Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1971, Blaðsíða 35
tannholdsbrúnina. Hins vegar leiðir ónóg fylling útlín-
unnar til of mikils álags og átroðnings (svipað og við
„food impaction“), sem hefir í för með sér bólgu og
afturhvarf (retraction) tannholdsbrúnarinnar.
Þótt viðnámsþol tannholdsins sé æði mikið gegn kraft-
álagi(Wærhaug J., J.Dent. Res. 35:323, 1956), gegniröðru
máli um viðnámsþrótt þess gegn bakterium. Milli tann-
vefsbrúnar og fyllingarefnis er, þegar bezt lætur „mikro-
skopisk“ glufa. Hún er ávallt til staðar, hversu haganlega
sem unnið er að gerð fyllingarinnar. Og glufan fyllist af
„plaque“, sem hefir í för með sér „smitun“ stoðvefsins,
sé hún staðsett þétt við eða undir tannholdsbrún. Rétt-
ur frágangur og staðsetning „apicalbrúnar“ viðgerða er
þvi mikil nákvæmnisvinna. VIÐGERÐ PER SE ER
FJANDSAMLEG GINGIVA. Þar af leiðir, að við klíniska
skoðun liafa fáar tennur HEILBRIGT tannhold, þar sem
viðgerðarbrún liggur þétt að eða undir tannholdsbrúninni.
Einkanlega er þetta áberandi á margróta jöxlum, þar
sem útbrciðsla bólgunnar er oft hröð vegna sérstæðrar
„morfologiu" þessara tanna. I „praxis“ er það næsta við-
tekin regla að „gingivectomiera“ brýr og krónur við
grunnum, „mjúkum“ pokum, sem myndu læknast
með „konservatívri“ meðferð, ætti ósnortin tönn hlut að
máli. Ráð er því að „gingivectomiera“ holdmikla tann-
holdsbrún fyrir eða eftir festingu krónu (profylaktiskt)
til að koma í veg fyrir sýkingu stoðvefsins síðar meir.
Myndast þá um 2-4 mm bil milli krónukantsins og
tannholdsbrúnar, sem sjúklingurinn lieldur hreinu með
„interspace“-bursta og tannstönglum eða tannþræði. Dt-
litsins vegna þykir þetta ekki ávallt viðeigandi lausn á
framtönnum, en þar á sjúklingurinn einnig hægar um
vik með að halda lireinu. Hreinlætið er forsenda fyrir við-
haldi heilbrigðs stoðvefs. Fyllingar- eða krónukantar, sem
nema þétt við tannholdsbrún eða ganga inn undir hana,
valda fyrr eða síðar bólgum í stoðvefnum, sé svæðinu
33