitelfestan“ í „sulcusbotninum“ (epitelmuffen) fylgir
(nonnalt) mai'kalínu glerungs og tannskorpu (CEJ) eft-
ir. Sýking í „sulcus“ á broddi glerungstungu nær því fljótt
til stoðvefs tannklofsins, þar sem stutt bil er þarna á milli.
Þá eru „vestibulær“ og „oral“ fletir (neðri góms jaxla)
íhvolfir (concave) í „mesio-distal“ stefnu, en það eykur
likur fyrir „plaque“-söfnun, sem er bein orsök sýkingar-
innar.
Viðgerðir. Hér er um fyllingarbrúnir og ki’ónukanta að
ræða, sem ná niður að tannholdsbrún eða inn undir liana.
Tannholdið hefir hornlag (stratum corneum) og er
því ætlað hlutdeild í tyggingunni: að beina tuggunni
(bolus) „coronalt“ til frekari tyggingar eða kyngingar.
Þess vegna skiptir fylling útlínu útflata (contour) á við-
gerðum miklu máli fyrir eðlilegt viðhald tannholdsins.
Of fyllt (convex) útlína hefir í för með sér ónóga við-
haldsörvun og leiðir auk þess til „plaque“-söfnunar við
32